Ég horfði á tvær bíómyndir um daginn, ég ætla þó að láta kyrrt liggja að blogga um aðra þeirra. Sú hét "Epic Movie" og var ein lélegasta spoof-mynd sem ég hef séð á ævinni. Hún blandaði saman myndum eins og Narnia, Harry Potter, Willy Wonka and the Chocolate Factory, Da Vinci Code og ólíklegustu hlutum eins og MTV Cribs og Rapp-tónlistarmyndböndum... Djöfull var hún hræðileg.
Hin myndin, Year One, var þó öllu skárri.
Myndin fjallar um tvo glataða frumbyggja. Zed er misheppnaður veiðimaður og Oh er aumkunarverður safnari og saman búa þeir í litlum ættbálki í skógi. Nánari staðsetning þorpsins þeirra, og raunar allrar atburðarrásarinnar, kemur aldrei fram en myndin gerist á ótrúlega mörgum og mismundandi stöðum. Year One er í raun bara ein stór staðreyndavilla og framleiðendur myndarinnar eru sennilega ekkert að reyna að gera sannsögulega mynd.. sem er líka bara fínt. Og kómískt.
En semsagt, Zed er útskúfaður úr þorpinu eftir að hann borðar forboðinn ávöxt af forboðna trénu og Oh ákveður að fylgja honum í mikla ævintýraför. Á för sinni má eiginlega segja að þeir fari yfir nokkur skeið í mannkynssögunni. Fyrsta fólkið sem þeir hitta eru einhverskonar bændur, þeir fylgja einum bóndanum í einhvern bæ og þar eru þeir seldir í þrældóm. Sagan endar síðan einhversstaðar á Rómar-tímabilinu.. Eins og ég segi, ein stór staðreyndavilla.
Gamli forboðni!
Ég er hættur að nenna að tala um tæknilega framkvæmd Hollívúdd kvikmynda. Þær eru allar eins gerðar og allar bara mjög vel gerðar. Það er ekkert sem kemur á óvart og ekkert sem er hræðilega lélegt.. Ég man ekki eftir neinu frumlegu skoti í myndinni eða skemmtilegri útfærslu, myndin var, eins og allar myndir af þessari gerð, bara mjög venjulega unnin tæknilega.
Helstu leikarar eru ágætir, Jack Black og Michael Sera eru frábærir leikarar en ekki alveg uppá sitt besta í þessari mynd. Að mínu mati. Maður er eiginlega (því miður) kominn með pínu ógeð á Jack Black og töktunum hans. Hann er einn af þessum grínleikurum sem eru alltaf eins og skemmtunin sem felst í nýjum myndum með honum eru skrítnu karakterarnir sem hann leikur, en er samt alltaf eins. Gott dæmi um svona leikara er Jim Carrey, sem leikur lögfræðing, The Mask, The Grinch og Ace Ventura... alveg eins! Og það er alltaf jafn fyndið.. en þreytist jafn fljótt og það varð gaman.
Brandararnir í myndinni voru margir hverjir ansi góðir, en allt of margir bara náðu ekki alveg til mín. Handritið var að sjálfsögðu afskaplega heimskulegt, og myndin í heild var bara heimskuleg. Eiginlega of heimskuleg. Og það er aldrei jákvætt. Ekki einusinni fyrir grínmynd með Jack Black.
Á heildina litið átti Year One sína spretti, en olli samt svolitlum vonbrigðum. Ég, verandi Jack Black aðdáandi (í dvínun...) bjóst við meiru.
Hér má sjá atriði úr myndinni:
Saturday, November 21, 2009
Sunday, November 15, 2009
Klisjukenndasta skítadrasl kvikmyndasögunnar
2012(2009)
Við félagarnir skelltum okkur á stórmyndina 2012 nú í kvöld. Ætlunin var að fara kl. 22 en vegna gífurlegrar aðsóknar var uppselt á þá sýninguna. Við dóum ekki ráðalausir heldur ákváðum að fara á myndina kl. 23.15 í staðinn. Athugið að sú ákvörðun var tekin ÁÐUR en við áttuðum okkur á því að myndin er rúmlega tveir og hálfur klukkutími.
Myndin fjallar um heimsendi. Jibbíjei, enn ein stórslysamyndin.. Eins og titilinn gefur til kynna gerist hún árið 2012, en þá á heimurinn víst að enda samkvæmt tímatali Maya... Útskýringin á heimsendinum er, að sjálfsögðu, ekki mjög vísindaleg. Það er eitthvað talað um það að geislar frá sólinni séu orðnir of heitir vegna aukningu sólgosa og að þeir séu farnir að virka eins og örbylgjur. Jörðin okkar er semsagt í risastórum örbylgjuofni og flekarnir munu brátt byrja að færast til undir bráðnuðu undirlagi sínu. Nú er ég ekki mjög góður í jarðfræði, en eitthvað segir mér að þessi útskýring á heimsendi sé ein sú mesta þvæla sem skrifuð hefur verið í handrit... En ég ætla alfarið að leyfa jarðfræðingunum að hrekja það.
Svo ég tali nú aðeins meira um söguþráðinn, þá fylgjum við líka sögu fráskilins tveggja barna föðurs sem fer með börnin sín, litla krúttlega stúlkukind og ótrúlega mikinn rebel-strák (uþb. 10 ára) sem þolir ekki pabba sinn og er alltaf í geimbojinum sínum, í útilegu í Yellowstone-þjóðgarðinn rétt í þann mund sem hann breytist í risastórt eldfjall. Fjöslkyldufaðirinn dyggi kemst að því að verið sé að byggja svokölluð skip ("the government is building these ships") sem eiga að bjarga öllu. Ferðalagi fjölskyldunnar er síðan fylgt í bland við klisjukenndar senur af Bandaríkjaforseta og hans sérfræðingum.
Réttur titill myndarinnar væri í raun "The Cliché Movie" einfaldlega vegna þess að hún er klisjukenndasta og amerískasta mynd sem ég hef séð á ævinni. Það er í raun engin virkilega þekkt klisja sem kom ekki fyrir í myndinni og vil ég hrósa leikstjóra myndarinnar, Roland Emmerich, fyrir að hafa náð að troða þeim öllum inn í myndina. Sem dæmi um klisjur má nefna:
- Einhleypa gaurinn sem var lélegur pabbi en vinnur aftur traust barna sinna og ást fyrrverandi eiginkonu sinnar með því að vera geðveik hetja.
- Forseta Bandaríkjanna sem hafnar því að fara með skipi til að halda lífi, en ákveður að vera eftir í Hvíta Húsinu og deyr þar.
- Unga jarðfræðinginn sem hefur á réttu að standa allan tímann.
- Hin ótal bíla- og flugvélaatriði þar sem allir virðast verða fyrir hrauni/hrynjandi húsi NEMA aðalpersónurnar okkar.
- Vonda rússneska kallinn sem er alveg sama um restina af fólkinu og vill bara halda lífi, sem deyr síðan að sjálfsögðu í lokin.
...og svona gæti ég haldið áfram í alla nótt.. En ég þarf að mæta í kvikmyndafræði kl. 08:10 svo ég ætla að drífa þetta blogg af.
Myndin var auðvitað frábærlega gerð, tæknilega. Öll sjónræn og hljóðræn atriði voru "tipp-topp", fyrir utan nokkra grafík-lega hnökra, sem eru að sjálfsöðgu óhjákvæmilegir í mynd sem er svo uppfull af tölvugrafík. Sérstaklega fannst okkur skemmtilegt hvað gæðin á myndinni voru góð, þetta var augljóslega ekki filma.. Kannski digital? Þetta var í sal 1 í Smárabíó.. Spalli, þú kannski veist hvernig tækni er notuð þar?
Handrit myndarinnar þarf ég ekkert að ræða frekar.. Það var ömurlegt. Ég gat ekki hamið mig um að deyja úr kjánahrolli á ákveðnum stöðum í myndinni ("I love you dad" kemur strax upp í hugann) og það má í raun segja að handritshöfundar myndarinnar hafi ekki tekið mikla sénsa þegar kom að því að skrifa...
Eina jákvæða atriðið um myndina sem mér dettur í hug þessa stundina (fyrir utan afþreyinguna og spennuatriðin) er fjöldi svertingja í stórum hlutverkum. En forseti Bandaríkjanna og hinn ungi jarðfræðingur voru báðir svartir. Það þótti mér stórmerkilegt og stórskemmtilegt. Myndin endaði síðan á krúttlegu ástarsambandi á milli hins síðarnefnda og dóttur forsetans, smá svona svertingja-ást... Maður hatar það ekki ;)
En annars, ef þú vilt fá afþreyingu og spennandi spennuatriði, innanum klisjukenndustu atriði veraldarsögunnar, skelltu þér þá á 2012! Endilega taktu vini þína með þér og passaðu að það séu engir í salnum sem taka myndinni alvarlega.. Hlátrasköllin þín munu alveg eyðileggja fyrir þeim upplifunina :)
Monday, November 2, 2009
Að taka upp auglýsingu
Herranótt stóð í fjáröflun í gær og í fyrradag (sunnudag og mánudag) þar sem Herranæturstjórn fékk það verkefni að safna saman 150-200 manns til þess að leika í auglýsingu stórfyrirtækis, sem vill alveg örugglega ekki láta nafns síns getið á alnetinu. Það fór svo þannig að 100 manns mættu eiturhress í Laugardalshöllina á sunnudagsmorguninn, grunlaus um hinn eilífa dag sem var þeim fyrir höndum.
Ég held að hverjum einast einstaklingi í þessum hundrað manna hópi hafi smám saman orðið fullljóst hvað leikur í kvikmyndum/leikritum snýst aðallega um: Að bíða. Kameru- og ljósamennirnir, leikstjórinn og útlitskonurnar vönduðu sig alveg hreint skuggalega mikið við uppsetningu á tökum og bitnaði það oftar en ekki á statistunum sem eyddu heilu klukkustundunum í kaffistofunni, bíðandi í örvæntingu.
Í fyrstu senu dagsins átti að líta út fyrir að Laugardalshöllin væri full af fólki frá gólfi upp í loft. Einhvernveginn svona:
Til þess að taka það upp hefði þurft í kring um 5-10.000 manns, en við vorum bara 100. Hvað var þá til ráða? Jú. Vegna þess að fólkið hjá auglýsingastofunni var svo sniðugt kunnu þau á einhverskonar layer-tækni (einhverskonar advanced útgáfu af split-screen) þannig að þau stilltu upp tveimur camerum sem voru kyrrar á sama stað allan tímann á meðan 100 manna hópurinn skiptist á að færa sig á milli staða í stúkunni og tryllast úr gleði. Það verður svo hausverkur post-production sérfræðinganna að púsla öllum þessum tökum (kannski 30-40 tökum) saman.
Að þessum hluta loknum (eftir sirkabát 4-5 klst. vinnu) fór statistahópurinn í pásu sem entist í uþb. tvær klukkustundir. Það kominn ansi mikill pirringur í hópinn af allri biðinni þegar hann var loksins kallaður aftur inn í íþróttasal, og þá skýrðist það afhverju pásan hafði verið svona löng. Inni í íþróttasalnum hafði RISAstórum Green-screen verið komið fyrir á miðjum íþróttavellinum og ljósamennirnir voru í óðaönn að fulllýsa teppið.
Þegar lýsingarvinnunni var lokið hófst hópurinn handa við að taka upp hópsenur á green-screeninu og lauk þeirri vinnu uppúr kl. 20:00. Síðustu statistunum var síðan leyft að fara kl. 21:00, eftir ellefu klukkustunda vinnudag.
