Myndirnar sem ég sá áðan eru belgíska vísindakómedían Dirty Mind og sænska sundkómedían Swimsuit Issue. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að fjalla um tilvistarkreppu evrópskra karlmanna, á ansi ólíkan hátt þó. Byrjum á byrjuninni.


Tæknileg vinna myndarinnar var ansi góð. Það var (augljóslega) mikið af áhættuatriðum í myndinni og voru þau öll útfærð vel. Myndatakan og klippingin voru voða lítið ruglandi, fyrir utan eitt og eitt handheld-skotið sem fóru svolítið í taugarnar á mér. Hljóðvinna og tónlist voru hnökralaus og búningar og gervi voru sannfærandi. Handritið var líka gott, karakteruppbygging bræðranna tveggja var stórskemmtileg og þróunin hreint út sagt yndisleg. Smám saman varð Cisse að Diego, og öfugt.
Allt í allt er ég sáttur með myndina. Ég skildi allt (held ég) og skemmti mér vel.

Einn daginn er bandý-liðinu nefnilega hent út úr æfingarhúsnæðinu sínu til þess að stelpu-bandý-lið geti æft þar. Einhver skrítin þróun veldur því svo að Fredrik áttar sig á því að auðveld leið til þess að komast í íþróttalandslið er bara að finna íþrótt sem enginn Svíi keppir í. Niðurstaðan er listsund. Hann fær vini sína til þess að mynda með sér listsund-lið, þeir eru þá eina karla-listsund-liðið í Svíþjóð og þar af leiðandi Karlalandsliðið í Listsundi. Fredrik fær Söru, dóttur sína, sem svo skemmtilega vill til að æfir listsund, til þess að þjálfa liðið og hjólin byrja að snúast hratt.
Myndin minnti mig á margan hátt á íslenskar myndir eins og Íslenski draumurinn eða Maður eins og ég. Svona myndir um algjöra lúsera sem eru komnir út í fáránlegar leiðir til þess að ná fram markmiðum sínum í lífinu. Í umsögn á vefsíðunni Eye for Film ver myndinni líkt við The Full Monty, sem er ótrúlega góð líking sem ég hafði ekki áttað mig á. Báðar myndirnar fjalla um karlavinahóp sem er byrjar að gera hluti sem hentar þeim engan veginn, og þykja bara ansi góðir í faginu.


The Full Monty og The Swimsuit Issue... ALVEG EINS!
Leikararnir í myndinni voru langflestir algjör snilld. Þeir voru ótrúlega venjulegar týpur en samt voru karakterarnir útpældir og mjög vel útfærðir. Hver og einn þeirra á mikið lof skilið, þá sérstaklega sá sem lék Fredrik. Ég vorkenndi honum ótrúlega í öllum mistökunum sem hann gerði í lífinu og ótrúlegri þrjósku til þess að breyta sér. Hann var svo staðráðinn í því að vinna og að vera bestur að fólk missti oft virðinguna fyrir honum. Hann var besserwisser-týpan to the extreme... og ég vorkenndi honum sjúkt. Stelpan sem lék dótturina stóð sig líka vel. Hún túlkaði unglingsstúlku í tilvistarkreppu óelskandi foreldra prýðilega og maður gat fundið til með henni.
Tæknileg vinna. Jájá. Gott gott. Ég tók sérstaklega eftir ótrúlega flottum underwater-tökum, sem voru algjört möst í sumum sund-senunum. Stundum fannst mér atburðarrásin klippt allt of hratt, ég veit ekki hvort það átti að vera einhverskonar stíll en sum móment og sumar gjörðir fengu ekki tíma til þess að lifa. Sem dæmi má nefna tilfinningaþrungið móment þegar Fredrik sagði feita liðsfélaganum sínum frá því að hann myndi ekki keppa á heimsmeistaramótinu og að feiti vinurinn ætti að synda í hans stað. "Charles, you'll take my place. I wont compete, because Sara is lost and I have to find her"... Fallegt móment sem fékk ENGAN tíma til þess að lifa. Um leið og Fredrik kláraði setninguna var klippt yfir í næstu senu! Og við fengum ekki einusinni að sjá viðbrögð hjá Charles! Úff, hvað það pirraði mig. Hraðar senuskiptingar geta verið algjör snilld (gott dæmi: Shaun of the Dead og Hot Fuzz) en sum móment VERÐA einfaldlega að fá að lifa og suma hluti vill áhorfandinn fá tíma til þess að sjá.
Annars mjög fín mynd og ótrúlega fyndin.

Leikararnir í myndinni voru langflestir algjör snilld. Þeir voru ótrúlega venjulegar týpur en samt voru karakterarnir útpældir og mjög vel útfærðir. Hver og einn þeirra á mikið lof skilið, þá sérstaklega sá sem lék Fredrik. Ég vorkenndi honum ótrúlega í öllum mistökunum sem hann gerði í lífinu og ótrúlegri þrjósku til þess að breyta sér. Hann var svo staðráðinn í því að vinna og að vera bestur að fólk missti oft virðinguna fyrir honum. Hann var besserwisser-týpan to the extreme... og ég vorkenndi honum sjúkt. Stelpan sem lék dótturina stóð sig líka vel. Hún túlkaði unglingsstúlku í tilvistarkreppu óelskandi foreldra prýðilega og maður gat fundið til með henni.
Tæknileg vinna. Jájá. Gott gott. Ég tók sérstaklega eftir ótrúlega flottum underwater-tökum, sem voru algjört möst í sumum sund-senunum. Stundum fannst mér atburðarrásin klippt allt of hratt, ég veit ekki hvort það átti að vera einhverskonar stíll en sum móment og sumar gjörðir fengu ekki tíma til þess að lifa. Sem dæmi má nefna tilfinningaþrungið móment þegar Fredrik sagði feita liðsfélaganum sínum frá því að hann myndi ekki keppa á heimsmeistaramótinu og að feiti vinurinn ætti að synda í hans stað. "Charles, you'll take my place. I wont compete, because Sara is lost and I have to find her"... Fallegt móment sem fékk ENGAN tíma til þess að lifa. Um leið og Fredrik kláraði setninguna var klippt yfir í næstu senu! Og við fengum ekki einusinni að sjá viðbrögð hjá Charles! Úff, hvað það pirraði mig. Hraðar senuskiptingar geta verið algjör snilld (gott dæmi: Shaun of the Dead og Hot Fuzz) en sum móment VERÐA einfaldlega að fá að lifa og suma hluti vill áhorfandinn fá tíma til þess að sjá.
Annars mjög fín mynd og ótrúlega fyndin.

Fín færsla.
ReplyDeleteGreinilegt að maður verður að kíkja á Swimsuit Issue.
Skemmtilegur punktur með klippinguna og augnablik sem þurfa tíma.
Varðandi klæðaburðinn á Tony T þá fannst mér hann alls ekkert út úr kú. Tony T var aðallega töff því honum fannst hann vera töff, þ.a. hallærisleg föt sem kalla á athygli fannst mér einmitt vera málið.
8 stig.