Í dag ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi: Að vera góður stóri bróðir og sinna kvikmyndafræði-skyldum mínum. Ég horfði í bíómynd með litlu systur minni, Lindu (6 ára).
Myndin sem varð fyrir valinu var Coraline, fyrsta barnahryllingsmyndin sem ég hef séð. Hún var ótrúlega skrítin. Það var svolítið eins og gerendur myndarinnar hafi reynt að höfða til tveggja markhópa í einu. Annarsvegar Tim Burton aðdáenda og fólks sem fílar animated Halloweenmyndir og hinsvegar barna. Mér fannst það frekar undarlegt þar sem að myndin var eiginlega örlítið of scary fyrir litlu systur mína. Hún var mjög hræðileg á köflum, en algjör barnamynd á öðrum tímum...
Þrátt fyrir þennan leiðinlega árekstur barna- og fullorðinsmynda var myndin ágætis skemmtun. Helsta skemmtunin fólst í útliti hennar, sem var algjör snilld. Myndin er einhverskonar millibilsástand á milli þess að vera leirmynd og animated mynd. Hún er í algjörum Tim Burton stíl, enda leikstýrt af Henry Selick, leikstjóra The Nightmare Before Christmas, og var Coraline augljóslega svolítið markaðssett með velgengni þeirrar myndar í huga. Á coverinu stendur t.a.m. From the director of 'The Nightmare Before Christmas'...
Myndin fjallar um litla stúlku sem flytur í hús sem virðist vera í skógi eða einhversstaðar þar sem ekki er að finna mörg hús í kring. Þrátt fyrir það er húsið fjölbýlishús og það er búið í kjallara hússins og á háalofti þess. Coraline kynnist strák sem heitir Wybie og býr í hverfinu. Hann gefur henni dúkku sem lítur út alveg eins og Coraline og í kjölfarið finnur hún litla falda hurð á bakvið veggfóður í húsinu sínu. Við nánari athugun virðist hurðin leiða aftur inn í húsið hennar, nema í þetta skiptið er heimurinn miklu skemmtilegri. Fjölskyldan er ekki leiðinleg og garðurinn blómstrar! En Coraline mun fljótt komast að því að ekki er allt sem sýnist... Og eins og tagline-ið fyrir myndina segir til um: "Be cereful what you wish for" ("Varaðu þig á því hvers þú óskar þér).
Atburðarrásin og plottið í myndinni er svosem ágætt. Ekkert meira en bara svona meðal barnamynda-plott. Boðskapurinn er sennilega sá að maður á að sætta sig við það sem maður hefur, fallegur boðskapur sem öll börn ættu að þekkja.
Tæknileg vinnsla myndarinnar var afbragðsgóð. Grafíkin var sjúklega skemmtileg og þá sérstaklega í byrjunaratriðinu þar sem við sjáum Coraline-dúkkuna saumaða. Það kemur mér sífellt á óvart hvað animation-tækninni hefur fleytt fram á síðustu árum, ég veit hreinlega ekki hvar þetta endar! Gott dæmi um þetta er trailerinn að A Christmas Carol sem ég sá í bíó um daginn. Hendum honum bara inn hér: (ég mæli með HD)
En það allra helsta sem ég hef út á Coraline að setja er íslenska talsetningin. Ég er ekki mikið fyrir það að kvarta undan íslenskri talsetningu og er oftast mjög umburðarlyndur þegar kemur að henni, enda hef ég fengist örlítið við talsetningu sjálfur. En í Coraline var mér alveg gjörsamlega nóg boðið. Ég neyddist því miður til þess að horfa á myndina með íslensku tali og það hreinlega eyðilagði myndina fyrir mér. Það var allt of augljóst að við talsetningu myndarinnar hafði ekki verið vandað nóg til verka og finnst mér það algjör synd. Krakkarnir tveir sem döbba fyrir Coraline og Wybie eru gjörsamlega úti á þekju og þá sérstaklega drengurinn. Það virðist allt of oft vera í íslenskri talsetningu að vanvirðing gagnvart börnum lýsi sér í óvönduðum vinnubrögðum. Fólki virðist vera sama um það að vanda sig þegar myndin á að vera fyrir börn, vegna þess að þau eru minna líkleg til þess að taka eftir illa unnu verki. Algjör synd... Atvinnudöbbararnir eru nokkurn veginn pottþéttir en talsetningarfyrirtækið hefði átt að taka sér miiiiklu lengri tíma í að hjálpa hinum yngri og óreyndari talsetjurum..
