Ég fór ekki á neina mynd á RIFF í dag, svo ég ákvað bara að henda inn þessari færslu sem ég byrjaði á um daginn og kláraði aldrei. Voilá !
Ég horfði á Good Will Hunting áðan. Kvikmyndin er skrifuð af Ben Affleck og Matt Damon, þeir leika báðir í myndinni og átti hún stóran hlut í því að henda þeim inn í sviðsljósið í Hollívúdd. Myndin hefur unnið fjöldan allan af verðlaunum og ber þar helst að nefna tvenn Óskars-verðlaun árið 1998 fyrir besta handritið og besta leikara í aukahlutverki (Robin Williams) og Golden Globe-verðlaun sama ár fyrir besta handritið.
Myndin fjallar um vandræðaunglinginn Will Hunting sem vinnur við ræstingar í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT). Í frístundum sínum slæpist hann með vinum sínum, drekkur bjór og lendir í slag. Þrátt fyrir skort á námi og lélegt uppeldi er Will bráðgáfaður. Hann hefur lesið heilan helling af bókum og á í litlum erfiðleikum með að leysa stærðfræðidæmi sem kennarar í Tækniskólanum hafa barist við í mörg ár. Þegar Gerald Lambeau, kennari við skólann uppgötvar hæfileika Wills tekur hann drenginn að sér og hjálpar honum úr fangelsi með þeim skilyrðum að Will hitti Gerald einu sinni í viku, auk þess þarf hann að hitta sálfræðing. Gerald verður agndofa yfir hæfileikum Wills en tímarnir með sálfræðingunum ganga öllu verr. Það er ekki fyrr en Gerald kallar til fyrrverandi skólafélaga sinn, Sean Maguire að Will Hunting byrjar að opna sig hjá sálfræðingnum. Sean og Will koma úr sama hverfi og eiga svipaðan bakgrunn, þannig nær Sean til hans og nær árángri. Þeir ræða saman um lífið og tilveruna, misheppnað ástarsamband Wills við bresku Harvard-stelpuna Skylar, sem elskar Will afar heitt og vill fá hann með sér til Kaliforníu, þangað sem hún er á leið í nám. Will er hinsvegar svo andlega fucked-up að hann óttast ekkert meira en höfnun og kýs því að hafna fólki áður en því gefst þess kostur. Þess vegna segist hann ekki elska Skylar og sendir hana eina og grátbólgna til Kaliforníu.
Myndin er ofboðslega falleg saga af stráki sem á ömurlegt líf, hefur verið beittur ofbeldi sem barn og er varanlega skemmdur vegna þess og manni sem reynir að komast inn í huga hans, með góðu eða illu. Samskipti Matt Damon og Robin Williams í myndinni eru hreinlega gullfalleg og ótrúlega vel uppbyggð. Það eru líka margar góðar pælingar í myndinni. Will er of gáfaður til þess að vinna sem verkamaður í úthverfi eins og vinir hans stefna á í framtíðinni, en samt er það það eina sem hann vill, hann hefur engan áhuga á að eyða lífinu í að leysa stærðfræðidæmi. Hinsvegar væri það algjör óvirðing við vini hans, sem myndu allir vilja losna úr sínu venjulega lífi og verða ríkir, að yfirgefa þá ekki. Þeir vilja að hann fari og geri góða hluti við líf sitt, hafandi þennan hæfileika.
Handrit myndarinnar er vel skrifað og ég skil fullkomlega hvernig þessi mynd gat ýtt Matt Damon og Ben Affleck fram á sjónarsviðið.
Já, stórskemmtileg og vel gerð mynd á allan hátt. Hún er vel leikin og vel gerð. Mæli með þessari!
Hér má sjá stórskemmtilega senu úr myndinni sem lýsir karakter Wills ansi vel.
Monday, September 21, 2009
RIFF - dagur 4... held ég
Koma er hundleiðileg austurrísk mynd um mann sem stundar Sadó-masó kynlíf í frístundum sínum með vændiskonu og tekur það upp á myndband. (Athugið á þessum tímapunkti að ég mun spoila allri myndinni í næstu setningum, en þar sem að ég geri ekki ráð fyrir því að þú, lesandi, munir hafa nokkurn áhuga á að sjá þessa mynd eftir lesninguna, þá er mér alveg sama.) Já, hann Hans er semsagt laumuperri sem lendir óvart í því að lemja vændiskonuna sína aðeins of mikið svo hún gerist óhæf til samskipta og þarf að vera í hjólastól. Einhvernveginn ratar svo myndbandið af óhappinu á internetið og þaðan í hendur sonar Hanss (sem hefur þó enga hugmynd um að pabbi sinn sé maðurinn í myndbandinu). Einhvernveginn ratar myndbandið svo í afmælispakkann hans Hans (hehe) frá syni sínum (já, ég veit. Fáránlegt) og hann sér myndbandið og heldur að sonur hans viti að þetta var hann. Svo Hans fer að heiman til að leita að hórunni sem hann drap næstumþví til þess að hlúa að henni. Svona. Nú er ég búinn að þylja upp söguþráðinn í myndinni. Ekki fara á hana. Plís.
Myndin var óbærilega leiðinleg og... eiginlega bara skrítin. Það var engin tónlist í myndinni, sem var reyndar vel útskýrt af leikstjóranum.. Wüst eitthvað. Hann sagði að hann vildi ekki setja tónlist í myndirnar sínar til þess að ákveða ekki fyrir fólk hvernig því ætti að líða. Hann vildi bara setja senur og leyfa fólki að ráða hvaða tilfinningar vöknuðu við þær senur. Ókei. Ég samþykki það svosem alveg...
En myndin var samt alveg ógeðslega leiðileg. Hún var fáránlega hæg. Sumar senurnar ætluðu AAAAAAAALDREI að enda og sum skot voru einfaldlega óklippt samtal á milli tveggja einstaklinga, með tilheyrandi páaáásum og leiðindum.
Hvað varðar tæknimál, þá fékk ég oft kjánahroll og fannst eins og ég væri að horfa á maraþonmynd uppi á Hátíðarsal. Myndavélin hristist.. myndavélin var skökk (og þá er ég ekki að tala um Dutch tilt... heldur bara skökk. Og ljót.) og hljóðvinnsla var ekkert spes. Einu hugsanlegu ljósu punktarnir í myndinni voru annars vegar sumir leikaranna og hins vegar sagan sjálf. Aðalleikarinn var allavegana góður, og konan sem lég konuna hans var líka bara frekar góð. Og þessi saga er mjög áhrifarík og flott. En það pirraði mig alveg ótrúlega mikið að vita að gerendur myndarinnar Koma fóru ILLA með ÁGÆTIS sögu.
Ohhh.. Ég ætla að hætta að hugsa um þessa mynd.
Bæ
Myndin var óbærilega leiðinleg og... eiginlega bara skrítin. Það var engin tónlist í myndinni, sem var reyndar vel útskýrt af leikstjóranum.. Wüst eitthvað. Hann sagði að hann vildi ekki setja tónlist í myndirnar sínar til þess að ákveða ekki fyrir fólk hvernig því ætti að líða. Hann vildi bara setja senur og leyfa fólki að ráða hvaða tilfinningar vöknuðu við þær senur. Ókei. Ég samþykki það svosem alveg...
