Ég fór ekki á neina mynd á RIFF í dag, svo ég ákvað bara að henda inn þessari færslu sem ég byrjaði á um daginn og kláraði aldrei. Voilá !
Ég horfði á Good Will Hunting áðan. Kvikmyndin er skrifuð af Ben Affleck og Matt Damon, þeir leika báðir í myndinni og átti hún stóran hlut í því að henda þeim inn í sviðsljósið í Hollívúdd. Myndin hefur unnið fjöldan allan af verðlaunum og ber þar helst að nefna tvenn Óskars-verðlaun árið 1998 fyrir besta handritið og besta leikara í aukahlutverki (Robin Williams) og Golden Globe-verðlaun sama ár fyrir besta handritið.
Myndin fjallar um vandræðaunglinginn Will Hunting sem vinnur við ræstingar í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT). Í frístundum sínum slæpist hann með vinum sínum, drekkur bjór og lendir í slag. Þrátt fyrir skort á námi og lélegt uppeldi er Will bráðgáfaður. Hann hefur lesið heilan helling af bókum og á í litlum erfiðleikum með að leysa stærðfræðidæmi sem kennarar í Tækniskólanum hafa barist við í mörg ár. Þegar Gerald Lambeau, kennari við skólann uppgötvar hæfileika Wills tekur hann drenginn að sér og hjálpar honum úr fangelsi með þeim skilyrðum að Will hitti Gerald einu sinni í viku, auk þess þarf hann að hitta sálfræðing. Gerald verður agndofa yfir hæfileikum Wills en tímarnir með sálfræðingunum ganga öllu verr. Það er ekki fyrr en Gerald kallar til fyrrverandi skólafélaga sinn, Sean Maguire að Will Hunting byrjar að opna sig hjá sálfræðingnum. Sean og Will koma úr sama hverfi og eiga svipaðan bakgrunn, þannig nær Sean til hans og nær árángri. Þeir ræða saman um lífið og tilveruna, misheppnað ástarsamband Wills við bresku Harvard-stelpuna Skylar, sem elskar Will afar heitt og vill fá hann með sér til Kaliforníu, þangað sem hún er á leið í nám. Will er hinsvegar svo andlega fucked-up að hann óttast ekkert meira en höfnun og kýs því að hafna fólki áður en því gefst þess kostur. Þess vegna segist hann ekki elska Skylar og sendir hana eina og grátbólgna til Kaliforníu.
Myndin er ofboðslega falleg saga af stráki sem á ömurlegt líf, hefur verið beittur ofbeldi sem barn og er varanlega skemmdur vegna þess og manni sem reynir að komast inn í huga hans, með góðu eða illu. Samskipti Matt Damon og Robin Williams í myndinni eru hreinlega gullfalleg og ótrúlega vel uppbyggð. Það eru líka margar góðar pælingar í myndinni. Will er of gáfaður til þess að vinna sem verkamaður í úthverfi eins og vinir hans stefna á í framtíðinni, en samt er það það eina sem hann vill, hann hefur engan áhuga á að eyða lífinu í að leysa stærðfræðidæmi. Hinsvegar væri það algjör óvirðing við vini hans, sem myndu allir vilja losna úr sínu venjulega lífi og verða ríkir, að yfirgefa þá ekki. Þeir vilja að hann fari og geri góða hluti við líf sitt, hafandi þennan hæfileika.
Handrit myndarinnar er vel skrifað og ég skil fullkomlega hvernig þessi mynd gat ýtt Matt Damon og Ben Affleck fram á sjónarsviðið.
Já, stórskemmtileg og vel gerð mynd á allan hátt. Hún er vel leikin og vel gerð. Mæli með þessari!
Hér má sjá stórskemmtilega senu úr myndinni sem lýsir karakter Wills ansi vel.
Monday, September 21, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ágæt færsla.
ReplyDeleteÉg var aldrei neitt sérstaklega hrifinn af þessari.
Mér skilst að handritið þeirra Afflecks og Damons hafi farið í gegnum hendurnar á fleiri en einum handritalækni, og hafi upprunalega verið algjör della...
5 stig.