Thursday, April 8, 2010

Færsla samkvæmt pöntun



Jæja, ég er búinn að vera sjúklega lélegur að blogga. Ástæður = Herranótt, stúdentspróf og almenn leti. Ég hendi kannski inn bloggi um Hot Tub Time Machine, Kóngaveg eða THE ENGLISH PATIENT... Ókei. En núna ætla ég að blogga um námskeiðið.

  • Hvað tókst vel og hvað mætti betur fara?
Mér fannst overall námskeiðið bara heppnast frekar vel. Það var gaman að fá yfirsýn yfir kvikmyndagerðarhugtök, kvikmyndagerðarmenn og nokkrar misgóðar kvikmyndir. Það var líka ótrúlega gaman að fá tækifæri til þess að gera mynd með góðar græjur - það var góð hvatning til að drífa í að gera eina mynd.

Það sem mér fannst kannski bætanlegast er i) Aginn í tímum. Auðvitað er þetta bara valfag og við erum öll í 6. bekk en athyglin mætti alveg vera meiri og þó svo að við höfum valið að vera í þessum tímum þá ætti alveg að vera agi í tímunum. Svo var líka skrítið hvað við fórum seint í kvikmyndasöguna. Mér fyndist að hún ætti að vera undirstaðan - einhvernveginn tvinnuð inn í námskeiðið og talað um tæknileg atriði inná milli. Ég veit það ekki.
  • Hvaða hluti námskeiðsins var skemmtilegastur?
Klárlega sumir bíó-tímarnir, þegar við sáum sjúklega góðar myndir. Eins og Happy End sem kom sjúklega á óvart. Það var líka gaman að fara í hópferðir á íslenskar myndir og fá síðan frí í morguntíma. Like á það.
  • Hvaða hluta lærðuð þið mest af eða nýttist ykkur best?
Að læra tæknilegu atriðin í kvikmyndagerð. Að stilla myndavélinni upp og að klippa rétt. Myndbyggingarpælingar og handritunarpælingarnar voru líka góðar. Ég mun líka klárlega nýta mér Celtx í framtíðinni, hvort sem það er í kvikmyndaskrif eða leikritun.

Oft var líka ótrúlega skemmtilegt að hitta leikstjórana. Þeir voru reyndar mjög mismunandi, en Ragnar Bragason stendur klárlega uppúr þar!
  • Hvaða hluta þarf að breyta eða henda alveg út?
Kannski pressa meira á skilafrest myndanna. Og ég veit ekki hvort þú gerir það nú þegar - en það þarf alveg klárlega að sjá til þess að allir nemendur séu búnir að sjá mynd sem við eigum að fara á utan tíma.. og peppa fólk til að mæta í hópferðirnar. Mér finnst engu þurfa að henda út, kannski mætti minnka bloggið í sniðum.
  • Hvers söknuðuð þið - hverju þarf að bæta við?
Ég veit ekki. Það er kannski ekki hægt að kenna þetta betur þegar markmiðið er heildarsýn á kvikmyndagerð og kvikmyndasögu... Dálítið stórt verkefni fyrir fáa tíma. Ef eitthvað ætti að bætast við, þá þyrfti eitthvað að detta út. Kannski væri hægt að fókusera meira á tæknilegu hliðina og sleppa söguhlutanum... Það hefði mér alveg þótt ágætt (saga er ekki í miklu uppáhaldi) en annars er námskeiðið bara ágætis grunnur í öllum þáttum kvikmyndafræði.

-----

Að lokum, já, það mætti alveg bæta við tónlistarmyndbandi/auglýsingu... Þessvegna væri hægt að leyfa hópunum að taka upp á meðan hinir eru í bíótíma? Er það kannski pæling? Hver hópur yrði settur á einn miðvikudag (þá gætirðu líka haft hópa sem koma úr báðum bekkjunum) og fengi 2 tíma til að taka upp auglýsinguna/tónlistarmyndbandið (eða gætu haldið áfram eftir skóla, en með þessu ertu allavegana búinn að setja hópinn af stað). Þá myndirðu sjá til þess að verkefnið yrði gert og síðan myndi hópurinn klippa heima. Pæling?

Svo er ég líka pínu efins með blogg-pælinguna... Mér finnst hún sniðug og hún hljómar vel, en fólki virðist bara vera ALVEG sama um bloggið. Það eru örfáir sem blogga yfir höfuð, og ég veit hreinlega ekki hvað væri hægt að gera í staðinn... Kannski minnka kröfurnar, svo þær séu yfirstíganlegar? Hvetja til umræðna á Facebook frekar en að láta alla fá sér blogg? (og gefa fólki svo bara stig útfrá kommentum) ég veit ekki!