En myndin var samt alveg ógeðslega leiðileg. Hún var fáránlega hæg. Sumar senurnar ætluðu AAAAAAAALDREI að enda og sum skot voru einfaldlega óklippt samtal á milli tveggja einstaklinga, með tilheyrandi páaáásum og leiðindum.
Hvað varðar tæknimál, þá fékk ég oft kjánahroll og fannst eins og ég væri að horfa á maraþonmynd uppi á Hátíðarsal. Myndavélin hristist.. myndavélin var skökk (og þá er ég ekki að tala um Dutch tilt... heldur bara skökk. Og ljót.) og hljóðvinnsla var ekkert spes. Einu hugsanlegu ljósu punktarnir í myndinni voru annars vegar sumir leikaranna og hins vegar sagan sjálf. Aðalleikarinn var allavegana góður, og konan sem lég konuna hans var líka bara frekar góð. Og þessi saga er mjög áhrifarík og flott. En það pirraði mig alveg ótrúlega mikið að vita að gerendur myndarinnar Koma fóru ILLA með ÁGÆTIS sögu.
Ohhh.. Ég ætla að hætta að hugsa um þessa mynd.
Bæ
Saturday, September 19, 2009
RIFF - dagur 3
Jæja, myndir dagsins voru þrjár talsins: Dead Snow, North og Miðnæturbíó nr. 1.
Dead Snow (2009)
Dead Snow er splatter-mynd sem fjallar um hóp læknanema sem fara saman í bústað í Noregi í páskafríinu sínu. Klassískari gerist söguþráðurinn í hryllingsmynd ekki... Dalurinn sem bústaðurinn þeirra stendur í á sér afar vafasama fortíð, en þar eiga Nasistar að hafa falið sig fyrir ofsóknum innfæddra í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Undir stjórn liðsforingjans Herzog flúðu þeir með lítinn fjársjóðs-ránsfeng upp í fjöll og dóu þar. Í dag hafa ljótu vondu nasistarnir samt snúið aftur... SEM UPPVAKNINGAR!
Myndin var ótrúlega skemmtileg, góð afþreying. Hún var ótrúlega ógeðsleg og mjög spennandi á köflum. Það sem myndin hafði fram yfir... Til dæmis RWWM var að hún gekk miklu lengra og var fyrir vikið ógeðslega fyndin! Það dóu (að sjálfsögðu) ALLIR karakterarnir og hver öðrum skrautlegar. Svo var líka óendanlegur fjöldi af nasista-uppvakningum drepinn og það var gaman að sjá hvað gerendur myndarinnar skemmtu sér við að ganga fram af áhorfandanum... Eða gefa honum hláturskast með því að finna nýjar og frumlegar leiðir til þess að drepa uppvakninga. Stórskemmtilegt.
Leikurinn í myndinni var alveg hreint ágætur... Hann krafðist reyndar ekki mikils af leikurunum. Karaktersköpun var af skornum skammti, við fengum að sjá eitt rosalega ástfangið par, fyndna gaurinn og feita gaurinn, svo vissum við að þau væru læknanemar... Annað vissum við varla um persónurnar, en það kom ekki að sök. Annars var handritið bara mjög klassískt hryllingsmyndahandrit. Líkt og í RWWM var hópurinn losaður við fólkið sem kunni mest á aðstæðurnar, um leið og hremmingarnar hófust. En strákurinn sem átti bústaðinn fór í burtu (GOSH!) á vélsleðanum sínum til þess að leita að kærustunni sinni. Þar með tókst handritshöfundinum að losa kofann við eina farartækið og eina manninn sem kunni á eitthvað í bústaðnum!
Tæknilega hliðin var mjög góð. Myndataka og hljóð truflaði ekki vitund og tónlistin var afar góð og mood-setting. Það sem skaraði framúr í myndinni voru gervin, uppvakningagervin og allt gerviblóðið, gerviútlimirnir og innyflin! :D Nææææs
Allt í allt, stórskemmtileg og spennandi afþreying.
North (2009)
North fjallar um skíðalyftuvörðunn Jomar sem býr í skíðalyftuhúsi. Hann er með einhverskonar stress-sjúkdóm (hjálp Siggi Palli?) og er kominn með algjörlega nóg af vinnunni sinni. Hann hafði átt konu en hún skildi við hann vegna sjúkdómsins (var það kannski þunglyndi? ég man ekki..) og hún hafði byrjað með vini hans. Núna, nokkrum árum seinna fréttir hann af því að konan hans eigi fjögurra ára son og að hann sjálfur sé faðirinn. Jomar ákveður að leggja af stað í ferðalag norður í pínulitla þropið sem fyrrverandi konan hans býr til þess að hitta son sinn. Hann skilur allt eftir og tekur bara með sér einn vélsleða og nóg af landa! Á ferð sinni kynnist hann svo mörgum skemmtilegum persónum og stelur sér mat og hvaðeina...
Allt í allt var myndin ágætis skemmtun. Hún var svolítið hæg fyrir minn smekk en átti algjörlega sína spretti. Aðalpersónan Jomar var afar vel túlkaður og það sama má segja um hommafóbistastrákinn sem hann hitti í einu húsinu sem hann kom við í. Samskipti þeirra voru ótrúlega fyndin og skemmtileg.
Jájá. Bara fín mynd. Jájá.
Miðnæturmyndirnar voru tvær: Fyrst kom stuttmyndin Short Cut (ég fann nákvæmlega ekki neitt um hana á netinu) og síðan var það kvikmyndin Deadgirl.
Short Cut (?) var súrrealísk stuttmynd um dverg sem starfaði (held ég) sem blaðamaður. Hann átti undarlegan vin sem borðaði fólk og framkvæmdi undarlegar aðgerðir á þeim. Litli dvergurinn var skotinn í stórri konu sem átti hrokafullan kærasta sem var of kúl fyrir lífið. Kærasti hennar gerði dvergnum lífið leitt þangað til creepy mannætuvinurinn og aðstoðarmaður hans tóku ráðin í sínar hendur.
Myndin var í ótrúelga skemmtilegum stíl. Hún var frekar súrrealískt útlítandi og þannig var allt umhverfi einhvernveginn ýkt. Tunglið var ristastórt, skrifborð dvergsins var pínulítið.. og svo framvegis.. Stórskemmtileg stuttmynd.
Deadgirl (2008)
Jáhá. Þá er komið að Deadgirl. Frábært.
Myndin fjallar um tvo unglinspilta (þeir eiga að vera sextán ára, ef ég man rétt) sem finna fokking lifandi konu, bundna við borð, í risastóru húsi sem var eitt sinn geðveikraspítali (minnir mig). Voða creepy og allt það, og það verður ennþá meira creepy þegar þeir átta sig á því að konan er ódrepandi! Ótrúlegt! Í staðinn fyrir að hlaupa í burtu eða hringja í lögregluna ákveða þeir að "eiga hana" og nota sem kynlífsþræl.