Á heildina litið hefði ég viljað horfa á myndina á ensku. Allt sjónrænt var sjúklega flott og það eina sem skemmdi var, eins og fyrr sagði, íslenska talsetningin. Tvær og hálf stjarna af fimm. Hér má sjá trailerinn að myndinni:
Saturday, October 31, 2009
Monday, October 19, 2009
Los abrazos rotos (2009)
Los abrazos rotos (e. Broken Embraces) er nýjasta mynd Pedro Almodóvar og nýbyrjuð í sýningu í kvikmyndahúsum landsins. Við fjölskyldan skelltum okkur á hana í gærkvöldi og urðum, allavegana flestöll, ekki fyrir vonbrigðum.
Pedro Almodóvar er sennilega þekktastur fyrir kvikmyndirnar Todo sobre mi madre (1999), Hable con ella (2002) og Volver (2006). Hann hefur unnið sig inn í hug og hjörtu aðdáenda sinna með skemmtilega flóknum flækjum og áherslu á ýktan leikstíl. Almodóvar notast oft við sömu leikarana, eins og má sjá í Los abrazos rotos, en Penélope Cruz er nánast orðin fastaleikkona í myndum Almodóvars og Lluís Homar, Blanca Portillo og Rubén Ochandiano (sem leika stór hlutverk í myndinni) hafa áður komið við sögu á leikstjórnarferli hans.
Um leið og fyrsta skotið í myndinni fyllti út í bíótjaldið vissi ég að ég yrði ekki svikinn. Um var að ræða allra fyrsta skot myndarinnar þar sem við sjáum nærmynd af auga og í auganu speglast Harry Caine (Homar), söguhetja myndarinnar. Ég ítreka það við ykkur. Takið eftir fyrsta skotinu í myndinni! Það er óóótrúlega flott. Og geðveikt. Snilld. En já semsagt, Harry Caine, eða Mateo Blanco eins og hann hét einusinni, er þekktur kvikmyndaleikstjóri/handritshöfundur. Eini gallinn er sá að hann er orðinn blindur og hefur því þurft að láta leikstjórahlutverkið víkja fyrir handritshöfundinum. Harry á sér mikla fortíð með leikkonunni Lenu (Cruz) sem er gift auðjöfrinum Ernesto Martel (José Luis Gómez). Sonur Ernestos, Ray X (Ochandiano), kemst þó á snoðir um skuggalega náin samskipti á milli leikstjórans og leikkonunnar...
Að mínu mati var myndin í alla staði.. Geðveik! Ég var ótrúlega væntingalaus þegar ég gekk inn í salinn, og oftar en ekki virðist það hafa góð áhrif á skoðun manns á myndinni. Ég er ekki mikill Almodóvar-isti og vissi því ekki alveg við hverju ég átti að búast, en það var samt bara eins gott, því pabbi minn varð fyrir örlitlum vonbrigðum og bjóst við hraðari mynd og flóknara plotti, á meðan ég var bara fullkomlega sáttur við tiltölulega hæga atburðarrás og ekkert of flókinn söguþráð.
Fyrir það fyrsta var leikurinn í myndinni framúrskarandi. Penélope Cruz var ótrúlega "fokking" góð í hlutverki leikkonunnar Lenu og "púllaði" alveg þetta krefjandi hlutverk. Eini vankanturinn við hennar leik var sá að hún var að leika leikkonu sem var ný í bransanum. En í sumum leiknu senum leikkonunnar var Cruz bara OF góð til þess að vera raunsæ sem nýliða-leikkona! Eini gallinn við hana var semsagt: hún er of góð leikkona.