Þrátt fyrir mikla vinnu og leiðindabið virtust flestir statistarnir vera sáttir við sinn hlut. Það var í raun magnað að sjá hversu margir nenntu að hanga í Laugardalshöllinni í heilan dag. Upplifunin að verða vitni að og fá að taka þátt í alvöru kvikmyndapródúksjón var eflaust helsti drifkraftur flestra þennan langa dag. Enda alltaf gaman að gægjast á bakvið tjöldin í atvinnu kvikmyndagerð og fá að sjá hversu mikil vinna það er að framleiða auglýsingu sem kemur síðan í nokkrar sekúndur í sjónvarpinu! :)
Ég held að hverjum einast einstaklingi í þessum hundrað manna hópi hafi smám saman orðið fullljóst hvað leikur í kvikmyndum/leikritum snýst aðallega um: Að bíða. Kameru- og ljósamennirnir, leikstjórinn og útlitskonurnar vönduðu sig alveg hreint skuggalega mikið við uppsetningu á tökum og bitnaði það oftar en ekki á statistunum sem eyddu heilu klukkustundunum í kaffistofunni, bíðandi í örvæntingu.
Í fyrstu senu dagsins átti að líta út fyrir að Laugardalshöllin væri full af fólki frá gólfi upp í loft. Einhvernveginn svona:
Til þess að taka það upp hefði þurft í kring um 5-10.000 manns, en við vorum bara 100. Hvað var þá til ráða? Jú. Vegna þess að fólkið hjá auglýsingastofunni var svo sniðugt kunnu þau á einhverskonar layer-tækni (einhverskonar advanced útgáfu af split-screen) þannig að þau stilltu upp tveimur camerum sem voru kyrrar á sama stað allan tímann á meðan 100 manna hópurinn skiptist á að færa sig á milli staða í stúkunni og tryllast úr gleði. Það verður svo hausverkur post-production sérfræðinganna að púsla öllum þessum tökum (kannski 30-40 tökum) saman.
Að þessum hluta loknum (eftir sirkabát 4-5 klst. vinnu) fór statistahópurinn í pásu sem entist í uþb. tvær klukkustundir. Það kominn ansi mikill pirringur í hópinn af allri biðinni þegar hann var loksins kallaður aftur inn í íþróttasal, og þá skýrðist það afhverju pásan hafði verið svona löng. Inni í íþróttasalnum hafði RISAstórum Green-screen verið komið fyrir á miðjum íþróttavellinum og ljósamennirnir voru í óðaönn að fulllýsa teppið.
Þegar lýsingarvinnunni var lokið hófst hópurinn handa við að taka upp hópsenur á green-screeninu og lauk þeirri vinnu uppúr kl. 20:00. Síðustu statistunum var síðan leyft að fara kl. 21:00, eftir ellefu klukkustunda vinnudag.
Þrátt fyrir mikla vinnu og leiðindabið virtust flestir statistarnir vera sáttir við sinn hlut. Það var í raun magnað að sjá hversu margir nenntu að hanga í Laugardalshöllinni í heilan dag. Upplifunin að verða vitni að og fá að taka þátt í alvöru kvikmyndapródúksjón var eflaust helsti drifkraftur flestra þennan langa dag. Enda alltaf gaman að gægjast á bakvið tjöldin í atvinnu kvikmyndagerð og fá að sjá hversu mikil vinna það er að framleiða auglýsingu sem kemur síðan í nokkrar sekúndur í sjónvarpinu! :)
Saturday, October 31, 2009
Coraline (2009)
Í dag ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi: Að vera góður stóri bróðir og sinna kvikmyndafræði-skyldum mínum. Ég horfði í bíómynd með litlu systur minni, Lindu (6 ára).
Myndin sem varð fyrir valinu var Coraline, fyrsta barnahryllingsmyndin sem ég hef séð. Hún var ótrúlega skrítin. Það var svolítið eins og gerendur myndarinnar hafi reynt að höfða til tveggja markhópa í einu. Annarsvegar Tim Burton aðdáenda og fólks sem fílar animated Halloweenmyndir og hinsvegar barna. Mér fannst það frekar undarlegt þar sem að myndin var eiginlega örlítið of scary fyrir litlu systur mína. Hún var mjög hræðileg á köflum, en algjör barnamynd á öðrum tímum...
Þrátt fyrir þennan leiðinlega árekstur barna- og fullorðinsmynda var myndin ágætis skemmtun. Helsta skemmtunin fólst í útliti hennar, sem var algjör snilld. Myndin er einhverskonar millibilsástand á milli þess að vera leirmynd og animated mynd. Hún er í algjörum Tim Burton stíl, enda leikstýrt af Henry Selick, leikstjóra The Nightmare Before Christmas, og var Coraline augljóslega svolítið markaðssett með velgengni þeirrar myndar í huga. Á coverinu stendur t.a.m. From the director of 'The Nightmare Before Christmas'...
Myndin fjallar um litla stúlku sem flytur í hús sem virðist vera í skógi eða einhversstaðar þar sem ekki er að finna mörg hús í kring. Þrátt fyrir það er húsið fjölbýlishús og það er búið í kjallara hússins og á háalofti þess. Coraline kynnist strák sem heitir Wybie og býr í hverfinu. Hann gefur henni dúkku sem lítur út alveg eins og Coraline og í kjölfarið finnur hún litla falda hurð á bakvið veggfóður í húsinu sínu. Við nánari athugun virðist hurðin leiða aftur inn í húsið hennar, nema í þetta skiptið er heimurinn miklu skemmtilegri. Fjölskyldan er ekki leiðinleg og garðurinn blómstrar! En Coraline mun fljótt komast að því að ekki er allt sem sýnist... Og eins og tagline-ið fyrir myndina segir til um: "Be cereful what you wish for" ("Varaðu þig á því hvers þú óskar þér).
Atburðarrásin og plottið í myndinni er svosem ágætt. Ekkert meira en bara svona meðal barnamynda-plott. Boðskapurinn er sennilega sá að maður á að sætta sig við það sem maður hefur, fallegur boðskapur sem öll börn ættu að þekkja.
Tæknileg vinnsla myndarinnar var afbragðsgóð. Grafíkin var sjúklega skemmtileg og þá sérstaklega í byrjunaratriðinu þar sem við sjáum Coraline-dúkkuna saumaða. Það kemur mér sífellt á óvart hvað animation-tækninni hefur fleytt fram á síðustu árum, ég veit hreinlega ekki hvar þetta endar! Gott dæmi um þetta er trailerinn að A Christmas Carol sem ég sá í bíó um daginn. Hendum honum bara inn hér: (ég mæli með HD)
En það allra helsta sem ég hef út á Coraline að setja er íslenska talsetningin. Ég er ekki mikið fyrir það að kvarta undan íslenskri talsetningu og er oftast mjög umburðarlyndur þegar kemur að henni, enda hef ég fengist örlítið við talsetningu sjálfur. En í Coraline var mér alveg gjörsamlega nóg boðið. Ég neyddist því miður til þess að horfa á myndina með íslensku tali og það hreinlega eyðilagði myndina fyrir mér. Það var allt of augljóst að við talsetningu myndarinnar hafði ekki verið vandað nóg til verka og finnst mér það algjör synd. Krakkarnir tveir sem döbba fyrir Coraline og Wybie eru gjörsamlega úti á þekju og þá sérstaklega drengurinn. Það virðist allt of oft vera í íslenskri talsetningu að vanvirðing gagnvart börnum lýsi sér í óvönduðum vinnubrögðum. Fólki virðist vera sama um það að vanda sig þegar myndin á að vera fyrir börn, vegna þess að þau eru minna líkleg til þess að taka eftir illa unnu verki. Algjör synd... Atvinnudöbbararnir eru nokkurn veginn pottþéttir en talsetningarfyrirtækið hefði átt að taka sér miiiiklu lengri tíma í að hjálpa hinum yngri og óreyndari talsetjurum..
Á heildina litið hefði ég viljað horfa á myndina á ensku. Allt sjónrænt var sjúklega flott og það eina sem skemmdi var, eins og fyrr sagði, íslenska talsetningin. Tvær og hálf stjarna af fimm. Hér má sjá trailerinn að myndinni:
Myndin sem varð fyrir valinu var Coraline, fyrsta barnahryllingsmyndin sem ég hef séð. Hún var ótrúlega skrítin. Það var svolítið eins og gerendur myndarinnar hafi reynt að höfða til tveggja markhópa í einu. Annarsvegar Tim Burton aðdáenda og fólks sem fílar animated Halloweenmyndir og hinsvegar barna. Mér fannst það frekar undarlegt þar sem að myndin var eiginlega örlítið of scary fyrir litlu systur mína. Hún var mjög hræðileg á köflum, en algjör barnamynd á öðrum tímum...
Þrátt fyrir þennan leiðinlega árekstur barna- og fullorðinsmynda var myndin ágætis skemmtun. Helsta skemmtunin fólst í útliti hennar, sem var algjör snilld. Myndin er einhverskonar millibilsástand á milli þess að vera leirmynd og animated mynd. Hún er í algjörum Tim Burton stíl, enda leikstýrt af Henry Selick, leikstjóra The Nightmare Before Christmas, og var Coraline augljóslega svolítið markaðssett með velgengni þeirrar myndar í huga. Á coverinu stendur t.a.m. From the director of 'The Nightmare Before Christmas'...
Myndin fjallar um litla stúlku sem flytur í hús sem virðist vera í skógi eða einhversstaðar þar sem ekki er að finna mörg hús í kring. Þrátt fyrir það er húsið fjölbýlishús og það er búið í kjallara hússins og á háalofti þess. Coraline kynnist strák sem heitir Wybie og býr í hverfinu. Hann gefur henni dúkku sem lítur út alveg eins og Coraline og í kjölfarið finnur hún litla falda hurð á bakvið veggfóður í húsinu sínu. Við nánari athugun virðist hurðin leiða aftur inn í húsið hennar, nema í þetta skiptið er heimurinn miklu skemmtilegri. Fjölskyldan er ekki leiðinleg og garðurinn blómstrar! En Coraline mun fljótt komast að því að ekki er allt sem sýnist... Og eins og tagline-ið fyrir myndina segir til um: "Be cereful what you wish for" ("Varaðu þig á því hvers þú óskar þér).
Atburðarrásin og plottið í myndinni er svosem ágætt. Ekkert meira en bara svona meðal barnamynda-plott. Boðskapurinn er sennilega sá að maður á að sætta sig við það sem maður hefur, fallegur boðskapur sem öll börn ættu að þekkja.