... 0_o
Bíddu bíddu bíddu bíddu... ha?
Ég sagði: Í staðinn fyrir að hlaupa í burtu eða hringja í lögregluna ákveða þeir að "eiga hana" og nota sem kynlífsþræl.
... já já.
Myndin var svosem allt í lagi skemmtileg. Hún var samt eiginlega bara fáránlega óraunsæ og fáránleg. Hún var alveg vel gert og allt það, en ég keypti hana ekki.
Eitt tæknilegt atriði sem fór í taugarnar á mér var fáránleg ofnotkun á crossfade. Úff. Það var nánast ekki ein senuskipting í myndinni sem innihélt ekki crossfade. Ótrúlega leiðinlegt transition ef það er notað of mikið eða ekki notað rétt. Oooofur-hægt slow mo crossfade finnst mér líka oftast ótrúlega pirrandi... Fokk nennirðu ekki bara að sýna mér næsta skot? Mig langar ekkert að sjá skotið sem ég var að sjá blandast saman við skotið sem ég var að horfa á! Fokk. Æj, kannski er það bara ég...
Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í þessa mynd, sem var alveg ágætis afþreying eftir allt saman... Jájá. Fáum eitt screenshot svona í lokin:
FÁRÁNLEEEEEEEEGT!
Dead Snow (2009)
Dead Snow er splatter-mynd sem fjallar um hóp læknanema sem fara saman í bústað í Noregi í páskafríinu sínu. Klassískari gerist söguþráðurinn í hryllingsmynd ekki... Dalurinn sem bústaðurinn þeirra stendur í á sér afar vafasama fortíð, en þar eiga Nasistar að hafa falið sig fyrir ofsóknum innfæddra í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Undir stjórn liðsforingjans Herzog flúðu þeir með lítinn fjársjóðs-ránsfeng upp í fjöll og dóu þar. Í dag hafa ljótu vondu nasistarnir samt snúið aftur... SEM UPPVAKNINGAR!
Myndin var ótrúlega skemmtileg, góð afþreying. Hún var ótrúlega ógeðsleg og mjög spennandi á köflum. Það sem myndin hafði fram yfir... Til dæmis RWWM var að hún gekk miklu lengra og var fyrir vikið ógeðslega fyndin! Það dóu (að sjálfsögðu) ALLIR karakterarnir og hver öðrum skrautlegar. Svo var líka óendanlegur fjöldi af nasista-uppvakningum drepinn og það var gaman að sjá hvað gerendur myndarinnar skemmtu sér við að ganga fram af áhorfandanum... Eða gefa honum hláturskast með því að finna nýjar og frumlegar leiðir til þess að drepa uppvakninga. Stórskemmtilegt.
Leikurinn í myndinni var alveg hreint ágætur... Hann krafðist reyndar ekki mikils af leikurunum. Karaktersköpun var af skornum skammti, við fengum að sjá eitt rosalega ástfangið par, fyndna gaurinn og feita gaurinn, svo vissum við að þau væru læknanemar... Annað vissum við varla um persónurnar, en það kom ekki að sök. Annars var handritið bara mjög klassískt hryllingsmyndahandrit. Líkt og í RWWM var hópurinn losaður við fólkið sem kunni mest á aðstæðurnar, um leið og hremmingarnar hófust. En strákurinn sem átti bústaðinn fór í burtu (GOSH!) á vélsleðanum sínum til þess að leita að kærustunni sinni. Þar með tókst handritshöfundinum að losa kofann við eina farartækið og eina manninn sem kunni á eitthvað í bústaðnum!
Tæknilega hliðin var mjög góð. Myndataka og hljóð truflaði ekki vitund og tónlistin var afar góð og mood-setting. Það sem skaraði framúr í myndinni voru gervin, uppvakningagervin og allt gerviblóðið, gerviútlimirnir og innyflin! :D Nææææs
Allt í allt, stórskemmtileg og spennandi afþreying.
North (2009)
North fjallar um skíðalyftuvörðunn Jomar sem býr í skíðalyftuhúsi. Hann er með einhverskonar stress-sjúkdóm (hjálp Siggi Palli?) og er kominn með algjörlega nóg af vinnunni sinni. Hann hafði átt konu en hún skildi við hann vegna sjúkdómsins (var það kannski þunglyndi? ég man ekki..) og hún hafði byrjað með vini hans. Núna, nokkrum árum seinna fréttir hann af því að konan hans eigi fjögurra ára son og að hann sjálfur sé faðirinn. Jomar ákveður að leggja af stað í ferðalag norður í pínulitla þropið sem fyrrverandi konan hans býr til þess að hitta son sinn. Hann skilur allt eftir og tekur bara með sér einn vélsleða og nóg af landa! Á ferð sinni kynnist hann svo mörgum skemmtilegum persónum og stelur sér mat og hvaðeina...
Allt í allt var myndin ágætis skemmtun. Hún var svolítið hæg fyrir minn smekk en átti algjörlega sína spretti. Aðalpersónan Jomar var afar vel túlkaður og það sama má segja um hommafóbistastrákinn sem hann hitti í einu húsinu sem hann kom við í. Samskipti þeirra voru ótrúlega fyndin og skemmtileg.
Jájá. Bara fín mynd. Jájá.
Miðnæturmyndirnar voru tvær: Fyrst kom stuttmyndin Short Cut (ég fann nákvæmlega ekki neitt um hana á netinu) og síðan var það kvikmyndin Deadgirl.
Short Cut (?) var súrrealísk stuttmynd um dverg sem starfaði (held ég) sem blaðamaður. Hann átti undarlegan vin sem borðaði fólk og framkvæmdi undarlegar aðgerðir á þeim. Litli dvergurinn var skotinn í stórri konu sem átti hrokafullan kærasta sem var of kúl fyrir lífið. Kærasti hennar gerði dvergnum lífið leitt þangað til creepy mannætuvinurinn og aðstoðarmaður hans tóku ráðin í sínar hendur.
Myndin var í ótrúelga skemmtilegum stíl. Hún var frekar súrrealískt útlítandi og þannig var allt umhverfi einhvernveginn ýkt. Tunglið var ristastórt, skrifborð dvergsins var pínulítið.. og svo framvegis.. Stórskemmtileg stuttmynd.
Deadgirl (2008)
Jáhá. Þá er komið að Deadgirl. Frábært.
Myndin fjallar um tvo unglinspilta (þeir eiga að vera sextán ára, ef ég man rétt) sem finna fokking lifandi konu, bundna við borð, í risastóru húsi sem var eitt sinn geðveikraspítali (minnir mig). Voða creepy og allt það, og það verður ennþá meira creepy þegar þeir átta sig á því að konan er ódrepandi! Ótrúlegt! Í staðinn fyrir að hlaupa í burtu eða hringja í lögregluna ákveða þeir að "eiga hana" og nota sem kynlífsþræl.
... 0_o
Bíddu bíddu bíddu bíddu... ha?
Ég sagði: Í staðinn fyrir að hlaupa í burtu eða hringja í lögregluna ákveða þeir að "eiga hana" og nota sem kynlífsþræl.