Hugsanlegur hnökri á leiknum (ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað mér finnst) var túlkun Rubén Ochandiano á Ernesto Martel yngri / Ray X. Hann á að vera auðsýnilega samkynhneigður og skotinn í Mateo Blanco og stundum varð leikurinn tilgerðarlegur og ótrúverðugur. Við þekkjum öll þessa homma-steríótýpu og hún er vissulega til í daglegu lífi, en þessi túlkun var einhvernveginn óraunsæ á köflum...
Annars vil ég líka gefa Tamar Novas stórt hrós fyrir túlkun sína á Diego (syni Judit Garcia (Portillo) sem er aðstoðarkona Harrys Caine). Leikarinn er einungis 23 ára en náði mér svo sannarlega á sitt band í hlutverki unglings með stóra drauma.
Tæknilega hlið myndarinnar var líka oft trans-epískt flott. Tökurnar voru ótrúlega mismunandi og sniðugar en langar tökur með mikla hreyfingu á myndavélinni voru áberandi. Eitt áberandi flott skot var samtal á milli Diego og Harry þar sem við sáum nærskot af andlitunum þeirra til skiptis og senan entist í svona 5-6 mínútur! Ótrúlega flott! Handritið krafðist líka mjög mikilst tímaflakks í fyrrihluta myndar og var það snyrtilega leyst með rækilega merktum senum "Madrid 1994" o.s.frv.
Ég mæli svo sannarlega hiklaust með Broken Embraces. Myndin er nánast hönkralaus handritslega, leiklega og tæknilega.
Hér má sjá treiler:
Thursday, October 8, 2009
RIFF - restin
Ég er búinn að steingleyma hvaða myndir ég sá nákvæmlega á RIFF. En hérna eru allavegana einhverjar þeirra:
Antoine (2008)
Ég var ótrúlega spenntur að sjá þessa mynd. Hún fær einkunnina 9,5 á imdb og einn notandi síðunnar lýsir henni sem "áhrifamestu heimildarmynd sem hann hafi séð". Lýsingin segir að hún fjalli um blindan sex ára strák sem keyrir bíl, leysir sakamál og tekur upp umhverfishljóð. Ég hélt að myndin fjallaði um einhvern ofur-strák sem nýtti sér hljóð og bergmál í umhverfinu til þess að skynja umhverfið (Echolocation) og gæti þannig keyrt bíl og ýmislegt annað. Eins og Daniel Kish, Ben Underwood eða aðrir blindir ofurhugar sem hjóla á hjólum eða fara í fjallgöngur.
Ég hafði rangt fyrir mér.
Í byrjun myndarinnar komumst við að því að Antoine Hoang er vissulega blindur.. En hann er ekki neitt klárari eða gáfaðari en nokkur annar krakki. Hann kann ekki að keyra bíl (þó svo að hann setjist nokkrum sinnum undir stýri og þykist keyra) og hann er eiginlega alla myndina að leika sér í rannsóknarlögergluleik með tveimur vinkonum sínum! Myndin er látin líta út eins og hún sé séð frá sjónarhóli sex ára barns. Myndavélin er í augnlínu við börnin og hristist óþægilega mikið. Næringarskortur minn og léleg myndataka orsökuðu það að ég þurfti að ganga út úr salnum þegar nokkrar mínútur voru eftir af myndinni vegna þess að mér var orðið svo flökurt. Það getur ekki talist jákvætt.
Það sem mér fannst stórvanta í myndina var einhverskonar heimildun. Einhver viðtöl eða einhver sögumaður. Myndin var Cinéma vérité og mér fannst þessar senur með stráknum ekki ná að halda myndinni uppi. Í lokin á myndinni, undir kreditlistanum, var leikstjórinn búinn að troða inn viðtölum við Antoine og vini hans. Og það verður að segjast eins og er að það var LANGskemmtilegasti hlutinn við myndina! Mér finnst hreint út sagt ótrúlegt að þessi viðtöl hafi þurft að mæta afgangi og þau hafi verið sett í kredit-listann!