En ég er virkilega fylginn byltingarkenndu pælingunni minni: Að einn hópur í einu fái kameruna og fái að taka upp á meðan allir hinir eru í bíótíma, þá myndi hver nemandi sjá einni mynd færri og í staðinn myndirðu auka virkni í kvikmyndagerðinni.
-Gummi

Sunday, January 31, 2010

Hidden (Caché)



Ég og Binni vorum að horfa á hina frönsku mynd Caché. Og bara svona vegna þess að klukkan er korter í febrúar þá ákvað ég að blogga örstutt um þessa mynd, sem ég myndi ábyggilega ekki gera undir venjulegum kringumstæðum... En lát reyna.

Til að byrja með, þá sofnaði Binni þegar hálftími var liðinn af myndinni og ég blame-a hann ekkert fyrir það, myndin er FÁRÁNLEGA hæg og lengi að gerast. Ef ég hefði ekki vaknað um hádegi í dag og verið nýbúinn að borða nammi hefði ég örugglega sofnað eins og Binni, og það hefði verið soldið kósí... Svona tveir strákar, einir heima... að kúra í sófa...


Allavegana. Myndin! Hún var... áhugaverð. Ég get ekki sagt að ég hafi skemmt mér við áhorfið, ja, mér leiddist eiginlega bara frekar mikið. En MARGT í henni var mjög flott. Eins og ég sagði var hún alveg óþægilega hæg og atburðarásin sleeeeefaði hægt og rólega í gang... Myndin var uppfull af fáránlega löngum skotum, sem var alveg ótrúlega flott og senurnar voru greinilega mjög vel æfðar, bara svona alveg eins og í leikhúsinu! Ég fílaði það í tætlur.

Leikararnir voru líka alveg fáránlega góðir. Daniel Auteuil, aðalleikarinn sem er ekki einusinni með mynd af sér á IMDB, var ótrúlega sannfærandi og konan sem lék konu hans var ekkert verri. Maurice Bénichou, sem leikur Majid, var líka sjúklega góður. Það var eflaust krefjandi fyrir leikarana að halda út svona löngum senum, en oftar en ekki héldust senurnar algjörlega óklipptar. Leikarahópurinn fær allavegana lof í hattinn frá mér.


Það fær hinsvegar ekki sá sem samdi söguna. Sagan sem sögð er í myndinni fannst mér alveg gjörsamlega stórskrítin. Hún byrjaði ótrúlega spennandi og eitthvað virtist vera að fara að gerast. En svo bara... gerðist ekkert! Og myndin endaði meira að segja með nokkrar spurningar ósvaraðar! Þegar kreditlistinn byrjaði að rúlla hrökk greyið Binni upp við "WHAT!?" öskrið í mér. Ég skiiiiiil ekki afhverju myndin endaði þarna. Og ég skiiiiiiiiil ekki hvað hún átti að skilja eftir og ég skiiiiiiiil ekki... neitt.

Ég horfði aðeins á viðtal við leikstjórann, sem boðið var uppá á DVD-disknum, og komst að því að myndin á að fjalla um það hvernig við dílum við sektarkennd... og eitthvað svoleiðis. En ég bara skil ekki (fyrir þá sem hafa séð myndina) HVAÐA FOKKING SEKTARKENND? Hann gerði ekki NEITT! Hann var SEX ÁRA og fékk Majid til að höggva höfuðið af hana! Só fokking What!? Hann var SEX ÁRA?


Í stuttu máli sagt þá náði ég ekki alveg tengingu við þessa "sektarkennd" sem aðalkarakter myndarinnar átti að vera að díla við... Kannski skil ég þetta þegar ég verð eldri... Ojæja...

**/*****

Trailerinn má sjá HÉR

Wednesday, January 27, 2010

The Usual Suspects (1995)



Ég horfði á The Usual Suspects í gær. Þessi þekkti krimmi hefur fengið hvorki meira né minna en einkunnina 8.7 á imdb og hlaut heilan helling af verðlaunum á sínum tíma. Meðal annars tvenn Óskarsverðlaun fyrir besta leikarann (Kevin Spacey) og besta handritið.

Myndin fjallar um fimm glæpamenn sem eru leiddir saman af hinum dularfulla Keyser Söze til þess að vinna ákveðið verkefni. Stærsta ráðgátan felst í því hver fyrrnefndur Keyser Söze er, og hvort hann er á annað borð til, og eins og í öllum góðum ráðgátum kemur það ekki í ljós fyrr en alveg í blálokin.