... já já.
Myndin var svosem allt í lagi skemmtileg. Hún var samt eiginlega bara fáránlega óraunsæ og fáránleg. Hún var alveg vel gert og allt það, en ég keypti hana ekki.
Eitt tæknilegt atriði sem fór í taugarnar á mér var fáránleg ofnotkun á crossfade. Úff. Það var nánast ekki ein senuskipting í myndinni sem innihélt ekki crossfade. Ótrúlega leiðinlegt transition ef það er notað of mikið eða ekki notað rétt. Oooofur-hægt slow mo crossfade finnst mér líka oftast ótrúlega pirrandi... Fokk nennirðu ekki bara að sýna mér næsta skot? Mig langar ekkert að sjá skotið sem ég var að sjá blandast saman við skotið sem ég var að horfa á! Fokk. Æj, kannski er það bara ég...
Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í þessa mynd, sem var alveg ágætis afþreying eftir allt saman... Jájá. Fáum eitt screenshot svona í lokin:
FÁRÁNLEEEEEEEEGT!
Friday, September 18, 2009
RIFF - dagur 2!
Ókei ég hef ótrúlega lítinn tíma.
Áðan fórum við á Born Without á RIFF og VÁ hvað myndin kom á óvart! Bókstaflega. Þið verðið ÖLL að fara á þessa mynd! Þið ÖLL sem lesið þetta blogg! ...öll...
Sko, tæknilega er myndin frekar illa gerð. Myndin er oft léleg og kameran hristist, hljóðvinnsla er frekar ömurleg fannst mér og myndin er ekki einusinni í widescreen! (HNEYKSL!)
En þessi saga, um þennan tónlistarmann/leikara sem fæddist sem dvergur með engar hendur og er búinn að eignast 7 börn... Vá sko... Lokahnykkurinn í myndinni er líka SVAÐALEGUR! Salurinn lá í hláturs/hneysklunarkasti síðasta korterið! Kíkið á þessa mynd! Þið munuð vonandi ekki sjá eftir því :)
Blogga betur næst, ég lofa
Thursday, September 17, 2009
RIFF - dagur 1
Jæja, þá er klukkan orðin 8 að kveldi fyrsta dags Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hátíðin hófst semsagt í dag, en formleg opnun hennar er í gangi AKKÚRAT NÚNA! Flippað. Þrátt fyrir skamman líftíma er ég nú þegar búinn að sjá 2 myndir á hátíðinni og er semsagt búinn að uppfylla skyldur Sigga Palla. Ég stefni þó að því að nýta mér 8.000 kr. passann töluvert betur og er búinn að merkja við einar 15 sýningar í viðbót! Sjáum til hvernig það á eftir að ganga...
Myndirnar sem ég sá áðan eru belgíska vísindakómedían Dirty Mind og sænska sundkómedían Swimsuit Issue. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að fjalla um tilvistarkreppu evrópskra karlmanna, á ansi ólíkan hátt þó. Byrjum á byrjuninni.
Hin belgíska Dirty Mind (2009) fjallar um stórskrítna þróun á samskiptum bræðra. Annar þeirra, Cisse, er ofur-kúl og starfar sem áhættuleikari en hinn, Diego, er algjör aumingi og starfar sem aðstoðarmaður bróður síns. Þeir reka saman áhættu-fyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir virðast vera þeir sjálfir. Það gerist síðan einn daginn að Cisse slasast og því kemur það í hlut Diego að framkvæma áhættuatriði, það klúðrast hrapalega og söguhetjan okkar lendir á spítala. Þegar hann rankar við sér virðist hann hafa skipt um persónuleika. Hann er orðinn þvílíkur töffari og kvennabósi sem byrjar að reyna við fyrstu konuna sem hann sér, hjúkkuna á spítalanum. Hún er þó engin venjuleg hjúkka heldur heitir hún Jaana og sérhæfir sig í Frontal Syndrome, sjúkdómi sem lýsir sér þannig að sjúklingurinn breytir um persónuleika eftir högg á höfuðið. Hún heldur því fram að Diego, sem kallir sig núna Tony T., þjáist af Frontal Syndrome og fær leyfi til þess að rannsaka skapferli hans og líðan.
Myndin fannst mér ágæt, hún var ekki frábær og alls ekki léleg... en hún var samt einhvernvegin bara ágæt. Hún skildi ekki mikið eftir sig í mínu tilfelli, en var ágætis afþreying og sprenghlægileg á köflum. Hvað varðar leik í myndinni sá ég enga stóra vankanta. Aðalleikarinn, Wim Helsen, sem lék Diego stóð sig ótrúlega vel í því að túlka tvo gjörólíka persónuleika. Mér fannst reyndar að útlitshönnuðir myndarinnar hefðu getað gert hann meira töff þegar hann var orðinn að Tony T., en ekki einhverjum plebba í íþróttagalla, en það var sko ekki Wim Helsen að kenna. Hann lék sína rullu af stakri snilld og má vera stoltur af sinni vinnu. Kristine Van Pellicom, sem lék lækninn Jaana stóð sig líka mjög vel. Hennar karakter var kona sem lagði of mikið í vinnuna sína og vildi innst inni bara fá sér kærasta. Robbie Cleiren, sem lék Cisse var líka góður. Svona eftirá að hyggja fannst mér líka Peter Van den Begin, sem lék samstarfslækni Jöönu algjör snilld! Hann var graður læknaplebbi sem var ótrúlega afbrýðisamur útí Tony og ótrúlega hrifinn af Jöönu. Hann þráði ekkert heitar en að eyða tíma með Jöönunni sinni og það var alltaf eyðilagt af Tony T., folanum sem heillaði hana upp úr skónum.
Tæknileg vinna myndarinnar var ansi góð. Það var (augljóslega) mikið af áhættuatriðum í myndinni og voru þau öll útfærð vel. Myndatakan og klippingin voru voða lítið ruglandi, fyrir utan eitt og eitt handheld-skotið sem fóru svolítið í taugarnar á mér. Hljóðvinna og tónlist voru hnökralaus og búningar og gervi voru sannfærandi. Handritið var líka gott, karakteruppbygging bræðranna tveggja var stórskemmtileg og þróunin hreint út sagt yndisleg. Smám saman varð Cisse að Diego, og öfugt.
Allt í allt er ég sáttur með myndina. Ég skildi allt (held ég) og skemmti mér vel.
