Friday, September 18, 2009
RIFF - dagur 2!
Ókei ég hef ótrúlega lítinn tíma.
Áðan fórum við á Born Without á RIFF og VÁ hvað myndin kom á óvart! Bókstaflega. Þið verðið ÖLL að fara á þessa mynd! Þið ÖLL sem lesið þetta blogg! ...öll...
Sko, tæknilega er myndin frekar illa gerð. Myndin er oft léleg og kameran hristist, hljóðvinnsla er frekar ömurleg fannst mér og myndin er ekki einusinni í widescreen! (HNEYKSL!)
En þessi saga, um þennan tónlistarmann/leikara sem fæddist sem dvergur með engar hendur og er búinn að eignast 7 börn... Vá sko... Lokahnykkurinn í myndinni er líka SVAÐALEGUR! Salurinn lá í hláturs/hneysklunarkasti síðasta korterið! Kíkið á þessa mynd! Þið munuð vonandi ekki sjá eftir því :)
Blogga betur næst, ég lofa
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 stig.
ReplyDelete