Umfjöllunarefnið er stórskemmtilegt en úrvinnslan ömurleg.
Red Race (2009)
The Red Race er nokkurskonar ádeila á fimleikaheiminn í Kína með sérstöku tilliti til yngsta fimleikafólksins. Í myndinni er skyggnst inn í heim ca. 5-7 ára barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fimleika-skólum. Þeim er þrælkað út og þau beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi til þess að bæta sig. Mörg þeirra koma frá fátækum heimilum og vilja bæta sig í fimleikum til þess að geta unnið gullverðlaun á Ólympíuleikunum og þannig stutt fjárhagslega við fjölskyldurnar sínar.
Í þessari mynd, líkt og í Antoine, fannst mér stórvanta viðtöl eða sögumann. Myndin er í sama frásagnarlausa stíl og Antoine (Cinéma Vérité) og þrátt fyrir sláandi myndefni á köflum, fannst mér stíllinn gera myndina ótrúlega innihaldslausa. Myndin er jú bara 70 mínútur af krökkum í fimleikum að gráta og eftir smá stund varð það svolítið þreytt... Ef ég hefði fengið að gera myndina hefði ég tekið viðtöl við þjálfarana, krakkana og foreldrana. Ég hefði fundið staðreyndir um fimleikaheiminn í Kína og tvinnað þær inn í myndina.
Allt í allt, frekar sláandi, en ekki nægilega fjölbreytt til þess að halda í mann allan tímann.
Eamon (2009)
Eamon fjallar um litla fjölskyldu: Eamon, lítinn ofvirkan og athyglissjúkan strák sem sefur uppí hjá mömmu sinni, Grace, sem vill frekar hafa son sinn uppí hjá sér en að þurfa að sofa hjá Daniel, manninum sínum sem er orðinn virkilega kynferðislega bældur. Fyrri hluta myndarinnar er samúð áhorfandans öll hjá foreldrum Eamons, en síðan þróast hún þannig að í lokin er samúðin komin yfir til Eamons, stráksins sem á svona ótrúlega óþroskaða og ömurlega foreldra.
Svona eftir á að hyggja er Eamon ein af betri myndum sem ég sá á RIFF. Hún er mjög vel leikin og vel gerð á flestan hátt. Vilji persónanna er ótrúlega skýr og söguþráðurinn er tiltölulega einfaldur. Þróun persónanna og algjör víxlun samúðar er sérstaklega skemmtileg og eftirtektarverð, sem og leikræn tilþrif stráksins sem leikur Eamon. Hann fór meiraðsegja einusinni að gráta!
Sumsé, góð mynd, falleg og allt það :)
Ég sá einhverjar fleiri myndir (Francesca og Shorts program 2 meðal annars) en ég man svo lítið efti þeim myndum að ég held að það sé bara tilganglaust að blogga um þær. Ég horfi á það mikið af bíómyndum dags daglega að ég ætti alveg að geta lifað það af.
Friður.
Antoine (2008)
Ég var ótrúlega spenntur að sjá þessa mynd. Hún fær einkunnina 9,5 á imdb og einn notandi síðunnar lýsir henni sem "áhrifamestu heimildarmynd sem hann hafi séð". Lýsingin segir að hún fjalli um blindan sex ára strák sem keyrir bíl, leysir sakamál og tekur upp umhverfishljóð. Ég hélt að myndin fjallaði um einhvern ofur-strák sem nýtti sér hljóð og bergmál í umhverfinu til þess að skynja umhverfið (Echolocation) og gæti þannig keyrt bíl og ýmislegt annað. Eins og Daniel Kish, Ben Underwood eða aðrir blindir ofurhugar sem hjóla á hjólum eða fara í fjallgöngur.
Ég hafði rangt fyrir mér.