Seinni myndin sem ég fór á var sænska gamanmyndin Swimsuit Issue (2009). Myndin er í raun tragíkómísk sorgarsaga Fredriks, manns sem er sjálfselskari en allt og gerir hvað sem er til þess að vinna í einhverju. Hann hafði keppt með félögum sínum í bandý-meistaramótum á níunda áratugnum og enn þann dag í dag skipuleggur hann æfingar fyrir bandý-næstumþví-meistarana (sem lentu í 4. sæti á Svíþjóðarmótinu fyrir 20 árum). Fredrik er algjör "lúser" í lífinu. Hann á 17 ára dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni og er nýbúinn að missa vinnuna sína. Eina gleðin sem hann virðist fá út úr lífinu er að stunda bandý með vinum sínum, en skyndilega er þeim lö
Einn daginn er bandý-liðinu nefnilega hent út úr æfingarhúsnæðinu sínu til þess að stelpu-bandý-lið geti æft þar. Einhver skrítin þróun veldur því svo að Fredrik áttar sig á því að auðveld leið til þess að komast í íþróttalandslið er bara að finna íþrótt sem enginn Svíi keppir í. Niðurstaðan er listsund. Hann fær vini sína til þess að mynda með sér listsund-lið, þeir eru þá eina karla-listsund-liðið í Svíþjóð og þar af leiðandi Karlalandsliðið í Listsundi. Fredrik fær Söru, dóttur sína, sem svo skemmtilega vill til að æfir listsund, til þess að þjálfa liðið og hjólin byrja að snúast hratt.
Myndin minnti mig á margan hátt á íslenskar myndir eins og Íslenski draumurinn eða Maður eins og ég. Svona myndir um algjöra lúsera sem eru komnir út í fáránlegar leiðir til þess að ná fram markmiðum sínum í lífinu. Í umsögn á vefsíðunni Eye for Film ver myndinni líkt við The Full Monty, sem er ótrúlega góð líking sem ég hafði ekki áttað mig á. Báðar myndirnar fjalla um karlavinahóp sem er byrjar að gera hluti sem hentar þeim engan veginn, og þykja bara ansi góðir í faginu.
Myndirnar sem ég sá áðan eru belgíska vísindakómedían Dirty Mind og sænska sundkómedían Swimsuit Issue. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að fjalla um tilvistarkreppu evrópskra karlmanna, á ansi ólíkan hátt þó. Byrjum á byrjuninni.
Hin belgíska Dirty Mind (2009) fjallar um stórskrítna þróun á samskiptum bræðra. Annar þeirra, Cisse, er ofur-kúl og starfar sem áhættuleikari en hinn, Diego, er algjör aumingi og starfar sem aðstoðarmaður bróður síns. Þeir reka saman áhættu-fyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir virðast vera þeir sjálfir. Það gerist síðan einn daginn að Cisse slasast og því kemur það í hlut Diego að framkvæma áhættuatriði, það klúðrast hrapalega og söguhetjan okkar lendir á spítala. Þegar hann rankar við sér virðist hann hafa skipt um persónuleika. Hann er orðinn þvílíkur töffari og kvennabósi sem byrjar að reyna við fyrstu konuna sem hann sér, hjúkkuna á spítalanum. Hún er þó engin venjuleg hjúkka heldur heitir hún Jaana og sérhæfir sig í Frontal Syndrome, sjúkdómi sem lýsir sér þannig að sjúklingurinn breytir um persónuleika eftir högg á höfuðið. Hún heldur því fram að Diego, sem kallir sig núna Tony T., þjáist af Frontal Syndrome og fær leyfi til þess að rannsaka skapferli hans og líðan.
Myndin fannst mér ágæt, hún var ekki frábær og alls ekki léleg... en hún var samt einhvernvegin bara ágæt. Hún skildi ekki mikið eftir sig í mínu tilfelli, en var ágætis afþreying og sprenghlægileg á köflum. Hvað varðar leik í myndinni sá ég enga stóra vankanta. Aðalleikarinn, Wim Helsen, sem lék Diego stóð sig ótrúlega vel í því að túlka tvo gjörólíka persónuleika. Mér fannst reyndar að útlitshönnuðir myndarinnar hefðu getað gert hann meira töff þegar hann var orðinn að Tony T., en ekki einhverjum plebba í íþróttagalla, en það var sko ekki Wim Helsen að kenna. Hann lék sína rullu af stakri snilld og má vera stoltur af sinni vinnu. Kristine Van Pellicom, sem lék lækninn Jaana stóð sig líka mjög vel. Hennar karakter var kona sem lagði of mikið í vinnuna sína og vildi innst inni bara fá sér kærasta. Robbie Cleiren, sem lék Cisse var líka góður. Svona eftirá að hyggja fannst mér líka Peter Van den Begin, sem lék samstarfslækni Jöönu algjör snilld! Hann var graður læknaplebbi sem var ótrúlega afbrýðisamur útí Tony og ótrúlega hrifinn af Jöönu. Hann þráði ekkert heitar en að eyða tíma með Jöönunni sinni og það var alltaf eyðilagt af Tony T., folanum sem heillaði hana upp úr skónum.
Tæknileg vinna myndarinnar var ansi góð. Það var (augljóslega) mikið af áhættuatriðum í myndinni og voru þau öll útfærð vel. Myndatakan og klippingin voru voða lítið ruglandi, fyrir utan eitt og eitt handheld-skotið sem fóru svolítið í taugarnar á mér. Hljóðvinna og tónlist voru hnökralaus og búningar og gervi voru sannfærandi. Handritið var líka gott, karakteruppbygging bræðranna tveggja var stórskemmtileg og þróunin hreint út sagt yndisleg. Smám saman varð Cisse að Diego, og öfugt.
Allt í allt er ég sáttur með myndina. Ég skildi allt (held ég) og skemmti mér vel.
Seinni myndin sem ég fór á var sænska gamanmyndin Swimsuit Issue (2009). Myndin er í raun tragíkómísk sorgarsaga Fredriks, manns sem er sjálfselskari en allt og gerir hvað sem er til þess að vinna í einhverju. Hann hafði keppt með félögum sínum í bandý-meistaramótum á níunda áratugnum og enn þann dag í dag skipuleggur hann æfingar fyrir bandý-næstumþví-meistarana (sem lentu í 4. sæti á Svíþjóðarmótinu fyrir 20 árum). Fredrik er algjör "lúser" í lífinu. Hann á 17 ára dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni og er nýbúinn að missa vinnuna sína. Eina gleðin sem hann virðist fá út úr lífinu er að stunda bandý með vinum sínum, en skyndilega er þeim lö
Einn daginn er bandý-liðinu nefnilega hent út úr æfingarhúsnæðinu sínu til þess að stelpu-bandý-lið geti æft þar. Einhver skrítin þróun veldur því svo að Fredrik áttar sig á því að auðveld leið til þess að komast í íþróttalandslið er bara að finna íþrótt sem enginn Svíi keppir í. Niðurstaðan er listsund. Hann fær vini sína til þess að mynda með sér listsund-lið, þeir eru þá eina karla-listsund-liðið í Svíþjóð og þar af leiðandi Karlalandsliðið í Listsundi. Fredrik fær Söru, dóttur sína, sem svo skemmtilega vill til að æfir listsund, til þess að þjálfa liðið og hjólin byrja að snúast hratt.
Myndin minnti mig á margan hátt á íslenskar myndir eins og Íslenski draumurinn eða Maður eins og ég. Svona myndir um algjöra lúsera sem eru komnir út í fáránlegar leiðir til þess að ná fram markmiðum sínum í lífinu. Í umsögn á vefsíðunni Eye for Film ver myndinni líkt við The Full Monty, sem er ótrúlega góð líking sem ég hafði ekki áttað mig á. Báðar myndirnar fjalla um karlavinahóp sem er byrjar að gera hluti sem hentar þeim engan veginn, og þykja bara ansi góðir í faginu.