Tæknileg vinnsla myndarinnar var afbragðsgóð. Grafíkin var sjúklega skemmtileg og þá sérstaklega í byrjunaratriðinu þar sem við sjáum Coraline-dúkkuna saumaða. Það kemur mér sífellt á óvart hvað animation-tækninni hefur fleytt fram á síðustu árum, ég veit hreinlega ekki hvar þetta endar! Gott dæmi um þetta er trailerinn að A Christmas Carol sem ég sá í bíó um daginn. Hendum honum bara inn hér: (ég mæli með HD)
En það allra helsta sem ég hef út á Coraline að setja er íslenska talsetningin. Ég er ekki mikið fyrir það að kvarta undan íslenskri talsetningu og er oftast mjög umburðarlyndur þegar kemur að henni, enda hef ég fengist örlítið við talsetningu sjálfur. En í Coraline var mér alveg gjörsamlega nóg boðið. Ég neyddist því miður til þess að horfa á myndina með íslensku tali og það hreinlega eyðilagði myndina fyrir mér. Það var allt of augljóst að við talsetningu myndarinnar hafði ekki verið vandað nóg til verka og finnst mér það algjör synd. Krakkarnir tveir sem döbba fyrir Coraline og Wybie eru gjörsamlega úti á þekju og þá sérstaklega drengurinn. Það virðist allt of oft vera í íslenskri talsetningu að vanvirðing gagnvart börnum lýsi sér í óvönduðum vinnubrögðum. Fólki virðist vera sama um það að vanda sig þegar myndin á að vera fyrir börn, vegna þess að þau eru minna líkleg til þess að taka eftir illa unnu verki. Algjör synd... Atvinnudöbbararnir eru nokkurn veginn pottþéttir en talsetningarfyrirtækið hefði átt að taka sér miiiiklu lengri tíma í að hjálpa hinum yngri og óreyndari talsetjurum..
Á heildina litið hefði ég viljað horfa á myndina á ensku. Allt sjónrænt var sjúklega flott og það eina sem skemmdi var, eins og fyrr sagði, íslenska talsetningin. Tvær og hálf stjarna af fimm. Hér má sjá trailerinn að myndinni:
Monday, October 19, 2009
Los abrazos rotos (2009)
Los abrazos rotos (e. Broken Embraces) er nýjasta mynd Pedro Almodóvar og nýbyrjuð í sýningu í kvikmyndahúsum landsins. Við fjölskyldan skelltum okkur á hana í gærkvöldi og urðum, allavegana flestöll, ekki fyrir vonbrigðum.
Pedro Almodóvar er sennilega þekktastur fyrir kvikmyndirnar Todo sobre mi madre (1999), Hable con ella (2002) og Volver (2006). Hann hefur unnið sig inn í hug og hjörtu aðdáenda sinna með skemmtilega flóknum flækjum og áherslu á ýktan leikstíl. Almodóvar notast oft við sömu leikarana, eins og má sjá í Los abrazos rotos, en Penélope Cruz er nánast orðin fastaleikkona í myndum Almodóvars og Lluís Homar, Blanca Portillo og Rubén Ochandiano (sem leika stór hlutverk í myndinni) hafa áður komið við sögu á leikstjórnarferli hans.
Um leið og fyrsta skotið í myndinni fyllti út í bíótjaldið vissi ég að ég yrði ekki svikinn. Um var að ræða allra fyrsta skot myndarinnar þar sem við sjáum nærmynd af auga og í auganu speglast Harry Caine (Homar), söguhetja myndarinnar. Ég ítreka það við ykkur. Takið eftir fyrsta skotinu í myndinni! Það er óóótrúlega flott. Og geðveikt. Snilld. En já semsagt, Harry Caine, eða Mateo Blanco eins og hann hét einusinni, er þekktur kvikmyndaleikstjóri/handritshöfundur. Eini gallinn er sá að hann er orðinn blindur og hefur því þurft að láta leikstjórahlutverkið víkja fyrir handritshöfundinum. Harry á sér mikla fortíð með leikkonunni Lenu (Cruz) sem er gift auðjöfrinum Ernesto Martel (José Luis Gómez). Sonur Ernestos, Ray X (Ochandiano), kemst þó á snoðir um skuggalega náin samskipti á milli leikstjórans og leikkonunnar...
Að mínu mati var myndin í alla staði.. Geðveik! Ég var ótrúlega væntingalaus þegar ég gekk inn í salinn, og oftar en ekki virðist það hafa góð áhrif á skoðun manns á myndinni. Ég er ekki mikill Almodóvar-isti og vissi því ekki alveg við hverju ég átti að búast, en það var samt bara eins gott, því pabbi minn varð fyrir örlitlum vonbrigðum og bjóst við hraðari mynd og flóknara plotti, á meðan ég var bara fullkomlega sáttur við tiltölulega hæga atburðarrás og ekkert of flókinn söguþráð.
Fyrir það fyrsta var leikurinn í myndinni framúrskarandi. Penélope Cruz var ótrúlega "fokking" góð í hlutverki leikkonunnar Lenu og "púllaði" alveg þetta krefjandi hlutverk. Eini vankanturinn við hennar leik var sá að hún var að leika leikkonu sem var ný í bransanum. En í sumum leiknu senum leikkonunnar var Cruz bara OF góð til þess að vera raunsæ sem nýliða-leikkona! Eini gallinn við hana var semsagt: hún er of góð leikkona.
Hugsanlegur hnökri á leiknum (ég er ekki alveg búinn að ákveða hvað mér finnst) var túlkun Rubén Ochandiano á Ernesto Martel yngri / Ray X. Hann á að vera auðsýnilega samkynhneigður og skotinn í Mateo Blanco og stundum varð leikurinn tilgerðarlegur og ótrúverðugur. Við þekkjum öll þessa homma-steríótýpu og hún er vissulega til í daglegu lífi, en þessi túlkun var einhvernveginn óraunsæ á köflum...
Annars vil ég líka gefa Tamar Novas stórt hrós fyrir túlkun sína á Diego (syni Judit Garcia (Portillo) sem er aðstoðarkona Harrys Caine). Leikarinn er einungis 23 ára en náði mér svo sannarlega á sitt band í hlutverki unglings með stóra drauma.
Tæknilega hlið myndarinnar var líka oft trans-epískt flott. Tökurnar voru ótrúlega mismunandi og sniðugar en langar tökur með mikla hreyfingu á myndavélinni voru áberandi. Eitt áberandi flott skot var samtal á milli Diego og Harry þar sem við sáum nærskot af andlitunum þeirra til skiptis og senan entist í svona 5-6 mínútur! Ótrúlega flott! Handritið krafðist líka mjög mikilst tímaflakks í fyrrihluta myndar og var það snyrtilega leyst með rækilega merktum senum "Madrid 1994" o.s.frv.
Ég mæli svo sannarlega hiklaust með Broken Embraces. Myndin er nánast hönkralaus handritslega, leiklega og tæknilega.
Hér má sjá treiler:
Thursday, October 8, 2009
RIFF - restin
Ég er búinn að steingleyma hvaða myndir ég sá nákvæmlega á RIFF. En hérna eru allavegana einhverjar þeirra:
Antoine (2008)
Ég var ótrúlega spenntur að sjá þessa mynd. Hún fær einkunnina 9,5 á imdb og einn notandi síðunnar lýsir henni sem "áhrifamestu heimildarmynd sem hann hafi séð". Lýsingin segir að hún fjalli um blindan sex ára strák sem keyrir bíl, leysir sakamál og tekur upp umhverfishljóð. Ég hélt að myndin fjallaði um einhvern ofur-strák sem nýtti sér hljóð og bergmál í umhverfinu til þess að skynja umhverfið (Echolocation) og gæti þannig keyrt bíl og ýmislegt annað. Eins og Daniel Kish, Ben Underwood eða aðrir blindir ofurhugar sem hjóla á hjólum eða fara í fjallgöngur.
Ég hafði rangt fyrir mér.
Í byrjun myndarinnar komumst við að því að Antoine Hoang er vissulega blindur.. En hann er ekki neitt klárari eða gáfaðari en nokkur annar krakki. Hann kann ekki að keyra bíl (þó svo að hann setjist nokkrum sinnum undir stýri og þykist keyra) og hann er eiginlega alla myndina að leika sér í rannsóknarlögergluleik með tveimur vinkonum sínum! Myndin er látin líta út eins og hún sé séð frá sjónarhóli sex ára barns. Myndavélin er í augnlínu við börnin og hristist óþægilega mikið. Næringarskortur minn og léleg myndataka orsökuðu það að ég þurfti að ganga út úr salnum þegar nokkrar mínútur voru eftir af myndinni vegna þess að mér var orðið svo flökurt. Það getur ekki talist jákvætt.
Það sem mér fannst stórvanta í myndina var einhverskonar heimildun. Einhver viðtöl eða einhver sögumaður. Myndin var Cinéma vérité og mér fannst þessar senur með stráknum ekki ná að halda myndinni uppi. Í lokin á myndinni, undir kreditlistanum, var leikstjórinn búinn að troða inn viðtölum við Antoine og vini hans. Og það verður að segjast eins og er að það var LANGskemmtilegasti hlutinn við myndina! Mér finnst hreint út sagt ótrúlegt að þessi viðtöl hafi þurft að mæta afgangi og þau hafi verið sett í kredit-listann!
Umfjöllunarefnið er stórskemmtilegt en úrvinnslan ömurleg.
Red Race (2009)
The Red Race er nokkurskonar ádeila á fimleikaheiminn í Kína með sérstöku tilliti til yngsta fimleikafólksins. Í myndinni er skyggnst inn í heim ca. 5-7 ára barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fimleika-skólum. Þeim er þrælkað út og þau beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi til þess að bæta sig. Mörg þeirra koma frá fátækum heimilum og vilja bæta sig í fimleikum til þess að geta unnið gullverðlaun á Ólympíuleikunum og þannig stutt fjárhagslega við fjölskyldurnar sínar.
Í þessari mynd, líkt og í Antoine, fannst mér stórvanta viðtöl eða sögumann. Myndin er í sama frásagnarlausa stíl og Antoine (Cinéma Vérité) og þrátt fyrir sláandi myndefni á köflum, fannst mér stíllinn gera myndina ótrúlega innihaldslausa. Myndin er jú bara 70 mínútur af krökkum í fimleikum að gráta og eftir smá stund varð það svolítið þreytt... Ef ég hefði fengið að gera myndina hefði ég tekið viðtöl við þjálfarana, krakkana og foreldrana. Ég hefði fundið staðreyndir um fimleikaheiminn í Kína og tvinnað þær inn í myndina.
Allt í allt, frekar sláandi, en ekki nægilega fjölbreytt til þess að halda í mann allan tímann.
Eamon (2009)
Eamon fjallar um litla fjölskyldu: Eamon, lítinn ofvirkan og athyglissjúkan strák sem sefur uppí hjá mömmu sinni, Grace, sem vill frekar hafa son sinn uppí hjá sér en að þurfa að sofa hjá Daniel, manninum sínum sem er orðinn virkilega kynferðislega bældur. Fyrri hluta myndarinnar er samúð áhorfandans öll hjá foreldrum Eamons, en síðan þróast hún þannig að í lokin er samúðin komin yfir til Eamons, stráksins sem á svona ótrúlega óþroskaða og ömurlega foreldra.
Svona eftir á að hyggja er Eamon ein af betri myndum sem ég sá á RIFF. Hún er mjög vel leikin og vel gerð á flestan hátt. Vilji persónanna er ótrúlega skýr og söguþráðurinn er tiltölulega einfaldur. Þróun persónanna og algjör víxlun samúðar er sérstaklega skemmtileg og eftirtektarverð, sem og leikræn tilþrif stráksins sem leikur Eamon. Hann fór meiraðsegja einusinni að gráta!
Sumsé, góð mynd, falleg og allt það :)
Ég sá einhverjar fleiri myndir (Francesca og Shorts program 2 meðal annars) en ég man svo lítið efti þeim myndum að ég held að það sé bara tilganglaust að blogga um þær. Ég horfi á það mikið af bíómyndum dags daglega að ég ætti alveg að geta lifað það af.
Friður.
