Monday, September 21, 2009

RIFF - dagur 4... held ég

Koma er hundleiðileg austurrísk mynd um mann sem stundar Sadó-masó kynlíf í frístundum sínum með vændiskonu og tekur það upp á myndband. (Athugið á þessum tímapunkti að ég mun spoila allri myndinni í næstu setningum, en þar sem að ég geri ekki ráð fyrir því að þú, lesandi, munir hafa nokkurn áhuga á að sjá þessa mynd eftir lesninguna, þá er mér alveg sama.) Já, hann Hans er semsagt laumuperri sem lendir óvart í því að lemja vændiskonuna sína aðeins of mikið svo hún gerist óhæf til samskipta og þarf að vera í hjólastól. Einhvernveginn ratar svo myndbandið af óhappinu á internetið og þaðan í hendur sonar Hanss (sem hefur þó enga hugmynd um að pabbi sinn sé maðurinn í myndbandinu). Einhvernveginn ratar myndbandið svo í afmælispakkann hans Hans (hehe) frá syni sínum (já, ég veit. Fáránlegt) og hann sér myndbandið og heldur að sonur hans viti að þetta var hann. Svo Hans fer að heiman til að leita að hórunni sem hann drap næstumþví til þess að hlúa að henni. Svona. Nú er ég búinn að þylja upp söguþráðinn í myndinni. Ekki fara á hana. Plís.

Myndin var óbærilega leiðinleg og... eiginlega bara skrítin. Það var engin tónlist í myndinni, sem var reyndar vel útskýrt af leikstjóranum.. Wüst eitthvað. Hann sagði að hann vildi ekki setja tónlist í myndirnar sínar til þess að ákveða ekki fyrir fólk hvernig því ætti að líða. Hann vildi bara setja senur og leyfa fólki að ráða hvaða tilfinningar vöknuðu við þær senur. Ókei. Ég samþykki það svosem alveg...

En myndin var samt alveg ógeðslega leiðileg. Hún var fáránlega hæg. Sumar senurnar ætluðu AAAAAAAALDREI að enda og sum skot voru einfaldlega óklippt samtal á milli tveggja einstaklinga, með tilheyrandi páaáásum og leiðindum.

Hvað varðar tæknimál, þá fékk ég oft kjánahroll og fannst eins og ég væri að horfa á maraþonmynd uppi á Hátíðarsal. Myndavélin hristist.. myndavélin var skökk (og þá er ég ekki að tala um Dutch tilt... heldur bara skökk. Og ljót.) og hljóðvinnsla var ekkert spes. Einu hugsanlegu ljósu punktarnir í myndinni voru annars vegar sumir leikaranna og hins vegar sagan sjálf. Aðalleikarinn var allavegana góður, og konan sem lég konuna hans var líka bara frekar góð. Og þessi saga er mjög áhrifarík og flott. En það pirraði mig alveg ótrúlega mikið að vita að gerendur myndarinnar Koma fóru ILLA með ÁGÆTIS sögu.

Ohhh.. Ég ætla að hætta að hugsa um þessa mynd.

1 comment:

  1. Glaður að ég ákvað að fara ekki á þessa (þó svo að Another Planet sem ég fór á í staðinn hafi ekki verið neitt spes).

    4 stig.

    ReplyDelete