The Full Monty og The Swimsuit Issue... ALVEG EINS!
Leikararnir í myndinni voru langflestir algjör snilld. Þeir voru ótrúlega venjulegar týpur en samt voru karakterarnir útpældir og mjög vel útfærðir. Hver og einn þeirra á mikið lof skilið, þá sérstaklega sá sem lék Fredrik. Ég vorkenndi honum ótrúlega í öllum mistökunum sem hann gerði í lífinu og ótrúlegri þrjósku til þess að breyta sér. Hann var svo staðráðinn í því að vinna og að vera bestur að fólk missti oft virðinguna fyrir honum. Hann var besserwisser-týpan to the extreme... og ég vorkenndi honum sjúkt. Stelpan sem lék dótturina stóð sig líka vel. Hún túlkaði unglingsstúlku í tilvistarkreppu óelskandi foreldra prýðilega og maður gat fundið til með henni.
Tæknileg vinna. Jájá. Gott gott. Ég tók sérstaklega eftir ótrúlega flottum underwater-tökum, sem voru algjört möst í sumum sund-senunum. Stundum fannst mér atburðarrásin klippt allt of hratt, ég veit ekki hvort það átti að vera einhverskonar stíll en sum móment og sumar gjörðir fengu ekki tíma til þess að lifa. Sem dæmi má nefna tilfinningaþrungið móment þegar Fredrik sagði feita liðsfélaganum sínum frá því að hann myndi ekki keppa á heimsmeistaramótinu og að feiti vinurinn ætti að synda í hans stað. "Charles, you'll take my place. I wont compete, because Sara is lost and I have to find her"... Fallegt móment sem fékk ENGAN tíma til þess að lifa. Um leið og Fredrik kláraði setninguna var klippt yfir í næstu senu! Og við fengum ekki einusinni að sjá viðbrögð hjá Charles! Úff, hvað það pirraði mig. Hraðar senuskiptingar geta verið algjör snilld (gott dæmi: Shaun of the Dead og Hot Fuzz) en sum móment VERÐA einfaldlega að fá að lifa og suma hluti vill áhorfandinn fá tíma til þess að sjá.
Annars mjög fín mynd og ótrúlega fyndin.
Leikararnir í myndinni voru langflestir algjör snilld. Þeir voru ótrúlega venjulegar týpur en samt voru karakterarnir útpældir og mjög vel útfærðir. Hver og einn þeirra á mikið lof skilið, þá sérstaklega sá sem lék Fredrik. Ég vorkenndi honum ótrúlega í öllum mistökunum sem hann gerði í lífinu og ótrúlegri þrjósku til þess að breyta sér. Hann var svo staðráðinn í því að vinna og að vera bestur að fólk missti oft virðinguna fyrir honum. Hann var besserwisser-týpan to the extreme... og ég vorkenndi honum sjúkt. Stelpan sem lék dótturina stóð sig líka vel. Hún túlkaði unglingsstúlku í tilvistarkreppu óelskandi foreldra prýðilega og maður gat fundið til með henni.
Tæknileg vinna. Jájá. Gott gott. Ég tók sérstaklega eftir ótrúlega flottum underwater-tökum, sem voru algjört möst í sumum sund-senunum. Stundum fannst mér atburðarrásin klippt allt of hratt, ég veit ekki hvort það átti að vera einhverskonar stíll en sum móment og sumar gjörðir fengu ekki tíma til þess að lifa. Sem dæmi má nefna tilfinningaþrungið móment þegar Fredrik sagði feita liðsfélaganum sínum frá því að hann myndi ekki keppa á heimsmeistaramótinu og að feiti vinurinn ætti að synda í hans stað. "Charles, you'll take my place. I wont compete, because Sara is lost and I have to find her"... Fallegt móment sem fékk ENGAN tíma til þess að lifa. Um leið og Fredrik kláraði setninguna var klippt yfir í næstu senu! Og við fengum ekki einusinni að sjá viðbrögð hjá Charles! Úff, hvað það pirraði mig. Hraðar senuskiptingar geta verið algjör snilld (gott dæmi: Shaun of the Dead og Hot Fuzz) en sum móment VERÐA einfaldlega að fá að lifa og suma hluti vill áhorfandinn fá tíma til þess að sjá.
Annars mjög fín mynd og ótrúlega fyndin.
Wednesday, September 2, 2009
Crank (2006) og Crank: High Voltage (2009)
Um daginn ákváðum við félagarnir að gerast flippaðir og taka smá mini-maraþon. Við leigðum Crank (2006) og Crank: High Voltage (2009). Við höfðum séð hvoruga þeirra, en heyrt að þær væru báðar stútfullar af spennu frá upphafi til enda: Þetta yrði hið fullkomna karlmennsku-maraþon!
Ég ætla ekki að hafa fyrir því að skrifa tvær mismunandi umsagnir um myndirnar. Seinni myndin er fullkomið framhald af fyrri myndinni og því eru myndirnar eins og ein löng spennumynd. Myndirnar voru eiginlega nákvæmlega eins, fyrir utan nokkur smáatriði... Nánar um það seinna.
Crank tvílógían fjallar um leigumorðingjann Chev Chelios sem leikinn er af ofur-töffaranum með breska hreiminn, Jason Statham. Ævintýri hans hefst í fyrsta atriði fyrstu myndarinnar þegar hann áttar sig á því að vondir kínverja-kallar hafa sprautað hann með eitri sem mun draga hann til dauða innan klukkustundar. Eina leiðin til þess að halda sér á lífi er að gefa líkamanum adrenalín... Fyrri Crank myndin snýst því um örvæntingarfullar tilraunir Chevs til þess að næla sér í adrenalín. Seinni myndin fjallar um sama mann, í sömu aðstæðum... nema í staðinn fyrir adrenalín þarf hann RAFMAGN til þess að lifa! Já, ég sagði það. Rafmagn. Hjarta Chevs hefur nefnilega verið skipt út fyrir rafknúið gervihjarta sem hefur ótrúlega lélegan endingartíma á batteríinu. Til þess að lifa af þarf Chev því stanslaust að gefa sjálfum sér raflost úr hinum og þessum rafmagnskassanum... Talandi um þunnan söguþráð...
Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja á því að skíta yfir þessar myndir. Í fyrsta lagi var öll tæknileg vinna fáránleg. Hún var stundum mjög tilraunakennd (sem verður þó að teljast nokkuð jákvætt) en allt í allt var hún ruglandi, pirrandi og léleg. Klippingarnar voru ALLT OF hraðar, í mestu spennuatriðunum var svolítið erfitt að fylgjast með. Stundum var líka myndinni hraðað ótrúlega mikið, til þess að tákna orkuna sem hetjan okkar fékk úr adrenalíninu/rafmagninu og oftar en ekki var það bara fáránlegt. Tæknin var líka á köflum beinlínis léleg. Bluescreen-tækni myndarinnar var hræðileg og fullkomlega ósannfærandi. Stundum var líka mynd af leikara sem var offscreen (t.d. að tala við on-screen manneskjuna í gegn um síma) komið fyrir einhversstaðar í umhverfinu... Það er svolítið erfitt að útskýra þessa tilraunastarfsemi... Mér fannst hún fáránleg.