Antoine (2008)
Ég var ótrúlega spenntur að sjá þessa mynd. Hún fær einkunnina 9,5 á imdb og einn notandi síðunnar lýsir henni sem "áhrifamestu heimildarmynd sem hann hafi séð". Lýsingin segir að hún fjalli um blindan sex ára strák sem keyrir bíl, leysir sakamál og tekur upp umhverfishljóð. Ég hélt að myndin fjallaði um einhvern ofur-strák sem nýtti sér hljóð og bergmál í umhverfinu til þess að skynja umhverfið (Echolocation) og gæti þannig keyrt bíl og ýmislegt annað. Eins og Daniel Kish, Ben Underwood eða aðrir blindir ofurhugar sem hjóla á hjólum eða fara í fjallgöngur.
Ég hafði rangt fyrir mér.
Í byrjun myndarinnar komumst við að því að Antoine Hoang er vissulega blindur.. En hann er ekki neitt klárari eða gáfaðari en nokkur annar krakki. Hann kann ekki að keyra bíl (þó svo að hann setjist nokkrum sinnum undir stýri og þykist keyra) og hann er eiginlega alla myndina að leika sér í rannsóknarlögergluleik með tveimur vinkonum sínum! Myndin er látin líta út eins og hún sé séð frá sjónarhóli sex ára barns. Myndavélin er í augnlínu við börnin og hristist óþægilega mikið. Næringarskortur minn og léleg myndataka orsökuðu það að ég þurfti að ganga út úr salnum þegar nokkrar mínútur voru eftir af myndinni vegna þess að mér var orðið svo flökurt. Það getur ekki talist jákvætt.
Það sem mér fannst stórvanta í myndina var einhverskonar heimildun. Einhver viðtöl eða einhver sögumaður. Myndin var Cinéma vérité og mér fannst þessar senur með stráknum ekki ná að halda myndinni uppi. Í lokin á myndinni, undir kreditlistanum, var leikstjórinn búinn að troða inn viðtölum við Antoine og vini hans. Og það verður að segjast eins og er að það var LANGskemmtilegasti hlutinn við myndina! Mér finnst hreint út sagt ótrúlegt að þessi viðtöl hafi þurft að mæta afgangi og þau hafi verið sett í kredit-listann!
Umfjöllunarefnið er stórskemmtilegt en úrvinnslan ömurleg.
Red Race (2009)
The Red Race er nokkurskonar ádeila á fimleikaheiminn í Kína með sérstöku tilliti til yngsta fimleikafólksins. Í myndinni er skyggnst inn í heim ca. 5-7 ára barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fimleika-skólum. Þeim er þrælkað út og þau beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi til þess að bæta sig. Mörg þeirra koma frá fátækum heimilum og vilja bæta sig í fimleikum til þess að geta unnið gullverðlaun á Ólympíuleikunum og þannig stutt fjárhagslega við fjölskyldurnar sínar.
Í þessari mynd, líkt og í Antoine, fannst mér stórvanta viðtöl eða sögumann. Myndin er í sama frásagnarlausa stíl og Antoine (Cinéma Vérité) og þrátt fyrir sláandi myndefni á köflum, fannst mér stíllinn gera myndina ótrúlega innihaldslausa. Myndin er jú bara 70 mínútur af krökkum í fimleikum að gráta og eftir smá stund varð það svolítið þreytt... Ef ég hefði fengið að gera myndina hefði ég tekið viðtöl við þjálfarana, krakkana og foreldrana. Ég hefði fundið staðreyndir um fimleikaheiminn í Kína og tvinnað þær inn í myndina.
Allt í allt, frekar sláandi, en ekki nægilega fjölbreytt til þess að halda í mann allan tímann.
Eamon (2009)
Eamon fjallar um litla fjölskyldu: Eamon, lítinn ofvirkan og athyglissjúkan strák sem sefur uppí hjá mömmu sinni, Grace, sem vill frekar hafa son sinn uppí hjá sér en að þurfa að sofa hjá Daniel, manninum sínum sem er orðinn virkilega kynferðislega bældur. Fyrri hluta myndarinnar er samúð áhorfandans öll hjá foreldrum Eamons, en síðan þróast hún þannig að í lokin er samúðin komin yfir til Eamons, stráksins sem á svona ótrúlega óþroskaða og ömurlega foreldra.
Svona eftir á að hyggja er Eamon ein af betri myndum sem ég sá á RIFF. Hún er mjög vel leikin og vel gerð á flestan hátt. Vilji persónanna er ótrúlega skýr og söguþráðurinn er tiltölulega einfaldur. Þróun persónanna og algjör víxlun samúðar er sérstaklega skemmtileg og eftirtektarverð, sem og leikræn tilþrif stráksins sem leikur Eamon. Hann fór meiraðsegja einusinni að gráta!
Sumsé, góð mynd, falleg og allt það :)
Ég sá einhverjar fleiri myndir (Francesca og Shorts program 2 meðal annars) en ég man svo lítið efti þeim myndum að ég held að það sé bara tilganglaust að blogga um þær. Ég horfi á það mikið af bíómyndum dags daglega að ég ætti alveg að geta lifað það af.
Friður.
Monday, September 21, 2009
RIFF - dagur 5
Ég fór ekki á neina mynd á RIFF í dag, svo ég ákvað bara að henda inn þessari færslu sem ég byrjaði á um daginn og kláraði aldrei. Voilá !
Ég horfði á Good Will Hunting áðan. Kvikmyndin er skrifuð af Ben Affleck og Matt Damon, þeir leika báðir í myndinni og átti hún stóran hlut í því að henda þeim inn í sviðsljósið í Hollívúdd. Myndin hefur unnið fjöldan allan af verðlaunum og ber þar helst að nefna tvenn Óskars-verðlaun árið 1998 fyrir besta handritið og besta leikara í aukahlutverki (Robin Williams) og Golden Globe-verðlaun sama ár fyrir besta handritið.
Myndin fjallar um vandræðaunglinginn Will Hunting sem vinnur við ræstingar í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT). Í frístundum sínum slæpist hann með vinum sínum, drekkur bjór og lendir í slag. Þrátt fyrir skort á námi og lélegt uppeldi er Will bráðgáfaður. Hann hefur lesið heilan helling af bókum og á í litlum erfiðleikum með að leysa stærðfræðidæmi sem kennarar í Tækniskólanum hafa barist við í mörg ár. Þegar Gerald Lambeau, kennari við skólann uppgötvar hæfileika Wills tekur hann drenginn að sér og hjálpar honum úr fangelsi með þeim skilyrðum að Will hitti Gerald einu sinni í viku, auk þess þarf hann að hitta sálfræðing. Gerald verður agndofa yfir hæfileikum Wills en tímarnir með sálfræðingunum ganga öllu verr. Það er ekki fyrr en Gerald kallar til fyrrverandi skólafélaga sinn, Sean Maguire að Will Hunting byrjar að opna sig hjá sálfræðingnum. Sean og Will koma úr sama hverfi og eiga svipaðan bakgrunn, þannig nær Sean til hans og nær árángri. Þeir ræða saman um lífið og tilveruna, misheppnað ástarsamband Wills við bresku Harvard-stelpuna Skylar, sem elskar Will afar heitt og vill fá hann með sér til Kaliforníu, þangað sem hún er á leið í nám. Will er hinsvegar svo andlega fucked-up að hann óttast ekkert meira en höfnun og kýs því að hafna fólki áður en því gefst þess kostur. Þess vegna segist hann ekki elska Skylar og sendir hana eina og grátbólgna til Kaliforníu.
Myndin er ofboðslega falleg saga af stráki sem á ömurlegt líf, hefur verið beittur ofbeldi sem barn og er varanlega skemmdur vegna þess og manni sem reynir að komast inn í huga hans, með góðu eða illu. Samskipti Matt Damon og Robin Williams í myndinni eru hreinlega gullfalleg og ótrúlega vel uppbyggð. Það eru líka margar góðar pælingar í myndinni. Will er of gáfaður til þess að vinna sem verkamaður í úthverfi eins og vinir hans stefna á í framtíðinni, en samt er það það eina sem hann vill, hann hefur engan áhuga á að eyða lífinu í að leysa stærðfræðidæmi. Hinsvegar væri það algjör óvirðing við vini hans, sem myndu allir vilja losna úr sínu venjulega lífi og verða ríkir, að yfirgefa þá ekki. Þeir vilja að hann fari og geri góða hluti við líf sitt, hafandi þennan hæfileika.
Handrit myndarinnar er vel skrifað og ég skil fullkomlega hvernig þessi mynd gat ýtt Matt Damon og Ben Affleck fram á sjónarsviðið.
Já, stórskemmtileg og vel gerð mynd á allan hátt. Hún er vel leikin og vel gerð. Mæli með þessari!
Hér má sjá stórskemmtilega senu úr myndinni sem lýsir karakter Wills ansi vel.
Ég horfði á Good Will Hunting áðan. Kvikmyndin er skrifuð af Ben Affleck og Matt Damon, þeir leika báðir í myndinni og átti hún stóran hlut í því að henda þeim inn í sviðsljósið í Hollívúdd. Myndin hefur unnið fjöldan allan af verðlaunum og ber þar helst að nefna tvenn Óskars-verðlaun árið 1998 fyrir besta handritið og besta leikara í aukahlutverki (Robin Williams) og Golden Globe-verðlaun sama ár fyrir besta handritið.
Myndin fjallar um vandræðaunglinginn Will Hunting sem vinnur við ræstingar í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT). Í frístundum sínum slæpist hann með vinum sínum, drekkur bjór og lendir í slag. Þrátt fyrir skort á námi og lélegt uppeldi er Will bráðgáfaður. Hann hefur lesið heilan helling af bókum og á í litlum erfiðleikum með að leysa stærðfræðidæmi sem kennarar í Tækniskólanum hafa barist við í mörg ár. Þegar Gerald Lambeau, kennari við skólann uppgötvar hæfileika Wills tekur hann drenginn að sér og hjálpar honum úr fangelsi með þeim skilyrðum að Will hitti Gerald einu sinni í viku, auk þess þarf hann að hitta sálfræðing. Gerald verður agndofa yfir hæfileikum Wills en tímarnir með sálfræðingunum ganga öllu verr. Það er ekki fyrr en Gerald kallar til fyrrverandi skólafélaga sinn, Sean Maguire að Will Hunting byrjar að opna sig hjá sálfræðingnum. Sean og Will koma úr sama hverfi og eiga svipaðan bakgrunn, þannig nær Sean til hans og nær árángri. Þeir ræða saman um lífið og tilveruna, misheppnað ástarsamband Wills við bresku Harvard-stelpuna Skylar, sem elskar Will afar heitt og vill fá hann með sér til Kaliforníu, þangað sem hún er á leið í nám. Will er hinsvegar svo andlega fucked-up að hann óttast ekkert meira en höfnun og kýs því að hafna fólki áður en því gefst þess kostur. Þess vegna segist hann ekki elska Skylar og sendir hana eina og grátbólgna til Kaliforníu.
Myndin er ofboðslega falleg saga af stráki sem á ömurlegt líf, hefur verið beittur ofbeldi sem barn og er varanlega skemmdur vegna þess og manni sem reynir að komast inn í huga hans, með góðu eða illu. Samskipti Matt Damon og Robin Williams í myndinni eru hreinlega gullfalleg og ótrúlega vel uppbyggð. Það eru líka margar góðar pælingar í myndinni. Will er of gáfaður til þess að vinna sem verkamaður í úthverfi eins og vinir hans stefna á í framtíðinni, en samt er það það eina sem hann vill, hann hefur engan áhuga á að eyða lífinu í að leysa stærðfræðidæmi. Hinsvegar væri það algjör óvirðing við vini hans, sem myndu allir vilja losna úr sínu venjulega lífi og verða ríkir, að yfirgefa þá ekki. Þeir vilja að hann fari og geri góða hluti við líf sitt, hafandi þennan hæfileika.
