Herranótt stóð í fjáröflun í gær og í fyrradag (sunnudag og mánudag) þar sem Herranæturstjórn fékk það verkefni að safna saman 150-200 manns til þess að leika í auglýsingu stórfyrirtækis, sem vill alveg örugglega ekki láta nafns síns getið á alnetinu. Það fór svo þannig að 100 manns mættu eiturhress í Laugardalshöllina á sunnudagsmorguninn, grunlaus um hinn eilífa dag sem var þeim fyrir höndum.
Ég held að hverjum einast einstaklingi í þessum hundrað manna hópi hafi smám saman orðið fullljóst hvað leikur í kvikmyndum/leikritum snýst aðallega um: Að bíða. Kameru- og ljósamennirnir, leikstjórinn og útlitskonurnar vönduðu sig alveg hreint skuggalega mikið við uppsetningu á tökum og bitnaði það oftar en ekki á statistunum sem eyddu heilu klukkustundunum í kaffistofunni, bíðandi í örvæntingu.
Í fyrstu senu dagsins átti að líta út fyrir að Laugardalshöllin væri full af fólki frá gólfi upp í loft. Einhvernveginn svona:
Til þess að taka það upp hefði þurft í kring um 5-10.000 manns, en við vorum bara 100. Hvað var þá til ráða? Jú. Vegna þess að fólkið hjá auglýsingastofunni var svo sniðugt kunnu þau á einhverskonar layer-tækni (einhverskonar advanced útgáfu af split-screen) þannig að þau stilltu upp tveimur camerum sem voru kyrrar á sama stað allan tímann á meðan 100 manna hópurinn skiptist á að færa sig á milli staða í stúkunni og tryllast úr gleði. Það verður svo hausverkur post-production sérfræðinganna að púsla öllum þessum tökum (kannski 30-40 tökum) saman.
Að þessum hluta loknum (eftir sirkabát 4-5 klst. vinnu) fór statistahópurinn í pásu sem entist í uþb. tvær klukkustundir. Það kominn ansi mikill pirringur í hópinn af allri biðinni þegar hann var loksins kallaður aftur inn í íþróttasal, og þá skýrðist það afhverju pásan hafði verið svona löng. Inni í íþróttasalnum hafði RISAstórum Green-screen verið komið fyrir á miðjum íþróttavellinum og ljósamennirnir voru í óðaönn að fulllýsa teppið.
Þegar lýsingarvinnunni var lokið hófst hópurinn handa við að taka upp hópsenur á green-screeninu og lauk þeirri vinnu uppúr kl. 20:00. Síðustu statistunum var síðan leyft að fara kl. 21:00, eftir ellefu klukkustunda vinnudag.
Þrátt fyrir mikla vinnu og leiðindabið virtust flestir statistarnir vera sáttir við sinn hlut. Það var í raun magnað að sjá hversu margir nenntu að hanga í Laugardalshöllinni í heilan dag. Upplifunin að verða vitni að og fá að taka þátt í alvöru kvikmyndapródúksjón var eflaust helsti drifkraftur flestra þennan langa dag. Enda alltaf gaman að gægjast á bakvið tjöldin í atvinnu kvikmyndagerð og fá að sjá hversu mikil vinna það er að framleiða auglýsingu sem kemur síðan í nokkrar sekúndur í sjónvarpinu! :)
Monday, November 2, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hljómar skemmtilega ... en samt ekki. Hlakka til að sjá auglýsinguna.
ReplyDeleteGóð færsla. Og vel að verki staðið að safna 100 manns í eitthvað svona. Þið í Herranæturstjórn hafið greinilega mikinn sannfæringarkraft.
6 stig.