Margir hafa bent á tilvísanir í tölvuleiki í myndunum. Byrjunar-creditin eru svolítið eins og maður sé að starta tölvuleik frá níunda áratugnum og í myndinni má sjá þónokkrar tilvísanir í tölvuleiki. Að mörgu leiti eru myndirnar svolítið eins og tölvuleikur. Spennan hættir aldrei, það koma sífellt upp ný vandamál og spennuatriði og báðar myndirnar enda á svakalegum bardagasenum við aðal-vondakallinn (endakallinn í tölvuleikjunum!) Auk þess má nefna þá staðreynd að Chev Chelios virðist vera fullkomelga ódauðlegur, líkt og margar persónur í skotleikjum nútímans.
Fáránlegasta tæknilega atriði myndarinnar fannst mér þó notkunin á Google Earth. Á mörgum stöðum í myndinni eru kort notuð til þess að sýna hvar persónurnar eru staddar. Í öllum þeim senum var Google Earth notað sem korta-kerfi og augljósasta product placement allra tíma framkvæmt: Google Eart LOGO-IÐ sást í horninu á skjánum í hvert skipti sem við sáum kort! Fjandinn hafi það, gátu þeir ekki bara búið til nokkur kort fyrir myndina? Þurftu þeir í alvörunni að leggjast svo lágt að nota hugbúnað sem hver einasta tölva í heiminum hefur að geyma? Mikið ofboðslega fór það í taugarnar á mér.
Allt í allt var Crank-tvílógían léleg tilraun til þess að gera spennumynd, eða ágæt tilraun til þess að gera spoof-spennumynd. Ég veit ekki alveg hvort... Það eina sem ég veit er að ég hló ekki og mér var ekki skemmt. Ef myndirnar voru gerðar í gríni hefði ég kannski getað horft á þær frá öðru sjónarhorni... En þær voru samt, og verða alltaf, ógeðslega fokking lélegar myndir!
Tuesday, September 1, 2009
Up
Jáhá. Ég var að koma heim úr bíó. Við fórum á þrívíddar-pixar-meistaraverkið Up (2009), myndin er akkúrat núna í 32. sæti á Topp 250 lista imdb sem verður að teljast ansi gott. Það má þó reikna með því að myndin muni lækka töluvert á næstu vikum, enda mjög ný og alls ekki margir búnir að gefa henni einkunn.
Myndin fjallar um hinn aldraða Carl Fredricksen sem hefur alla tíð dreymt um að ferðast með eiginkonu sinni, Ellie til Suður-Ameríku. Tíminn líður og ekkert gerist í þeim málum, Carl starfar sem blöðrusali og hún vinnur í dýragarði. Að lokum fellur Ellie frá. Árin líða og einbúinn Carl er neyddur til þess að flytja út úr húsinu sínu, húsinu sem hann hafði búið í alla sína ævi. Hann lætur ekki bugast og tekur upp á því að binda þúsundir blaðra við húsið sitt og flýgur á því til Suður-Ameríku. Með í för er þó lítill laumufarþegi, nefnilega "Junior"-skátinn Russell sem á sér þann draum heitastan að verða "Senior"-skáti en til þess þarf hann eina medalíu í viðbót, medalíu sem ævintýraferð til Suður-Ameríku gæti örugglega tryggt honum.
Ég, eins og flestir, fór inn í bíóið með miklar væntingar. Ég var að fara að sjá mynd sem hafði fengið ótrúlega góðar viðtökur, hún kom frá Pixar (sem virðast ekki kunna að búa til lélegar kvikmyndir) og hún var í ÞRÍVÍDD! Hversu epísk yrði þessi mynd? Ég þurfti ekki að bíða lengi þar til þeirri spurningu yrði svarað. Ég hreifst strax af fyrsta atriði myndarinnar, forsögunni af tveimur krökkum í ævintýraleit sem kynnast, verða vinir, gifta sig og setjast að í litlu húsi sem hafði verið draumahús litlu stúlkunnar. Hún hafði alltaf látið sig dreyma um að flytja húsið til Suður-Ameríku og Carl, maðurinn hennar sór að þau myndu gera það einhvern daginn. Tímarnir líða og konan fellur frá, öll sú sena var ótrúelga hjartnæm og sorgleg. Hún hafði svo sterkan boðskap, að draumarnir rætast ekki alltaf og að við verðum bara að sætta okkur við það sem við höfum. En væmnin entist ekki lengi. Um leið og Russell, litli feiti skátastrákurinn var kynntur til sögunnar byrjaði fjörið. Síðan bættist alltaf við ný og ný persóna sem var hver annarri skrautlegri. Fuglinn "Kevin" (sem reyndist síðan vera kvenkyns) er ótrúlega ofvirkur og skrýtinn fugl. Hundurinn "Dug" er sömuleiðis skrýtinn, hann kann að tala en er samt uppfullur af hunda-hvötum. Samspilið á milli þessarra fjögurra karaktera er vægast sagt skemmtilegt og sjúklega random. Og ég elska random.
Ég elskaði sérstaklega litlu random mómentin þegar hundarnir urðu skyndilega annars hugar og kölluðu "Squirrel!" og héldu svo áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var þannig móment sem orsakaði það að ég var fullkomlega ófær um samskipti góðan hluta af hléinu, vegna hláturs.
Myndin var ótrúlega fyndin og skemmtileg en líka ótrúlega falleg. Næst-síðasta og fyrsta atriði myndarinnar voru bæði ótrúlega hjartnæm. Í þeim skoðaði gamli maðurinn ævintýrabókina sem konan hans hafði átt þegar hún var lítil og minnist hennar. Hún snart alveg ótrúlega djúpt, á mjög fallegan hátt, á milli þess sem aulahúmorinn hélt salnum í hláturskasti.
Eins og við var að búast var myndin ótrúlega vel gerð, tæknilega. Pixar-menn eru engir aukvisar (ég veit ekkert hvernig þetta orð er skrifað) þegar kemur að teiknimyndum, enda hafa þeir 14 ára reynslu í faginu. Senur voru þaulskipulagðar (eins og alltaf í teiknimyndum) og grafíkin var bara svei mér þá svona raunveruleg! Karakterarnir voru ekki alveg mannlegir, útlitslega. Útlitsleg einkenni þeirra voru ýkt til þess að gefa þeim meiri karakter. Til að mynda var gamli maðurinn Carl gerður ótrúlega lítill og kassalaga, á meðan vondi kallinn, Charles Muntz var teiknaður oddhvass og grannur. Litli feiti skátinn Russell var svakalega lítill og svakalega feitur, sem gaf hans karakter mikla kómík.