Handrit myndarinnar er vel skrifað og ég skil fullkomlega hvernig þessi mynd gat ýtt Matt Damon og Ben Affleck fram á sjónarsviðið.
Já, stórskemmtileg og vel gerð mynd á allan hátt. Hún er vel leikin og vel gerð. Mæli með þessari!
Hér má sjá stórskemmtilega senu úr myndinni sem lýsir karakter Wills ansi vel.
RIFF - dagur 4... held ég
Koma er hundleiðileg austurrísk mynd um mann sem stundar Sadó-masó kynlíf í frístundum sínum með vændiskonu og tekur það upp á myndband. (Athugið á þessum tímapunkti að ég mun spoila allri myndinni í næstu setningum, en þar sem að ég geri ekki ráð fyrir því að þú, lesandi, munir hafa nokkurn áhuga á að sjá þessa mynd eftir lesninguna, þá er mér alveg sama.) Já, hann Hans er semsagt laumuperri sem lendir óvart í því að lemja vændiskonuna sína aðeins of mikið svo hún gerist óhæf til samskipta og þarf að vera í hjólastól. Einhvernveginn ratar svo myndbandið af óhappinu á internetið og þaðan í hendur sonar Hanss (sem hefur þó enga hugmynd um að pabbi sinn sé maðurinn í myndbandinu). Einhvernveginn ratar myndbandið svo í afmælispakkann hans Hans (hehe) frá syni sínum (já, ég veit. Fáránlegt) og hann sér myndbandið og heldur að sonur hans viti að þetta var hann. Svo Hans fer að heiman til að leita að hórunni sem hann drap næstumþví til þess að hlúa að henni. Svona. Nú er ég búinn að þylja upp söguþráðinn í myndinni. Ekki fara á hana. Plís.
Myndin var óbærilega leiðinleg og... eiginlega bara skrítin. Það var engin tónlist í myndinni, sem var reyndar vel útskýrt af leikstjóranum.. Wüst eitthvað. Hann sagði að hann vildi ekki setja tónlist í myndirnar sínar til þess að ákveða ekki fyrir fólk hvernig því ætti að líða. Hann vildi bara setja senur og leyfa fólki að ráða hvaða tilfinningar vöknuðu við þær senur. Ókei. Ég samþykki það svosem alveg...
En myndin var samt alveg ógeðslega leiðileg. Hún var fáránlega hæg. Sumar senurnar ætluðu AAAAAAAALDREI að enda og sum skot voru einfaldlega óklippt samtal á milli tveggja einstaklinga, með tilheyrandi páaáásum og leiðindum.
Hvað varðar tæknimál, þá fékk ég oft kjánahroll og fannst eins og ég væri að horfa á maraþonmynd uppi á Hátíðarsal. Myndavélin hristist.. myndavélin var skökk (og þá er ég ekki að tala um Dutch tilt... heldur bara skökk. Og ljót.) og hljóðvinnsla var ekkert spes. Einu hugsanlegu ljósu punktarnir í myndinni voru annars vegar sumir leikaranna og hins vegar sagan sjálf. Aðalleikarinn var allavegana góður, og konan sem lég konuna hans var líka bara frekar góð. Og þessi saga er mjög áhrifarík og flott. En það pirraði mig alveg ótrúlega mikið að vita að gerendur myndarinnar Koma fóru ILLA með ÁGÆTIS sögu.
Ohhh.. Ég ætla að hætta að hugsa um þessa mynd.
Bæ
Myndin var óbærilega leiðinleg og... eiginlega bara skrítin. Það var engin tónlist í myndinni, sem var reyndar vel útskýrt af leikstjóranum.. Wüst eitthvað. Hann sagði að hann vildi ekki setja tónlist í myndirnar sínar til þess að ákveða ekki fyrir fólk hvernig því ætti að líða. Hann vildi bara setja senur og leyfa fólki að ráða hvaða tilfinningar vöknuðu við þær senur. Ókei. Ég samþykki það svosem alveg...
En myndin var samt alveg ógeðslega leiðileg. Hún var fáránlega hæg. Sumar senurnar ætluðu AAAAAAAALDREI að enda og sum skot voru einfaldlega óklippt samtal á milli tveggja einstaklinga, með tilheyrandi páaáásum og leiðindum.
Hvað varðar tæknimál, þá fékk ég oft kjánahroll og fannst eins og ég væri að horfa á maraþonmynd uppi á Hátíðarsal. Myndavélin hristist.. myndavélin var skökk (og þá er ég ekki að tala um Dutch tilt... heldur bara skökk. Og ljót.) og hljóðvinnsla var ekkert spes. Einu hugsanlegu ljósu punktarnir í myndinni voru annars vegar sumir leikaranna og hins vegar sagan sjálf. Aðalleikarinn var allavegana góður, og konan sem lég konuna hans var líka bara frekar góð. Og þessi saga er mjög áhrifarík og flott. En það pirraði mig alveg ótrúlega mikið að vita að gerendur myndarinnar Koma fóru ILLA með ÁGÆTIS sögu.
Ohhh.. Ég ætla að hætta að hugsa um þessa mynd.
Bæ
Saturday, September 19, 2009
RIFF - dagur 3
Jæja, myndir dagsins voru þrjár talsins: Dead Snow, North og Miðnæturbíó nr. 1.
Dead Snow (2009)
Dead Snow er splatter-mynd sem fjallar um hóp læknanema sem fara saman í bústað í Noregi í páskafríinu sínu. Klassískari gerist söguþráðurinn í hryllingsmynd ekki... Dalurinn sem bústaðurinn þeirra stendur í á sér afar vafasama fortíð, en þar eiga Nasistar að hafa falið sig fyrir ofsóknum innfæddra í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Undir stjórn liðsforingjans Herzog flúðu þeir með lítinn fjársjóðs-ránsfeng upp í fjöll og dóu þar. Í dag hafa ljótu vondu nasistarnir samt snúið aftur... SEM UPPVAKNINGAR!
Myndin var ótrúlega skemmtileg, góð afþreying. Hún var ótrúlega ógeðsleg og mjög spennandi á köflum. Það sem myndin hafði fram yfir... Til dæmis RWWM var að hún gekk miklu lengra og var fyrir vikið ógeðslega fyndin! Það dóu (að sjálfsögðu) ALLIR karakterarnir og hver öðrum skrautlegar. Svo var líka óendanlegur fjöldi af nasista-uppvakningum drepinn og það var gaman að sjá hvað gerendur myndarinnar skemmtu sér við að ganga fram af áhorfandanum... Eða gefa honum hláturskast með því að finna nýjar og frumlegar leiðir til þess að drepa uppvakninga. Stórskemmtilegt.
Leikurinn í myndinni var alveg hreint ágætur... Hann krafðist reyndar ekki mikils af leikurunum. Karaktersköpun var af skornum skammti, við fengum að sjá eitt rosalega ástfangið par, fyndna gaurinn og feita gaurinn, svo vissum við að þau væru læknanemar... Annað vissum við varla um persónurnar, en það kom ekki að sök. Annars var handritið bara mjög klassískt hryllingsmyndahandrit. Líkt og í RWWM var hópurinn losaður við fólkið sem kunni mest á aðstæðurnar, um leið og hremmingarnar hófust. En strákurinn sem átti bústaðinn fór í burtu (GOSH!) á vélsleðanum sínum til þess að leita að kærustunni sinni. Þar með tókst handritshöfundinum að losa kofann við eina farartækið og eina manninn sem kunni á eitthvað í bústaðnum!
Tæknilega hliðin var mjög góð. Myndataka og hljóð truflaði ekki vitund og tónlistin var afar góð og mood-setting. Það sem skaraði framúr í myndinni voru gervin, uppvakningagervin og allt gerviblóðið, gerviútlimirnir og innyflin! :D Nææææs
Allt í allt, stórskemmtileg og spennandi afþreying.
North (2009)
North fjallar um skíðalyftuvörðunn Jomar sem býr í skíðalyftuhúsi. Hann er með einhverskonar stress-sjúkdóm (hjálp Siggi Palli?) og er kominn með algjörlega nóg af vinnunni sinni. Hann hafði átt konu en hún skildi við hann vegna sjúkdómsins (var það kannski þunglyndi? ég man ekki..) og hún hafði byrjað með vini hans. Núna, nokkrum árum seinna fréttir hann af því að konan hans eigi fjögurra ára son og að hann sjálfur sé faðirinn. Jomar ákveður að leggja af stað í ferðalag norður í pínulitla þropið sem fyrrverandi konan hans býr til þess að hitta son sinn. Hann skilur allt eftir og tekur bara með sér einn vélsleða og nóg af landa! Á ferð sinni kynnist hann svo mörgum skemmtilegum persónum og stelur sér mat og hvaðeina...
Allt í allt var myndin ágætis skemmtun. Hún var svolítið hæg fyrir minn smekk en átti algjörlega sína spretti. Aðalpersónan Jomar var afar vel túlkaður og það sama má segja um hommafóbistastrákinn sem hann hitti í einu húsinu sem hann kom við í. Samskipti þeirra voru ótrúlega fyndin og skemmtileg.
Jájá. Bara fín mynd. Jájá.
Miðnæturmyndirnar voru tvær: Fyrst kom stuttmyndin Short Cut (ég fann nákvæmlega ekki neitt um hana á netinu) og síðan var það kvikmyndin Deadgirl.
Short Cut (?) var súrrealísk stuttmynd um dverg sem starfaði (held ég) sem blaðamaður. Hann átti undarlegan vin sem borðaði fólk og framkvæmdi undarlegar aðgerðir á þeim. Litli dvergurinn var skotinn í stórri konu sem átti hrokafullan kærasta sem var of kúl fyrir lífið. Kærasti hennar gerði dvergnum lífið leitt þangað til creepy mannætuvinurinn og aðstoðarmaður hans tóku ráðin í sínar hendur.
Myndin var í ótrúelga skemmtilegum stíl. Hún var frekar súrrealískt útlítandi og þannig var allt umhverfi einhvernveginn ýkt. Tunglið var ristastórt, skrifborð dvergsins var pínulítið.. og svo framvegis.. Stórskemmtileg stuttmynd.
Deadgirl (2008)
Jáhá. Þá er komið að Deadgirl. Frábært.
Myndin fjallar um tvo unglinspilta (þeir eiga að vera sextán ára, ef ég man rétt) sem finna fokking lifandi konu, bundna við borð, í risastóru húsi sem var eitt sinn geðveikraspítali (minnir mig). Voða creepy og allt það, og það verður ennþá meira creepy þegar þeir átta sig á því að konan er ódrepandi! Ótrúlegt! Í staðinn fyrir að hlaupa í burtu eða hringja í lögregluna ákveða þeir að "eiga hana" og nota sem kynlífsþræl.
... 0_o
Bíddu bíddu bíddu bíddu... ha?
Ég sagði: Í staðinn fyrir að hlaupa í burtu eða hringja í lögregluna ákveða þeir að "eiga hana" og nota sem kynlífsþræl.
... já já.
