Jæja, myndir dagsins voru þrjár talsins: Dead Snow, North og Miðnæturbíó nr. 1.
Dead Snow (2009)
Dead Snow er splatter-mynd sem fjallar um hóp læknanema sem fara saman í bústað í Noregi í páskafríinu sínu. Klassískari gerist söguþráðurinn í hryllingsmynd ekki... Dalurinn sem bústaðurinn þeirra stendur í á sér afar vafasama fortíð, en þar eiga Nasistar að hafa falið sig fyrir ofsóknum innfæddra í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Undir stjórn liðsforingjans Herzog flúðu þeir með lítinn fjársjóðs-ránsfeng upp í fjöll og dóu þar. Í dag hafa ljótu vondu nasistarnir samt snúið aftur... SEM UPPVAKNINGAR!
Myndin var ótrúlega skemmtileg, góð afþreying. Hún var ótrúlega ógeðsleg og mjög spennandi á köflum. Það sem myndin hafði fram yfir... Til dæmis RWWM var að hún gekk miklu lengra og var fyrir vikið ógeðslega fyndin! Það dóu (að sjálfsögðu) ALLIR karakterarnir og hver öðrum skrautlegar. Svo var líka óendanlegur fjöldi af nasista-uppvakningum drepinn og það var gaman að sjá hvað gerendur myndarinnar skemmtu sér við að ganga fram af áhorfandanum... Eða gefa honum hláturskast með því að finna nýjar og frumlegar leiðir til þess að drepa uppvakninga. Stórskemmtilegt.
Leikurinn í myndinni var alveg hreint ágætur... Hann krafðist reyndar ekki mikils af leikurunum. Karaktersköpun var af skornum skammti, við fengum að sjá eitt rosalega ástfangið par, fyndna gaurinn og feita gaurinn, svo vissum við að þau væru læknanemar... Annað vissum við varla um persónurnar, en það kom ekki að sök. Annars var handritið bara mjög klassískt hryllingsmyndahandrit. Líkt og í RWWM var hópurinn losaður við fólkið sem kunni mest á aðstæðurnar, um leið og hremmingarnar hófust. En strákurinn sem átti bústaðinn fór í burtu (GOSH!) á vélsleðanum sínum til þess að leita að kærustunni sinni. Þar með tókst handritshöfundinum að losa kofann við eina farartækið og eina manninn sem kunni á eitthvað í bústaðnum!
Tæknilega hliðin var mjög góð. Myndataka og hljóð truflaði ekki vitund og tónlistin var afar góð og mood-setting. Það sem skaraði framúr í myndinni voru gervin, uppvakningagervin og allt gerviblóðið, gerviútlimirnir og innyflin! :D Nææææs
Allt í allt, stórskemmtileg og spennandi afþreying.
North (2009)
North fjallar um skíðalyftuvörðunn Jomar sem býr í skíðalyftuhúsi. Hann er með einhverskonar stress-sjúkdóm (hjálp Siggi Palli?) og er kominn með algjörlega nóg af vinnunni sinni. Hann hafði átt konu en hún skildi við hann vegna sjúkdómsins (var það kannski þunglyndi? ég man ekki..) og hún hafði byrjað með vini hans. Núna, nokkrum árum seinna fréttir hann af því að konan hans eigi fjögurra ára son og að hann sjálfur sé faðirinn. Jomar ákveður að leggja af stað í ferðalag norður í pínulitla þropið sem fyrrverandi konan hans býr til þess að hitta son sinn. Hann skilur allt eftir og tekur bara með sér einn vélsleða og nóg af landa! Á ferð sinni kynnist hann svo mörgum skemmtilegum persónum og stelur sér mat og hvaðeina...
Allt í allt var myndin ágætis skemmtun. Hún var svolítið hæg fyrir minn smekk en átti algjörlega sína spretti. Aðalpersónan Jomar var afar vel túlkaður og það sama má segja um hommafóbistastrákinn sem hann hitti í einu húsinu sem hann kom við í. Samskipti þeirra voru ótrúlega fyndin og skemmtileg.
Jájá. Bara fín mynd. Jájá.
Miðnæturmyndirnar voru tvær: Fyrst kom stuttmyndin Short Cut (ég fann nákvæmlega ekki neitt um hana á netinu) og síðan var það kvikmyndin Deadgirl.
Short Cut (?) var súrrealísk stuttmynd um dverg sem starfaði (held ég) sem blaðamaður. Hann átti undarlegan vin sem borðaði fólk og framkvæmdi undarlegar aðgerðir á þeim. Litli dvergurinn var skotinn í stórri konu sem átti hrokafullan kærasta sem var of kúl fyrir lífið. Kærasti hennar gerði dvergnum lífið leitt þangað til creepy mannætuvinurinn og aðstoðarmaður hans tóku ráðin í sínar hendur.
Myndin var í ótrúelga skemmtilegum stíl. Hún var frekar súrrealískt útlítandi og þannig var allt umhverfi einhvernveginn ýkt. Tunglið var ristastórt, skrifborð dvergsins var pínulítið.. og svo framvegis.. Stórskemmtileg stuttmynd.
Deadgirl (2008)
Jáhá. Þá er komið að Deadgirl. Frábært.
Myndin fjallar um tvo unglinspilta (þeir eiga að vera sextán ára, ef ég man rétt) sem finna fokking lifandi konu, bundna við borð, í risastóru húsi sem var eitt sinn geðveikraspítali (minnir mig). Voða creepy og allt það, og það verður ennþá meira creepy þegar þeir átta sig á því að konan er ódrepandi! Ótrúlegt! Í staðinn fyrir að hlaupa í burtu eða hringja í lögregluna ákveða þeir að "eiga hana" og nota sem kynlífsþræl.
... 0_o
Bíddu bíddu bíddu bíddu... ha?
Ég sagði: Í staðinn fyrir að hlaupa í burtu eða hringja í lögregluna ákveða þeir að "eiga hana" og nota sem kynlífsþræl.
... já já.
Myndin var svosem allt í lagi skemmtileg. Hún var samt eiginlega bara fáránlega óraunsæ og fáránleg. Hún var alveg vel gert og allt það, en ég keypti hana ekki.
Eitt tæknilegt atriði sem fór í taugarnar á mér var fáránleg ofnotkun á crossfade. Úff. Það var nánast ekki ein senuskipting í myndinni sem innihélt ekki crossfade. Ótrúlega leiðinlegt transition ef það er notað of mikið eða ekki notað rétt. Oooofur-hægt slow mo crossfade finnst mér líka oftast ótrúlega pirrandi... Fokk nennirðu ekki bara að sýna mér næsta skot? Mig langar ekkert að sjá skotið sem ég var að sjá blandast saman við skotið sem ég var að horfa á! Fokk. Æj, kannski er það bara ég...
Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í þessa mynd, sem var alveg ágætis afþreying eftir allt saman... Jájá. Fáum eitt screenshot svona í lokin:
FÁRÁNLEEEEEEEEGT!
Saturday, September 19, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Flott færsla.
ReplyDeleteÉg er nokkuð viss um að Jomar hafi átt að þjást af þunglyndi og kvíðaröskun...
9 stig.