Það skemmtilega við mynd eins og Up er hvað hún nær yfir breiðan áhorfs-hóp. Myndin virðist við fyrstu sýn vera barnamynd, en hún er samt sem áður sýnd fyrir fullum sal í tíubíó og fullorðið fólk og unglingar veltast um af hlátri yfir ævintýrum gamla mannsins og feita stráksins.
Ég var altént (aftur, hef ekki hugmynd um hvernig þetta er skrifað) mjög ánægður með myndina. Hún skildi eftir sig djúpstæðan boðskap sem ég kýs að túlka einhvernveginn svona: "Í staðinn fyrir að eltast við draumana ætti maður að lifa lífinu, því lífið sjálft er mesta ævintýrið"
...ókei ég á eftir að fínpússa þetta aðeins en svona líður mér allavegana eftir að hafa horft á myndina :)
Ef ég má koma með einn slæman punkt, þá skil ég ekki alveg afhverju myndin endaði á því að Carl varð einhverskonar föðurímynd Russels. Mér skildist að Russell ætti föður... en hvar var hann? Mér hefði fundist þessi endir ótrúlega fallegur ef Russell hefði t.d. verið munaðarlaus... ég meina kommon, hann átti alveg pabba og eitthvað! Hallóó...
Up, uppáhalds teiknimyndin mín hingað til. Hún var sjúklega fyndin, stundum sjúklega sorgleg, hún var falleg og vel gerð og innihélt skemmtilegan boðskap.
Myndin fjallar um hinn aldraða Carl Fredricksen sem hefur alla tíð dreymt um að ferðast með eiginkonu sinni, Ellie til Suður-Ameríku. Tíminn líður og ekkert gerist í þeim málum, Carl starfar sem blöðrusali og hún vinnur í dýragarði. Að lokum fellur Ellie frá. Árin líða og einbúinn Carl er neyddur til þess að flytja út úr húsinu sínu, húsinu sem hann hafði búið í alla sína ævi. Hann lætur ekki bugast og tekur upp á því að binda þúsundir blaðra við húsið sitt og flýgur á því til Suður-Ameríku. Með í för er þó lítill laumufarþegi, nefnilega "Junior"-skátinn Russell sem á sér þann draum heitastan að verða "Senior"-skáti en til þess þarf hann eina medalíu í viðbót, medalíu sem ævintýraferð til Suður-Ameríku gæti örugglega tryggt honum.
Ég, eins og flestir, fór inn í bíóið með miklar væntingar. Ég var að fara að sjá mynd sem hafði fengið ótrúlega góðar viðtökur, hún kom frá Pixar (sem virðast ekki kunna að búa til lélegar kvikmyndir) og hún var í ÞRÍVÍDD! Hversu epísk yrði þessi mynd? Ég þurfti ekki að bíða lengi þar til þeirri spurningu yrði svarað. Ég hreifst strax af fyrsta atriði myndarinnar, forsögunni af tveimur krökkum í ævintýraleit sem kynnast, verða vinir, gifta sig og setjast að í litlu húsi sem hafði verið draumahús litlu stúlkunnar. Hún hafði alltaf látið sig dreyma um að flytja húsið til Suður-Ameríku og Carl, maðurinn hennar sór að þau myndu gera það einhvern daginn. Tímarnir líða og konan fellur frá, öll sú sena var ótrúelga hjartnæm og sorgleg. Hún hafði svo sterkan boðskap, að draumarnir rætast ekki alltaf og að við verðum bara að sætta okkur við það sem við höfum. En væmnin entist ekki lengi. Um leið og Russell, litli feiti skátastrákurinn var kynntur til sögunnar byrjaði fjörið. Síðan bættist alltaf við ný og ný persóna sem var hver annarri skrautlegri. Fuglinn "Kevin" (sem reyndist síðan vera kvenkyns) er ótrúlega ofvirkur og skrýtinn fugl. Hundurinn "Dug" er sömuleiðis skrýtinn, hann kann að tala en er samt uppfullur af hunda-hvötum. Samspilið á milli þessarra fjögurra karaktera er vægast sagt skemmtilegt og sjúklega random. Og ég elska random.
Ég elskaði sérstaklega litlu random mómentin þegar hundarnir urðu skyndilega annars hugar og kölluðu "Squirrel!" og héldu svo áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var þannig móment sem orsakaði það að ég var fullkomlega ófær um samskipti góðan hluta af hléinu, vegna hláturs.
Myndin var ótrúlega fyndin og skemmtileg en líka ótrúlega falleg. Næst-síðasta og fyrsta atriði myndarinnar voru bæði ótrúlega hjartnæm. Í þeim skoðaði gamli maðurinn ævintýrabókina sem konan hans hafði átt þegar hún var lítil og minnist hennar. Hún snart alveg ótrúlega djúpt, á mjög fallegan hátt, á milli þess sem aulahúmorinn hélt salnum í hláturskasti.
Eins og við var að búast var myndin ótrúlega vel gerð, tæknilega. Pixar-menn eru engir aukvisar (ég veit ekkert hvernig þetta orð er skrifað) þegar kemur að teiknimyndum, enda hafa þeir 14 ára reynslu í faginu. Senur voru þaulskipulagðar (eins og alltaf í teiknimyndum) og grafíkin var bara svei mér þá svona raunveruleg! Karakterarnir voru ekki alveg mannlegir, útlitslega. Útlitsleg einkenni þeirra voru ýkt til þess að gefa þeim meiri karakter. Til að mynda var gamli maðurinn Carl gerður ótrúlega lítill og kassalaga, á meðan vondi kallinn, Charles Muntz var teiknaður oddhvass og grannur. Litli feiti skátinn Russell var svakalega lítill og svakalega feitur, sem gaf hans karakter mikla kómík.
Það skemmtilega við mynd eins og Up er hvað hún nær yfir breiðan áhorfs-hóp. Myndin virðist við fyrstu sýn vera barnamynd, en hún er samt sem áður sýnd fyrir fullum sal í tíubíó og fullorðið fólk og unglingar veltast um af hlátri yfir ævintýrum gamla mannsins og feita stráksins.
Ég var altént (aftur, hef ekki hugmynd um hvernig þetta er skrifað) mjög ánægður með myndina. Hún skildi eftir sig djúpstæðan boðskap sem ég kýs að túlka einhvernveginn svona: "Í staðinn fyrir að eltast við draumana ætti maður að lifa lífinu, því lífið sjálft er mesta ævintýrið"
...ókei ég á eftir að fínpússa þetta aðeins en svona líður mér allavegana eftir að hafa horft á myndina :)
Ef ég má koma með einn slæman punkt, þá skil ég ekki alveg afhverju myndin endaði á því að Carl varð einhverskonar föðurímynd Russels. Mér skildist að Russell ætti föður... en hvar var hann? Mér hefði fundist þessi endir ótrúlega fallegur ef Russell hefði t.d. verið munaðarlaus... ég meina kommon, hann átti alveg pabba og eitthvað! Hallóó...
Up, uppáhalds teiknimyndin mín hingað til. Hún var sjúklega fyndin, stundum sjúklega sorgleg, hún var falleg og vel gerð og innihélt skemmtilegan boðskap.
Subscribe to:
Posts (Atom)