Í byrjun myndarinnar komumst við að því að Antoine Hoang er vissulega blindur.. En hann er ekki neitt klárari eða gáfaðari en nokkur annar krakki. Hann kann ekki að keyra bíl (þó svo að hann setjist nokkrum sinnum undir stýri og þykist keyra) og hann er eiginlega alla myndina að leika sér í rannsóknarlögergluleik með tveimur vinkonum sínum! Myndin er látin líta út eins og hún sé séð frá sjónarhóli sex ára barns. Myndavélin er í augnlínu við börnin og hristist óþægilega mikið. Næringarskortur minn og léleg myndataka orsökuðu það að ég þurfti að ganga út úr salnum þegar nokkrar mínútur voru eftir af myndinni vegna þess að mér var orðið svo flökurt. Það getur ekki talist jákvætt.
Það sem mér fannst stórvanta í myndina var einhverskonar heimildun. Einhver viðtöl eða einhver sögumaður. Myndin var Cinéma vérité og mér fannst þessar senur með stráknum ekki ná að halda myndinni uppi. Í lokin á myndinni, undir kreditlistanum, var leikstjórinn búinn að troða inn viðtölum við Antoine og vini hans. Og það verður að segjast eins og er að það var LANGskemmtilegasti hlutinn við myndina! Mér finnst hreint út sagt ótrúlegt að þessi viðtöl hafi þurft að mæta afgangi og þau hafi verið sett í kredit-listann!
Umfjöllunarefnið er stórskemmtilegt en úrvinnslan ömurleg.
Red Race (2009)
The Red Race er nokkurskonar ádeila á fimleikaheiminn í Kína með sérstöku tilliti til yngsta fimleikafólksins. Í myndinni er skyggnst inn í heim ca. 5-7 ára barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fimleika-skólum. Þeim er þrælkað út og þau beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi til þess að bæta sig. Mörg þeirra koma frá fátækum heimilum og vilja bæta sig í fimleikum til þess að geta unnið gullverðlaun á Ólympíuleikunum og þannig stutt fjárhagslega við fjölskyldurnar sínar.
Í þessari mynd, líkt og í Antoine, fannst mér stórvanta viðtöl eða sögumann. Myndin er í sama frásagnarlausa stíl og Antoine (Cinéma Vérité) og þrátt fyrir sláandi myndefni á köflum, fannst mér stíllinn gera myndina ótrúlega innihaldslausa. Myndin er jú bara 70 mínútur af krökkum í fimleikum að gráta og eftir smá stund varð það svolítið þreytt... Ef ég hefði fengið að gera myndina hefði ég tekið viðtöl við þjálfarana, krakkana og foreldrana. Ég hefði fundið staðreyndir um fimleikaheiminn í Kína og tvinnað þær inn í myndina.
Allt í allt, frekar sláandi, en ekki nægilega fjölbreytt til þess að halda í mann allan tímann.
Eamon (2009)
Eamon fjallar um litla fjölskyldu: Eamon, lítinn ofvirkan og athyglissjúkan strák sem sefur uppí hjá mömmu sinni, Grace, sem vill frekar hafa son sinn uppí hjá sér en að þurfa að sofa hjá Daniel, manninum sínum sem er orðinn virkilega kynferðislega bældur. Fyrri hluta myndarinnar er samúð áhorfandans öll hjá foreldrum Eamons, en síðan þróast hún þannig að í lokin er samúðin komin yfir til Eamons, stráksins sem á svona ótrúlega óþroskaða og ömurlega foreldra.
Svona eftir á að hyggja er Eamon ein af betri myndum sem ég sá á RIFF. Hún er mjög vel leikin og vel gerð á flestan hátt. Vilji persónanna er ótrúlega skýr og söguþráðurinn er tiltölulega einfaldur. Þróun persónanna og algjör víxlun samúðar er sérstaklega skemmtileg og eftirtektarverð, sem og leikræn tilþrif stráksins sem leikur Eamon. Hann fór meiraðsegja einusinni að gráta!
Sumsé, góð mynd, falleg og allt það :)
Ég sá einhverjar fleiri myndir (Francesca og Shorts program 2 meðal annars) en ég man svo lítið efti þeim myndum að ég held að það sé bara tilganglaust að blogga um þær. Ég horfi á það mikið af bíómyndum dags daglega að ég ætti alveg að geta lifað það af.
Friður.
Subscribe to:
Posts (Atom)