Myndin var svosem allt í lagi skemmtileg. Hún var samt eiginlega bara fáránlega óraunsæ og fáránleg. Hún var alveg vel gert og allt það, en ég keypti hana ekki.
Eitt tæknilegt atriði sem fór í taugarnar á mér var fáránleg ofnotkun á crossfade. Úff. Það var nánast ekki ein senuskipting í myndinni sem innihélt ekki crossfade. Ótrúlega leiðinlegt transition ef það er notað of mikið eða ekki notað rétt. Oooofur-hægt slow mo crossfade finnst mér líka oftast ótrúlega pirrandi... Fokk nennirðu ekki bara að sýna mér næsta skot? Mig langar ekkert að sjá skotið sem ég var að sjá blandast saman við skotið sem ég var að horfa á! Fokk. Æj, kannski er það bara ég...
Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í þessa mynd, sem var alveg ágætis afþreying eftir allt saman... Jájá. Fáum eitt screenshot svona í lokin:
FÁRÁNLEEEEEEEEGT!
Dead Snow (2009)
Dead Snow er splatter-mynd sem fjallar um hóp læknanema sem fara saman í bústað í Noregi í páskafríinu sínu. Klassískari gerist söguþráðurinn í hryllingsmynd ekki... Dalurinn sem bústaðurinn þeirra stendur í á sér afar vafasama fortíð, en þar eiga Nasistar að hafa falið sig fyrir ofsóknum innfæddra í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Undir stjórn liðsforingjans Herzog flúðu þeir með lítinn fjársjóðs-ránsfeng upp í fjöll og dóu þar. Í dag hafa ljótu vondu nasistarnir samt snúið aftur... SEM UPPVAKNINGAR!
Myndin var ótrúlega skemmtileg, góð afþreying. Hún var ótrúlega ógeðsleg og mjög spennandi á köflum. Það sem myndin hafði fram yfir... Til dæmis RWWM var að hún gekk miklu lengra og var fyrir vikið ógeðslega fyndin! Það dóu (að sjálfsögðu) ALLIR karakterarnir og hver öðrum skrautlegar. Svo var líka óendanlegur fjöldi af nasista-uppvakningum drepinn og það var gaman að sjá hvað gerendur myndarinnar skemmtu sér við að ganga fram af áhorfandanum... Eða gefa honum hláturskast með því að finna nýjar og frumlegar leiðir til þess að drepa uppvakninga. Stórskemmtilegt.
Leikurinn í myndinni var alveg hreint ágætur... Hann krafðist reyndar ekki mikils af leikurunum. Karaktersköpun var af skornum skammti, við fengum að sjá eitt rosalega ástfangið par, fyndna gaurinn og feita gaurinn, svo vissum við að þau væru læknanemar... Annað vissum við varla um persónurnar, en það kom ekki að sök. Annars var handritið bara mjög klassískt hryllingsmyndahandrit. Líkt og í RWWM var hópurinn losaður við fólkið sem kunni mest á aðstæðurnar, um leið og hremmingarnar hófust. En strákurinn sem átti bústaðinn fór í burtu (GOSH!) á vélsleðanum sínum til þess að leita að kærustunni sinni. Þar með tókst handritshöfundinum að losa kofann við eina farartækið og eina manninn sem kunni á eitthvað í bústaðnum!
Tæknilega hliðin var mjög góð. Myndataka og hljóð truflaði ekki vitund og tónlistin var afar góð og mood-setting. Það sem skaraði framúr í myndinni voru gervin, uppvakningagervin og allt gerviblóðið, gerviútlimirnir og innyflin! :D Nææææs
Allt í allt, stórskemmtileg og spennandi afþreying.
North (2009)
North fjallar um skíðalyftuvörðunn Jomar sem býr í skíðalyftuhúsi. Hann er með einhverskonar stress-sjúkdóm (hjálp Siggi Palli?) og er kominn með algjörlega nóg af vinnunni sinni. Hann hafði átt konu en hún skildi við hann vegna sjúkdómsins (var það kannski þunglyndi? ég man ekki..) og hún hafði byrjað með vini hans. Núna, nokkrum árum seinna fréttir hann af því að konan hans eigi fjögurra ára son og að hann sjálfur sé faðirinn. Jomar ákveður að leggja af stað í ferðalag norður í pínulitla þropið sem fyrrverandi konan hans býr til þess að hitta son sinn. Hann skilur allt eftir og tekur bara með sér einn vélsleða og nóg af landa! Á ferð sinni kynnist hann svo mörgum skemmtilegum persónum og stelur sér mat og hvaðeina...
Allt í allt var myndin ágætis skemmtun. Hún var svolítið hæg fyrir minn smekk en átti algjörlega sína spretti. Aðalpersónan Jomar var afar vel túlkaður og það sama má segja um hommafóbistastrákinn sem hann hitti í einu húsinu sem hann kom við í. Samskipti þeirra voru ótrúlega fyndin og skemmtileg.
Jájá. Bara fín mynd. Jájá.
Miðnæturmyndirnar voru tvær: Fyrst kom stuttmyndin Short Cut (ég fann nákvæmlega ekki neitt um hana á netinu) og síðan var það kvikmyndin Deadgirl.
Short Cut (?) var súrrealísk stuttmynd um dverg sem starfaði (held ég) sem blaðamaður. Hann átti undarlegan vin sem borðaði fólk og framkvæmdi undarlegar aðgerðir á þeim. Litli dvergurinn var skotinn í stórri konu sem átti hrokafullan kærasta sem var of kúl fyrir lífið. Kærasti hennar gerði dvergnum lífið leitt þangað til creepy mannætuvinurinn og aðstoðarmaður hans tóku ráðin í sínar hendur.
Myndin var í ótrúelga skemmtilegum stíl. Hún var frekar súrrealískt útlítandi og þannig var allt umhverfi einhvernveginn ýkt. Tunglið var ristastórt, skrifborð dvergsins var pínulítið.. og svo framvegis.. Stórskemmtileg stuttmynd.
Deadgirl (2008)
Jáhá. Þá er komið að Deadgirl. Frábært.
Myndin fjallar um tvo unglinspilta (þeir eiga að vera sextán ára, ef ég man rétt) sem finna fokking lifandi konu, bundna við borð, í risastóru húsi sem var eitt sinn geðveikraspítali (minnir mig). Voða creepy og allt það, og það verður ennþá meira creepy þegar þeir átta sig á því að konan er ódrepandi! Ótrúlegt! Í staðinn fyrir að hlaupa í burtu eða hringja í lögregluna ákveða þeir að "eiga hana" og nota sem kynlífsþræl.
... 0_o
Bíddu bíddu bíddu bíddu... ha?
Ég sagði: Í staðinn fyrir að hlaupa í burtu eða hringja í lögregluna ákveða þeir að "eiga hana" og nota sem kynlífsþræl.
... já já.
Myndin var svosem allt í lagi skemmtileg. Hún var samt eiginlega bara fáránlega óraunsæ og fáránleg. Hún var alveg vel gert og allt það, en ég keypti hana ekki.
Eitt tæknilegt atriði sem fór í taugarnar á mér var fáránleg ofnotkun á crossfade. Úff. Það var nánast ekki ein senuskipting í myndinni sem innihélt ekki crossfade. Ótrúlega leiðinlegt transition ef það er notað of mikið eða ekki notað rétt. Oooofur-hægt slow mo crossfade finnst mér líka oftast ótrúlega pirrandi... Fokk nennirðu ekki bara að sýna mér næsta skot? Mig langar ekkert að sjá skotið sem ég var að sjá blandast saman við skotið sem ég var að horfa á! Fokk. Æj, kannski er það bara ég...
Ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í þessa mynd, sem var alveg ágætis afþreying eftir allt saman... Jájá. Fáum eitt screenshot svona í lokin:
FÁRÁNLEEEEEEEEGT!
Friday, September 18, 2009
RIFF - dagur 2!
Ókei ég hef ótrúlega lítinn tíma.
Áðan fórum við á Born Without á RIFF og VÁ hvað myndin kom á óvart! Bókstaflega. Þið verðið ÖLL að fara á þessa mynd! Þið ÖLL sem lesið þetta blogg! ...öll...
Sko, tæknilega er myndin frekar illa gerð. Myndin er oft léleg og kameran hristist, hljóðvinnsla er frekar ömurleg fannst mér og myndin er ekki einusinni í widescreen! (HNEYKSL!)
En þessi saga, um þennan tónlistarmann/leikara sem fæddist sem dvergur með engar hendur og er búinn að eignast 7 börn... Vá sko... Lokahnykkurinn í myndinni er líka SVAÐALEGUR! Salurinn lá í hláturs/hneysklunarkasti síðasta korterið! Kíkið á þessa mynd! Þið munuð vonandi ekki sjá eftir því :)
Blogga betur næst, ég lofa
Thursday, September 17, 2009
RIFF - dagur 1
Jæja, þá er klukkan orðin 8 að kveldi fyrsta dags Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Hátíðin hófst semsagt í dag, en formleg opnun hennar er í gangi AKKÚRAT NÚNA! Flippað. Þrátt fyrir skamman líftíma er ég nú þegar búinn að sjá 2 myndir á hátíðinni og er semsagt búinn að uppfylla skyldur Sigga Palla. Ég stefni þó að því að nýta mér 8.000 kr. passann töluvert betur og er búinn að merkja við einar 15 sýningar í viðbót! Sjáum til hvernig það á eftir að ganga...
Myndirnar sem ég sá áðan eru belgíska vísindakómedían Dirty Mind og sænska sundkómedían Swimsuit Issue. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að fjalla um tilvistarkreppu evrópskra karlmanna, á ansi ólíkan hátt þó. Byrjum á byrjuninni.
Hin belgíska Dirty Mind (2009) fjallar um stórskrítna þróun á samskiptum bræðra. Annar þeirra, Cisse, er ofur-kúl og starfar sem áhættuleikari en hinn, Diego, er algjör aumingi og starfar sem aðstoðarmaður bróður síns. Þeir reka saman áhættu-fyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir virðast vera þeir sjálfir. Það gerist síðan einn daginn að Cisse slasast og því kemur það í hlut Diego að framkvæma áhættuatriði, það klúðrast hrapalega og söguhetjan okkar lendir á spítala. Þegar hann rankar við sér virðist hann hafa skipt um persónuleika. Hann er orðinn þvílíkur töffari og kvennabósi sem byrjar að reyna við fyrstu konuna sem hann sér, hjúkkuna á spítalanum. Hún er þó engin venjuleg hjúkka heldur heitir hún Jaana og sérhæfir sig í Frontal Syndrome, sjúkdómi sem lýsir sér þannig að sjúklingurinn breytir um persónuleika eftir högg á höfuðið. Hún heldur því fram að Diego, sem kallir sig núna Tony T., þjáist af Frontal Syndrome og fær leyfi til þess að rannsaka skapferli hans og líðan.
