Ég horfði á tvær bíómyndir um daginn, ég ætla þó að láta kyrrt liggja að blogga um aðra þeirra. Sú hét "Epic Movie" og var ein lélegasta spoof-mynd sem ég hef séð á ævinni. Hún blandaði saman myndum eins og Narnia, Harry Potter, Willy Wonka and the Chocolate Factory, Da Vinci Code og ólíklegustu hlutum eins og MTV Cribs og Rapp-tónlistarmyndböndum... Djöfull var hún hræðileg.
Hin myndin, Year One, var þó öllu skárri.
Myndin fjallar um tvo glataða frumbyggja. Zed er misheppnaður veiðimaður og Oh er aumkunarverður safnari og saman búa þeir í litlum ættbálki í skógi. Nánari staðsetning þorpsins þeirra, og raunar allrar atburðarrásarinnar, kemur aldrei fram en myndin gerist á ótrúlega mörgum og mismundandi stöðum. Year One er í raun bara ein stór staðreyndavilla og framleiðendur myndarinnar eru sennilega ekkert að reyna að gera sannsögulega mynd.. sem er líka bara fínt. Og kómískt.
En semsagt, Zed er útskúfaður úr þorpinu eftir að hann borðar forboðinn ávöxt af forboðna trénu og Oh ákveður að fylgja honum í mikla ævintýraför. Á för sinni má eiginlega segja að þeir fari yfir nokkur skeið í mannkynssögunni. Fyrsta fólkið sem þeir hitta eru einhverskonar bændur, þeir fylgja einum bóndanum í einhvern bæ og þar eru þeir seldir í þrældóm. Sagan endar síðan einhversstaðar á Rómar-tímabilinu.. Eins og ég segi, ein stór staðreyndavilla.
Gamli forboðni!
Ég er hættur að nenna að tala um tæknilega framkvæmd Hollívúdd kvikmynda. Þær eru allar eins gerðar og allar bara mjög vel gerðar. Það er ekkert sem kemur á óvart og ekkert sem er hræðilega lélegt.. Ég man ekki eftir neinu frumlegu skoti í myndinni eða skemmtilegri útfærslu, myndin var, eins og allar myndir af þessari gerð, bara mjög venjulega unnin tæknilega.
Helstu leikarar eru ágætir, Jack Black og Michael Sera eru frábærir leikarar en ekki alveg uppá sitt besta í þessari mynd. Að mínu mati. Maður er eiginlega (því miður) kominn með pínu ógeð á Jack Black og töktunum hans. Hann er einn af þessum grínleikurum sem eru alltaf eins og skemmtunin sem felst í nýjum myndum með honum eru skrítnu karakterarnir sem hann leikur, en er samt alltaf eins. Gott dæmi um svona leikara er Jim Carrey, sem leikur lögfræðing, The Mask, The Grinch og Ace Ventura... alveg eins! Og það er alltaf jafn fyndið.. en þreytist jafn fljótt og það varð gaman.
Brandararnir í myndinni voru margir hverjir ansi góðir, en allt of margir bara náðu ekki alveg til mín. Handritið var að sjálfsögðu afskaplega heimskulegt, og myndin í heild var bara heimskuleg. Eiginlega of heimskuleg. Og það er aldrei jákvætt. Ekki einusinni fyrir grínmynd með Jack Black.
Á heildina litið átti Year One sína spretti, en olli samt svolitlum vonbrigðum. Ég, verandi Jack Black aðdáandi (í dvínun...) bjóst við meiru.
Hér má sjá atriði úr myndinni:
Saturday, November 21, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 stig.
ReplyDeleteOg þá ertu kominn með kvótann.