Tuesday, January 19, 2010

Sherlock Holmes



Ég skellti mér, heldur óvænt, á Sherlock Holmes í gærkvöldi. Myndin var sýnd í ótrúlega pökkuðum Sal 2 Sambíóanna Álfabakka og greinilegt að það er mikið bíó-season í gangi akkúrat núna með blockbusterana Avatar og Bjarnfreðarson, Mömmu Gógó og þessa mynd... hvað var ég aftur að tala um?

Allavegana. Myndin var stórskemmtileg satt best að segja. Sherlock Holmes var settur fram sem ótrúlega nettur og töff karakter. Hann og félagi hans, læknirinn Watson, eru ofur-töff teymi sem leysir glæpi í Lundúnarborg. Þeir eru báðir miklir raunsæismenn og eru því ansi vantrúaðir þegar vondi kallinn í myndinni, Blackwood, byrjar að galdra á fullu. Hann er dularfullur maður sem margir óttast. Sherlock og félagar komast þó að því að ekki er allt sem sýnist með þennan "yfirnáttúrulega" svartagaldramann.



Myndin er svolítið eins og James Bond mynd sem gerist í gamla daga. Og James Bond-inn er miklu meira töff. Og sjúklega klár. Ég einfaldlega elska svona sjúklega óraunsæ CSI-moment þar sem söguhetjan okkar þefar út í loftið og fattar hver stendur fyrir aftan hann, eða tekur eftir því að manneskjan sem hann er að tala við er kennari vegna þess að hún er með smá blekblett á eyranu. Og það er sko nóóóg af þannig mómentum í Sherlock Holmes. Holmes er einhverskonar snillingur og fáránlega góður í því að lesa fólk. Hann þarf ekki nema að líta aðeins á manneskju og þá veit hann hver hún er, hvaðan hún kemur og hvað hún gerir. Vá, hvað það er töff!


Kjeeellinn með pípuna sko!

Það er gaman að spá í senu-útfærslunum í myndinni. Þ.e. notkun á hreyfingum leikara frekar en klippinga, en hún er af afar skornum skammti. Ég fæ það svolítið á tilfinninguna að kvikmyndaleikstjórar nú til dags séu meira fyrir það að klippa bara ótrúlega oft á milli, frekar en að reyna að útfæra senuna leiklega þannig að færri klippinga sé þörf. Þetta getur oft verið skemmtilegt, sérstaklega í spennandi senum þar sem hraðar klippingar auka spennu. En fátt finnst mér skemmtilegra en rólegar senur sem eru lítið sem ekkert klipptar, og þá frekar útfærðar skemmtilega með myndavélahreyfingum eða tilfærslu leikara.

Allt í allt var myndin hin besta afþreying, og jafnvel stiginu fyrir ofan það. Hún var vel gerð og ekkert allt of klisjukennd. Það fór að minnsta kosti ekki í taugarnar á mér, ég skemmti mér konunglega. Ég er líka svolítið mikið fyrir svona "galdra" og hluti sem virðast vera yfirnáttúrulegir en reynast síðan ekki vera það.

**** / *****


1 comment:

  1. Jamm, ég þarf að kíkja á þessa. Ef hún gengur vel, þá er aldrei að vita nema að þeir geri þetta að franchise-i eins og Bond... Þá hefur Robert Downey jr. líklegast engan tíma til þess að leika í nokkru öðru en Iron Man og Sherlock Holmes framhaldsmyndum...

    Eitt sem við komum inn á þegar við ræðum hasarsenur (það er einn kaflinn í FDF), er að í mörgum hasarsenum í Hollywood er reynt að búa til spennu og hasar með því að klippa bara ógeðslega mikið þannig að áhorfandinn veit varla hvað var að gerast, en í Hong Kong eru hasarsenurnar vandlega kóreógraferaðar, og þeir gæta sín alltaf á því að áhorfandinn sjái hvað er að gerast.

    Fín færsla. 6 stig.

    ReplyDelete