Myndin fannst mér ágæt, hún var ekki frábær og alls ekki léleg... en hún var samt einhvernvegin bara ágæt. Hún skildi ekki mikið eftir sig í mínu tilfelli, en var ágætis afþreying og sprenghlægileg á köflum. Hvað varðar leik í myndinni sá ég enga stóra vankanta. Aðalleikarinn, Wim Helsen, sem lék Diego stóð sig ótrúlega vel í því að túlka tvo gjörólíka persónuleika. Mér fannst reyndar að útlitshönnuðir myndarinnar hefðu getað gert hann meira töff þegar hann var orðinn að Tony T., en ekki einhverjum plebba í íþróttagalla, en það var sko ekki Wim Helsen að kenna. Hann lék sína rullu af stakri snilld og má vera stoltur af sinni vinnu. Kristine Van Pellicom, sem lék lækninn Jaana stóð sig líka mjög vel. Hennar karakter var kona sem lagði of mikið í vinnuna sína og vildi innst inni bara fá sér kærasta. Robbie Cleiren, sem lék Cisse var líka góður. Svona eftirá að hyggja fannst mér líka Peter Van den Begin, sem lék samstarfslækni Jöönu algjör snilld! Hann var graður læknaplebbi sem var ótrúlega afbrýðisamur útí Tony og ótrúlega hrifinn af Jöönu. Hann þráði ekkert heitar en að eyða tíma með Jöönunni sinni og það var alltaf eyðilagt af Tony T., folanum sem heillaði hana upp úr skónum.
Tæknileg vinna myndarinnar var ansi góð. Það var (augljóslega) mikið af áhættuatriðum í myndinni og voru þau öll útfærð vel. Myndatakan og klippingin voru voða lítið ruglandi, fyrir utan eitt og eitt handheld-skotið sem fóru svolítið í taugarnar á mér. Hljóðvinna og tónlist voru hnökralaus og búningar og gervi voru sannfærandi. Handritið var líka gott, karakteruppbygging bræðranna tveggja var stórskemmtileg og þróunin hreint út sagt yndisleg. Smám saman varð Cisse að Diego, og öfugt.
Allt í allt er ég sáttur með myndina. Ég skildi allt (held ég) og skemmti mér vel.
Seinni myndin sem ég fór á var sænska gamanmyndin Swimsuit Issue (2009). Myndin er í raun tragíkómísk sorgarsaga Fredriks, manns sem er sjálfselskari en allt og gerir hvað sem er til þess að vinna í einhverju. Hann hafði keppt með félögum sínum í bandý-meistaramótum á níunda áratugnum og enn þann dag í dag skipuleggur hann æfingar fyrir bandý-næstumþví-meistarana (sem lentu í 4. sæti á Svíþjóðarmótinu fyrir 20 árum). Fredrik er algjör "lúser" í lífinu. Hann á 17 ára dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni og er nýbúinn að missa vinnuna sína. Eina gleðin sem hann virðist fá út úr lífinu er að stunda bandý með vinum sínum, en skyndilega er þeim lö
Einn daginn er bandý-liðinu nefnilega hent út úr æfingarhúsnæðinu sínu til þess að stelpu-bandý-lið geti æft þar. Einhver skrítin þróun veldur því svo að Fredrik áttar sig á því að auðveld leið til þess að komast í íþróttalandslið er bara að finna íþrótt sem enginn Svíi keppir í. Niðurstaðan er listsund. Hann fær vini sína til þess að mynda með sér listsund-lið, þeir eru þá eina karla-listsund-liðið í Svíþjóð og þar af leiðandi Karlalandsliðið í Listsundi. Fredrik fær Söru, dóttur sína, sem svo skemmtilega vill til að æfir listsund, til þess að þjálfa liðið og hjólin byrja að snúast hratt.
Myndin minnti mig á margan hátt á íslenskar myndir eins og Íslenski draumurinn eða Maður eins og ég. Svona myndir um algjöra lúsera sem eru komnir út í fáránlegar leiðir til þess að ná fram markmiðum sínum í lífinu. Í umsögn á vefsíðunni Eye for Film ver myndinni líkt við The Full Monty, sem er ótrúlega góð líking sem ég hafði ekki áttað mig á. Báðar myndirnar fjalla um karlavinahóp sem er byrjar að gera hluti sem hentar þeim engan veginn, og þykja bara ansi góðir í faginu.
Myndirnar sem ég sá áðan eru belgíska vísindakómedían Dirty Mind og sænska sundkómedían Swimsuit Issue. Þessar myndir eiga það sameiginlegt að fjalla um tilvistarkreppu evrópskra karlmanna, á ansi ólíkan hátt þó. Byrjum á byrjuninni.
Hin belgíska Dirty Mind (2009) fjallar um stórskrítna þróun á samskiptum bræðra. Annar þeirra, Cisse, er ofur-kúl og starfar sem áhættuleikari en hinn, Diego, er algjör aumingi og starfar sem aðstoðarmaður bróður síns. Þeir reka saman áhættu-fyrirtæki þar sem einu starfsmennirnir virðast vera þeir sjálfir. Það gerist síðan einn daginn að Cisse slasast og því kemur það í hlut Diego að framkvæma áhættuatriði, það klúðrast hrapalega og söguhetjan okkar lendir á spítala. Þegar hann rankar við sér virðist hann hafa skipt um persónuleika. Hann er orðinn þvílíkur töffari og kvennabósi sem byrjar að reyna við fyrstu konuna sem hann sér, hjúkkuna á spítalanum. Hún er þó engin venjuleg hjúkka heldur heitir hún Jaana og sérhæfir sig í Frontal Syndrome, sjúkdómi sem lýsir sér þannig að sjúklingurinn breytir um persónuleika eftir högg á höfuðið. Hún heldur því fram að Diego, sem kallir sig núna Tony T., þjáist af Frontal Syndrome og fær leyfi til þess að rannsaka skapferli hans og líðan.
Myndin fannst mér ágæt, hún var ekki frábær og alls ekki léleg... en hún var samt einhvernvegin bara ágæt. Hún skildi ekki mikið eftir sig í mínu tilfelli, en var ágætis afþreying og sprenghlægileg á köflum. Hvað varðar leik í myndinni sá ég enga stóra vankanta. Aðalleikarinn, Wim Helsen, sem lék Diego stóð sig ótrúlega vel í því að túlka tvo gjörólíka persónuleika. Mér fannst reyndar að útlitshönnuðir myndarinnar hefðu getað gert hann meira töff þegar hann var orðinn að Tony T., en ekki einhverjum plebba í íþróttagalla, en það var sko ekki Wim Helsen að kenna. Hann lék sína rullu af stakri snilld og má vera stoltur af sinni vinnu. Kristine Van Pellicom, sem lék lækninn Jaana stóð sig líka mjög vel. Hennar karakter var kona sem lagði of mikið í vinnuna sína og vildi innst inni bara fá sér kærasta. Robbie Cleiren, sem lék Cisse var líka góður. Svona eftirá að hyggja fannst mér líka Peter Van den Begin, sem lék samstarfslækni Jöönu algjör snilld! Hann var graður læknaplebbi sem var ótrúlega afbrýðisamur útí Tony og ótrúlega hrifinn af Jöönu. Hann þráði ekkert heitar en að eyða tíma með Jöönunni sinni og það var alltaf eyðilagt af Tony T., folanum sem heillaði hana upp úr skónum.
Tæknileg vinna myndarinnar var ansi góð. Það var (augljóslega) mikið af áhættuatriðum í myndinni og voru þau öll útfærð vel. Myndatakan og klippingin voru voða lítið ruglandi, fyrir utan eitt og eitt handheld-skotið sem fóru svolítið í taugarnar á mér. Hljóðvinna og tónlist voru hnökralaus og búningar og gervi voru sannfærandi. Handritið var líka gott, karakteruppbygging bræðranna tveggja var stórskemmtileg og þróunin hreint út sagt yndisleg. Smám saman varð Cisse að Diego, og öfugt.
Allt í allt er ég sáttur með myndina. Ég skildi allt (held ég) og skemmti mér vel.
Seinni myndin sem ég fór á var sænska gamanmyndin Swimsuit Issue (2009). Myndin er í raun tragíkómísk sorgarsaga Fredriks, manns sem er sjálfselskari en allt og gerir hvað sem er til þess að vinna í einhverju. Hann hafði keppt með félögum sínum í bandý-meistaramótum á níunda áratugnum og enn þann dag í dag skipuleggur hann æfingar fyrir bandý-næstumþví-meistarana (sem lentu í 4. sæti á Svíþjóðarmótinu fyrir 20 árum). Fredrik er algjör "lúser" í lífinu. Hann á 17 ára dóttur með fyrrverandi eiginkonu sinni og er nýbúinn að missa vinnuna sína. Eina gleðin sem hann virðist fá út úr lífinu er að stunda bandý með vinum sínum, en skyndilega er þeim lö
Einn daginn er bandý-liðinu nefnilega hent út úr æfingarhúsnæðinu sínu til þess að stelpu-bandý-lið geti æft þar. Einhver skrítin þróun veldur því svo að Fredrik áttar sig á því að auðveld leið til þess að komast í íþróttalandslið er bara að finna íþrótt sem enginn Svíi keppir í. Niðurstaðan er listsund. Hann fær vini sína til þess að mynda með sér listsund-lið, þeir eru þá eina karla-listsund-liðið í Svíþjóð og þar af leiðandi Karlalandsliðið í Listsundi. Fredrik fær Söru, dóttur sína, sem svo skemmtilega vill til að æfir listsund, til þess að þjálfa liðið og hjólin byrja að snúast hratt.
Myndin minnti mig á margan hátt á íslenskar myndir eins og Íslenski draumurinn eða Maður eins og ég. Svona myndir um algjöra lúsera sem eru komnir út í fáránlegar leiðir til þess að ná fram markmiðum sínum í lífinu. Í umsögn á vefsíðunni Eye for Film ver myndinni líkt við The Full Monty, sem er ótrúlega góð líking sem ég hafði ekki áttað mig á. Báðar myndirnar fjalla um karlavinahóp sem er byrjar að gera hluti sem hentar þeim engan veginn, og þykja bara ansi góðir í faginu.
The Full Monty og The Swimsuit Issue... ALVEG EINS!
Leikararnir í myndinni voru langflestir algjör snilld. Þeir voru ótrúlega venjulegar týpur en samt voru karakterarnir útpældir og mjög vel útfærðir. Hver og einn þeirra á mikið lof skilið, þá sérstaklega sá sem lék Fredrik. Ég vorkenndi honum ótrúlega í öllum mistökunum sem hann gerði í lífinu og ótrúlegri þrjósku til þess að breyta sér. Hann var svo staðráðinn í því að vinna og að vera bestur að fólk missti oft virðinguna fyrir honum. Hann var besserwisser-týpan to the extreme... og ég vorkenndi honum sjúkt. Stelpan sem lék dótturina stóð sig líka vel. Hún túlkaði unglingsstúlku í tilvistarkreppu óelskandi foreldra prýðilega og maður gat fundið til með henni.
Tæknileg vinna. Jájá. Gott gott. Ég tók sérstaklega eftir ótrúlega flottum underwater-tökum, sem voru algjört möst í sumum sund-senunum. Stundum fannst mér atburðarrásin klippt allt of hratt, ég veit ekki hvort það átti að vera einhverskonar stíll en sum móment og sumar gjörðir fengu ekki tíma til þess að lifa. Sem dæmi má nefna tilfinningaþrungið móment þegar Fredrik sagði feita liðsfélaganum sínum frá því að hann myndi ekki keppa á heimsmeistaramótinu og að feiti vinurinn ætti að synda í hans stað. "Charles, you'll take my place. I wont compete, because Sara is lost and I have to find her"... Fallegt móment sem fékk ENGAN tíma til þess að lifa. Um leið og Fredrik kláraði setninguna var klippt yfir í næstu senu! Og við fengum ekki einusinni að sjá viðbrögð hjá Charles! Úff, hvað það pirraði mig. Hraðar senuskiptingar geta verið algjör snilld (gott dæmi: Shaun of the Dead og Hot Fuzz) en sum móment VERÐA einfaldlega að fá að lifa og suma hluti vill áhorfandinn fá tíma til þess að sjá.