Mér fannst frammistaða Kevins Spacey, og já, bara flestallra leikaranna í myndinni, alveg stórkostleg. Handritið var líka snyrtilega unnið og sagan var skemmtilega sögð. Afturhvörf í tíma og misvísandi sögur gerðu áhorfandann vel ringlaðan en sú flækja var skemmtilega leyst í lokin. Þannig fíla ég. Svona myndir sem eru sjúklega f***ed og ruglingslegar en svo skýrist allt í lokin, svolítið eins og Eternal Sunshine of the Spotless Mind, hún er algjört æði! ;)

Ég get eiginlega ekkert sett út á myndina. Hún var frábær afþreying og vel gerð leikstjórnar-, leik- og tæknilega.


*****SPOILER ALERT!!! LESIÐ ÁFRAM EF ÞIÐ HAFIÐ SÉÐ USUAL SUSPECTS*****

Mér fannst líka aaaaalgjör snilld að Verbal Kint hafi allan tímann verið Keyser Söze. Algjör F'ing snilld! Mann grunaði nú alltaf allan tímann smá að eitthvað meira lægi að baki þessum karakter... En á þeim stað í myndinni þar sem þetta var uppljóstrað var ég eiginlega bara kominn á þann stað að vorkenna Verbal Kint. Ég var eiginlega búinn að gleyma þeim möguleika að hann gæti verið Keyser Söze.

Eins og ég segi, snyrtilega gert og mjööög gott plot. :)

****/*****

Hér má sjá einhverskonar youtube-montage um Keyser Söze.
Hér er bara endirinn á myndinni. (sniilld!)
Hér er trailerinn.

Tuesday, January 19, 2010

Sherlock Holmes



Ég skellti mér, heldur óvænt, á Sherlock Holmes í gærkvöldi. Myndin var sýnd í ótrúlega pökkuðum Sal 2 Sambíóanna Álfabakka og greinilegt að það er mikið bíó-season í gangi akkúrat núna með blockbusterana Avatar og Bjarnfreðarson, Mömmu Gógó og þessa mynd... hvað var ég aftur að tala um?

Allavegana. Myndin var stórskemmtileg satt best að segja. Sherlock Holmes var settur fram sem ótrúlega nettur og töff karakter. Hann og félagi hans, læknirinn Watson, eru ofur-töff teymi sem leysir glæpi í Lundúnarborg. Þeir eru báðir miklir raunsæismenn og eru því ansi vantrúaðir þegar vondi kallinn í myndinni, Blackwood, byrjar að galdra á fullu. Hann er dularfullur maður sem margir óttast. Sherlock og félagar komast þó að því að ekki er allt sem sýnist með þennan "yfirnáttúrulega" svartagaldramann.



Myndin er svolítið eins og James Bond mynd sem gerist í gamla daga. Og James Bond-inn er miklu meira töff. Og sjúklega klár. Ég einfaldlega elska svona sjúklega óraunsæ CSI-moment þar sem söguhetjan okkar þefar út í loftið og fattar hver stendur fyrir aftan hann, eða tekur eftir því að manneskjan sem hann er að tala við er kennari vegna þess að hún er með smá blekblett á eyranu. Og það er sko nóóóg af þannig mómentum í Sherlock Holmes. Holmes er einhverskonar snillingur og fáránlega góður í því að lesa fólk. Hann þarf ekki nema að líta aðeins á manneskju og þá veit hann hver hún er, hvaðan hún kemur og hvað hún gerir. Vá, hvað það er töff!


Kjeeellinn með pípuna sko!

Það er gaman að spá í senu-útfærslunum í myndinni. Þ.e. notkun á hreyfingum leikara frekar en klippinga, en hún er af afar skornum skammti. Ég fæ það svolítið á tilfinninguna að kvikmyndaleikstjórar nú til dags séu meira fyrir það að klippa bara ótrúlega oft á milli, frekar en að reyna að útfæra senuna leiklega þannig að færri klippinga sé þörf. Þetta getur oft verið skemmtilegt, sérstaklega í spennandi senum þar sem hraðar klippingar auka spennu. En fátt finnst mér skemmtilegra en rólegar senur sem eru lítið sem ekkert klipptar, og þá frekar útfærðar skemmtilega með myndavélahreyfingum eða tilfærslu leikara.

Allt í allt var myndin hin besta afþreying, og jafnvel stiginu fyrir ofan það. Hún var vel gerð og ekkert allt of klisjukennd. Það fór að minnsta kosti ekki í taugarnar á mér, ég skemmti mér konunglega. Ég er líka svolítið mikið fyrir svona "galdra" og hluti sem virðast vera yfirnáttúrulegir en reynast síðan ekki vera það.

**** / *****