Wednesday, January 27, 2010

The Usual Suspects (1995)



Ég horfði á The Usual Suspects í gær. Þessi þekkti krimmi hefur fengið hvorki meira né minna en einkunnina 8.7 á imdb og hlaut heilan helling af verðlaunum á sínum tíma. Meðal annars tvenn Óskarsverðlaun fyrir besta leikarann (Kevin Spacey) og besta handritið.

Myndin fjallar um fimm glæpamenn sem eru leiddir saman af hinum dularfulla Keyser Söze til þess að vinna ákveðið verkefni. Stærsta ráðgátan felst í því hver fyrrnefndur Keyser Söze er, og hvort hann er á annað borð til, og eins og í öllum góðum ráðgátum kemur það ekki í ljós fyrr en alveg í blálokin.



Mér fannst frammistaða Kevins Spacey, og já, bara flestallra leikaranna í myndinni, alveg stórkostleg. Handritið var líka snyrtilega unnið og sagan var skemmtilega sögð. Afturhvörf í tíma og misvísandi sögur gerðu áhorfandann vel ringlaðan en sú flækja var skemmtilega leyst í lokin. Þannig fíla ég. Svona myndir sem eru sjúklega f***ed og ruglingslegar en svo skýrist allt í lokin, svolítið eins og Eternal Sunshine of the Spotless Mind, hún er algjört æði! ;)

Ég get eiginlega ekkert sett út á myndina. Hún var frábær afþreying og vel gerð leikstjórnar-, leik- og tæknilega.


*****SPOILER ALERT!!! LESIÐ ÁFRAM EF ÞIÐ HAFIÐ SÉÐ USUAL SUSPECTS*****

Mér fannst líka aaaaalgjör snilld að Verbal Kint hafi allan tímann verið Keyser Söze. Algjör F'ing snilld! Mann grunaði nú alltaf allan tímann smá að eitthvað meira lægi að baki þessum karakter... En á þeim stað í myndinni þar sem þetta var uppljóstrað var ég eiginlega bara kominn á þann stað að vorkenna Verbal Kint. Ég var eiginlega búinn að gleyma þeim möguleika að hann gæti verið Keyser Söze.

Eins og ég segi, snyrtilega gert og mjööög gott plot. :)

****/*****

Hér má sjá einhverskonar youtube-montage um Keyser Söze.
Hér er bara endirinn á myndinni. (sniilld!)
Hér er trailerinn.

1 comment:

  1. Ég sá þessa í bíó á sínum tíma og fannst hún þá alveg brilljant. En ég hef lengi verið að pæla í því hvort maður eigi að sjá hana aftur. Stendur hún undir öðru áhorfi? Verður hún ekki bara pínu ómerkileg þegar maður veit sannleikann? Svona myndir þar sem lokatwistið er algjört mindfuck (Sixth Sense er annað dæmi) eru kannski ekkert allt of enduráhorfanlegar...

    6 stig.

    ReplyDelete