Sunday, January 31, 2010
Hidden (Caché)
Ég og Binni vorum að horfa á hina frönsku mynd Caché. Og bara svona vegna þess að klukkan er korter í febrúar þá ákvað ég að blogga örstutt um þessa mynd, sem ég myndi ábyggilega ekki gera undir venjulegum kringumstæðum... En lát reyna.
Til að byrja með, þá sofnaði Binni þegar hálftími var liðinn af myndinni og ég blame-a hann ekkert fyrir það, myndin er FÁRÁNLEGA hæg og lengi að gerast. Ef ég hefði ekki vaknað um hádegi í dag og verið nýbúinn að borða nammi hefði ég örugglega sofnað eins og Binni, og það hefði verið soldið kósí... Svona tveir strákar, einir heima... að kúra í sófa...
Allavegana. Myndin! Hún var... áhugaverð. Ég get ekki sagt að ég hafi skemmt mér við áhorfið, ja, mér leiddist eiginlega bara frekar mikið. En MARGT í henni var mjög flott. Eins og ég sagði var hún alveg óþægilega hæg og atburðarásin sleeeeefaði hægt og rólega í gang... Myndin var uppfull af fáránlega löngum skotum, sem var alveg ótrúlega flott og senurnar voru greinilega mjög vel æfðar, bara svona alveg eins og í leikhúsinu! Ég fílaði það í tætlur.
Leikararnir voru líka alveg fáránlega góðir. Daniel Auteuil, aðalleikarinn sem er ekki einusinni með mynd af sér á IMDB, var ótrúlega sannfærandi og konan sem lék konu hans var ekkert verri. Maurice Bénichou, sem leikur Majid, var líka sjúklega góður. Það var eflaust krefjandi fyrir leikarana að halda út svona löngum senum, en oftar en ekki héldust senurnar algjörlega óklipptar. Leikarahópurinn fær allavegana lof í hattinn frá mér.
Það fær hinsvegar ekki sá sem samdi söguna. Sagan sem sögð er í myndinni fannst mér alveg gjörsamlega stórskrítin. Hún byrjaði ótrúlega spennandi og eitthvað virtist vera að fara að gerast. En svo bara... gerðist ekkert! Og myndin endaði meira að segja með nokkrar spurningar ósvaraðar! Þegar kreditlistinn byrjaði að rúlla hrökk greyið Binni upp við "WHAT!?" öskrið í mér. Ég skiiiiiil ekki afhverju myndin endaði þarna. Og ég skiiiiiiiiil ekki hvað hún átti að skilja eftir og ég skiiiiiiiil ekki... neitt.
Ég horfði aðeins á viðtal við leikstjórann, sem boðið var uppá á DVD-disknum, og komst að því að myndin á að fjalla um það hvernig við dílum við sektarkennd... og eitthvað svoleiðis. En ég bara skil ekki (fyrir þá sem hafa séð myndina) HVAÐA FOKKING SEKTARKENND? Hann gerði ekki NEITT! Hann var SEX ÁRA og fékk Majid til að höggva höfuðið af hana! Só fokking What!? Hann var SEX ÁRA?
Í stuttu máli sagt þá náði ég ekki alveg tengingu við þessa "sektarkennd" sem aðalkarakter myndarinnar átti að vera að díla við... Kannski skil ég þetta þegar ég verð eldri... Ojæja...
**/*****
Trailerinn má sjá HÉR
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Já, ég verð að játa að ég skildi hana ekki heldur. Það hlýtur samt að vera eitthvað í gangi þarna, því hún er á topplista ansi margra yfir bestu myndir áratugarins!
ReplyDeleteÞað er samt einhvern veginn meira vit í því að þetta hafi ekki snúist um þessi blessuðu myndbönd, því þeirri spurningu er aldrei svarað (af hverju ætti sonur Majids að hafa tekið upp þessi myndbönd í samstarfi við son aðalpersónunnar?) Kannski áttu myndböndin að hvetja aðalpersónuna til sjálfsskoðunar, og þá áttaði hann sig á sektarkenndinni sem hafði þjakað hann öll þessi ár... Ég veit það ekki.
Margir eru þeirrar skoðunar að Michael Haneke sé besti starfandi leikstjórinn í heimi. Ég sé það ekki.
7 stig.