Monday, October 19, 2009
Los abrazos rotos (2009)
Los abrazos rotos (e. Broken Embraces) er nýjasta mynd Pedro Almodóvar og nýbyrjuð í sýningu í kvikmyndahúsum landsins. Við fjölskyldan skelltum okkur á hana í gærkvöldi og urðum, allavegana flestöll, ekki fyrir vonbrigðum.
Pedro Almodóvar er sennilega þekktastur fyrir kvikmyndirnar Todo sobre mi madre (1999), Hable con ella (2002) og Volver (2006). Hann hefur unnið sig inn í hug og hjörtu aðdáenda sinna með skemmtilega flóknum flækjum og áherslu á ýktan leikstíl. Almodóvar notast oft við sömu leikarana, eins og má sjá í Los abrazos rotos, en Penélope Cruz er nánast orðin fastaleikkona í myndum Almodóvars og Lluís Homar, Blanca Portillo og Rubén Ochandiano (sem leika stór hlutverk í myndinni) hafa áður komið við sögu á leikstjórnarferli hans.
Um leið og fyrsta skotið í myndinni fyllti út í bíótjaldið vissi ég að ég yrði ekki svikinn. Um var að ræða allra fyrsta skot myndarinnar þar sem við sjáum nærmynd af auga og í auganu speglast Harry Caine (Homar), söguhetja myndarinnar. Ég ítreka það við ykkur. Takið eftir fyrsta skotinu í myndinni! Það er óóótrúlega flott. Og geðveikt. Snilld. En já semsagt, Harry Caine, eða Mateo Blanco eins og hann hét einusinni, er þekktur kvikmyndaleikstjóri/handritshöfundur. Eini gallinn er sá að hann er orðinn blindur og hefur því þurft að láta leikstjórahlutverkið víkja fyrir handritshöfundinum. Harry á sér mikla fortíð með leikkonunni Lenu (Cruz) sem er gift auðjöfrinum Ernesto Martel (José Luis Gómez). Sonur Ernestos, Ray X (Ochandiano), kemst þó á snoðir um skuggalega náin samskipti á milli leikstjórans og leikkonunnar...
Að mínu mati var myndin í alla staði.. Geðveik! Ég var ótrúlega væntingalaus þegar ég gekk inn í salinn, og oftar en ekki virðist það hafa góð áhrif á skoðun manns á myndinni. Ég er ekki mikill Almodóvar-isti og vissi því ekki alveg við hverju ég átti að búast, en það var samt bara eins gott, því pabbi minn varð fyrir örlitlum vonbrigðum og bjóst við hraðari mynd og flóknara plotti, á meðan ég var bara fullkomlega sáttur við tiltölulega hæga atburðarrás og ekkert of flókinn söguþráð.
Fyrir það fyrsta var leikurinn í myndinni framúrskarandi. Penélope Cruz var ótrúlega "fokking" góð í hlutverki leikkonunnar Lenu og "púllaði" alveg þetta krefjandi hlutverk. Eini vankanturinn við hennar leik var sá að hún var að leika leikkonu sem var ný í bransanum. En í sumum leiknu senum leikkonunnar var Cruz bara OF góð til þess að vera raunsæ sem nýliða-leikkona! Eini gallinn við hana var semsagt: hún er of góð leikkona.
Hugsanlegur hnökri á leiknum (ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað mér finnst) var túlkun Rubén Ochandiano á Ernesto Martel yngri / Ray X. Hann á að vera auðsýnilega samkynhneigður og skotinn í Mateo Blanco og stundum varð leikurinn tilgerðarlegur og ótrúverðugur. Við þekkjum öll þessa homma-steríótýpu og hún er vissulega til í daglegu lífi, en þessi túlkun var einhvernveginn óraunsæ á köflum...
Annars vil ég líka gefa Tamar Novas stórt hrós fyrir túlkun sína á Diego (syni Judit Garcia (Portillo) sem er aðstoðarkona Harrys Caine). Leikarinn er einungis 23 ára en náði mér svo sannarlega á sitt band í hlutverki unglings með stóra drauma.
Tæknilega hlið myndarinnar var líka oft trans-epískt flott. Tökurnar voru ótrúlega mismunandi og sniðugar en langar tökur með mikla hreyfingu á myndavélinni voru áberandi. Eitt áberandi flott skot var samtal á milli Diego og Harry þar sem við sáum nærskot af andlitunum þeirra til skiptis og senan entist í svona 5-6 mínútur! Ótrúlega flott! Handritið krafðist líka mjög mikilst tímaflakks í fyrrihluta myndar og var það snyrtilega leyst með rækilega merktum senum "Madrid 1994" o.s.frv.
Ég mæli svo sannarlega hiklaust með Broken Embraces. Myndin er nánast hönkralaus handritslega, leiklega og tæknilega.
Hér má sjá treiler:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hljómar ansi vel. Ég ætlaði einmitt að skella mér á þessa um seinustu helgi á 2fyrir1 tilboðinu hjá græna ljósinu en komst svo ekki. Ætla garanterað að sjá hana, enda (næstum) alltaf gaman að Almodóvar.
ReplyDeleteFín færsla. 6 stig.