Annars mjög fín mynd og ótrúlega fyndin.
Leikararnir í myndinni voru langflestir algjör snilld. Þeir voru ótrúlega venjulegar týpur en samt voru karakterarnir útpældir og mjög vel útfærðir. Hver og einn þeirra á mikið lof skilið, þá sérstaklega sá sem lék Fredrik. Ég vorkenndi honum ótrúlega í öllum mistökunum sem hann gerði í lífinu og ótrúlegri þrjósku til þess að breyta sér. Hann var svo staðráðinn í því að vinna og að vera bestur að fólk missti oft virðinguna fyrir honum. Hann var besserwisser-týpan to the extreme... og ég vorkenndi honum sjúkt. Stelpan sem lék dótturina stóð sig líka vel. Hún túlkaði unglingsstúlku í tilvistarkreppu óelskandi foreldra prýðilega og maður gat fundið til með henni.
Tæknileg vinna. Jájá. Gott gott. Ég tók sérstaklega eftir ótrúlega flottum underwater-tökum, sem voru algjört möst í sumum sund-senunum. Stundum fannst mér atburðarrásin klippt allt of hratt, ég veit ekki hvort það átti að vera einhverskonar stíll en sum móment og sumar gjörðir fengu ekki tíma til þess að lifa. Sem dæmi má nefna tilfinningaþrungið móment þegar Fredrik sagði feita liðsfélaganum sínum frá því að hann myndi ekki keppa á heimsmeistaramótinu og að feiti vinurinn ætti að synda í hans stað. "Charles, you'll take my place. I wont compete, because Sara is lost and I have to find her"... Fallegt móment sem fékk ENGAN tíma til þess að lifa. Um leið og Fredrik kláraði setninguna var klippt yfir í næstu senu! Og við fengum ekki einusinni að sjá viðbrögð hjá Charles! Úff, hvað það pirraði mig. Hraðar senuskiptingar geta verið algjör snilld (gott dæmi: Shaun of the Dead og Hot Fuzz) en sum móment VERÐA einfaldlega að fá að lifa og suma hluti vill áhorfandinn fá tíma til þess að sjá.
Annars mjög fín mynd og ótrúlega fyndin.
Wednesday, September 2, 2009
Crank (2006) og Crank: High Voltage (2009)
Um daginn ákváðum við félagarnir að gerast flippaðir og taka smá mini-maraþon. Við leigðum Crank (2006) og Crank: High Voltage (2009). Við höfðum séð hvoruga þeirra, en heyrt að þær væru báðar stútfullar af spennu frá upphafi til enda: Þetta yrði hið fullkomna karlmennsku-maraþon!
Ég ætla ekki að hafa fyrir því að skrifa tvær mismunandi umsagnir um myndirnar. Seinni myndin er fullkomið framhald af fyrri myndinni og því eru myndirnar eins og ein löng spennumynd. Myndirnar voru eiginlega nákvæmlega eins, fyrir utan nokkur smáatriði... Nánar um það seinna.
Crank tvílógían fjallar um leigumorðingjann Chev Chelios sem leikinn er af ofur-töffaranum með breska hreiminn, Jason Statham. Ævintýri hans hefst í fyrsta atriði fyrstu myndarinnar þegar hann áttar sig á því að vondir kínverja-kallar hafa sprautað hann með eitri sem mun draga hann til dauða innan klukkustundar. Eina leiðin til þess að halda sér á lífi er að gefa líkamanum adrenalín... Fyrri Crank myndin snýst því um örvæntingarfullar tilraunir Chevs til þess að næla sér í adrenalín. Seinni myndin fjallar um sama mann, í sömu aðstæðum... nema í staðinn fyrir adrenalín þarf hann RAFMAGN til þess að lifa! Já, ég sagði það. Rafmagn. Hjarta Chevs hefur nefnilega verið skipt út fyrir rafknúið gervihjarta sem hefur ótrúlega lélegan endingartíma á batteríinu. Til þess að lifa af þarf Chev því stanslaust að gefa sjálfum sér raflost úr hinum og þessum rafmagnskassanum... Talandi um þunnan söguþráð...
Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja á því að skíta yfir þessar myndir. Í fyrsta lagi var öll tæknileg vinna fáránleg. Hún var stundum mjög tilraunakennd (sem verður þó að teljast nokkuð jákvætt) en allt í allt var hún ruglandi, pirrandi og léleg. Klippingarnar voru ALLT OF hraðar, í mestu spennuatriðunum var svolítið erfitt að fylgjast með. Stundum var líka myndinni hraðað ótrúlega mikið, til þess að tákna orkuna sem hetjan okkar fékk úr adrenalíninu/rafmagninu og oftar en ekki var það bara fáránlegt. Tæknin var líka á köflum beinlínis léleg. Bluescreen-tækni myndarinnar var hræðileg og fullkomlega ósannfærandi. Stundum var líka mynd af leikara sem var offscreen (t.d. að tala við on-screen manneskjuna í gegn um síma) komið fyrir einhversstaðar í umhverfinu... Það er svolítið erfitt að útskýra þessa tilraunastarfsemi... Mér fannst hún fáránleg.
Margir hafa bent á tilvísanir í tölvuleiki í myndunum. Byrjunar-creditin eru svolítið eins og maður sé að starta tölvuleik frá níunda áratugnum og í myndinni má sjá þónokkrar tilvísanir í tölvuleiki. Að mörgu leiti eru myndirnar svolítið eins og tölvuleikur. Spennan hættir aldrei, það koma sífellt upp ný vandamál og spennuatriði og báðar myndirnar enda á svakalegum bardagasenum við aðal-vondakallinn (endakallinn í tölvuleikjunum!) Auk þess má nefna þá staðreynd að Chev Chelios virðist vera fullkomelga ódauðlegur, líkt og margar persónur í skotleikjum nútímans.
Fáránlegasta tæknilega atriði myndarinnar fannst mér þó notkunin á Google Earth. Á mörgum stöðum í myndinni eru kort notuð til þess að sýna hvar persónurnar eru staddar. Í öllum þeim senum var Google Earth notað sem korta-kerfi og augljósasta product placement allra tíma framkvæmt: Google Eart LOGO-IÐ sást í horninu á skjánum í hvert skipti sem við sáum kort! Fjandinn hafi það, gátu þeir ekki bara búið til nokkur kort fyrir myndina? Þurftu þeir í alvörunni að leggjast svo lágt að nota hugbúnað sem hver einasta tölva í heiminum hefur að geyma? Mikið ofboðslega fór það í taugarnar á mér.
Allt í allt var Crank-tvílógían léleg tilraun til þess að gera spennumynd, eða ágæt tilraun til þess að gera spoof-spennumynd. Ég veit ekki alveg hvort... Það eina sem ég veit er að ég hló ekki og mér var ekki skemmt. Ef myndirnar voru gerðar í gríni hefði ég kannski getað horft á þær frá öðru sjónarhorni... En þær voru samt, og verða alltaf, ógeðslega fokking lélegar myndir!
Tuesday, September 1, 2009
Up
Jáhá. Ég var að koma heim úr bíó. Við fórum á þrívíddar-pixar-meistaraverkið Up (2009), myndin er akkúrat núna í 32. sæti á Topp 250 lista imdb sem verður að teljast ansi gott. Það má þó reikna með því að myndin muni lækka töluvert á næstu vikum, enda mjög ný og alls ekki margir búnir að gefa henni einkunn.
Myndin fjallar um hinn aldraða Carl Fredricksen sem hefur alla tíð dreymt um að ferðast með eiginkonu sinni, Ellie til Suður-Ameríku. Tíminn líður og ekkert gerist í þeim málum, Carl starfar sem blöðrusali og hún vinnur í dýragarði. Að lokum fellur Ellie frá. Árin líða og einbúinn Carl er neyddur til þess að flytja út úr húsinu sínu, húsinu sem hann hafði búið í alla sína ævi. Hann lætur ekki bugast og tekur upp á því að binda þúsundir blaðra við húsið sitt og flýgur á því til Suður-Ameríku. Með í för er þó lítill laumufarþegi, nefnilega "Junior"-skátinn Russell sem á sér þann draum heitastan að verða "Senior"-skáti en til þess þarf hann eina medalíu í viðbót, medalíu sem ævintýraferð til Suður-Ameríku gæti örugglega tryggt honum.
Ég, eins og flestir, fór inn í bíóið með miklar væntingar. Ég var að fara að sjá mynd sem hafði fengið ótrúlega góðar viðtökur, hún kom frá Pixar (sem virðast ekki kunna að búa til lélegar kvikmyndir) og hún var í ÞRÍVÍDD! Hversu epísk yrði þessi mynd? Ég þurfti ekki að bíða lengi þar til þeirri spurningu yrði svarað. Ég hreifst strax af fyrsta atriði myndarinnar, forsögunni af tveimur krökkum í ævintýraleit sem kynnast, verða vinir, gifta sig og setjast að í litlu húsi sem hafði verið draumahús litlu stúlkunnar. Hún hafði alltaf látið sig dreyma um að flytja húsið til Suður-Ameríku og Carl, maðurinn hennar sór að þau myndu gera það einhvern daginn. Tímarnir líða og konan fellur frá, öll sú sena var ótrúelga hjartnæm og sorgleg. Hún hafði svo sterkan boðskap, að draumarnir rætast ekki alltaf og að við verðum bara að sætta okkur við það sem við höfum. En væmnin entist ekki lengi. Um leið og Russell, litli feiti skátastrákurinn var kynntur til sögunnar byrjaði fjörið. Síðan bættist alltaf við ný og ný persóna sem var hver annarri skrautlegri. Fuglinn "Kevin" (sem reyndist síðan vera kvenkyns) er ótrúlega ofvirkur og skrýtinn fugl. Hundurinn "Dug" er sömuleiðis skrýtinn, hann kann að tala en er samt uppfullur af hunda-hvötum. Samspilið á milli þessarra fjögurra karaktera er vægast sagt skemmtilegt og sjúklega random. Og ég elska random.
Ég elskaði sérstaklega litlu random mómentin þegar hundarnir urðu skyndilega annars hugar og kölluðu "Squirrel!" og héldu svo áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var þannig móment sem orsakaði það að ég var fullkomlega ófær um samskipti góðan hluta af hléinu, vegna hláturs.
Myndin var ótrúlega fyndin og skemmtileg en líka ótrúlega falleg. Næst-síðasta og fyrsta atriði myndarinnar voru bæði ótrúlega hjartnæm. Í þeim skoðaði gamli maðurinn ævintýrabókina sem konan hans hafði átt þegar hún var lítil og minnist hennar. Hún snart alveg ótrúlega djúpt, á mjög fallegan hátt, á milli þess sem aulahúmorinn hélt salnum í hláturskasti.
Eins og við var að búast var myndin ótrúlega vel gerð, tæknilega. Pixar-menn eru engir aukvisar (ég veit ekkert hvernig þetta orð er skrifað) þegar kemur að teiknimyndum, enda hafa þeir 14 ára reynslu í faginu. Senur voru þaulskipulagðar (eins og alltaf í teiknimyndum) og grafíkin var bara svei mér þá svona raunveruleg! Karakterarnir voru ekki alveg mannlegir, útlitslega. Útlitsleg einkenni þeirra voru ýkt til þess að gefa þeim meiri karakter. Til að mynda var gamli maðurinn Carl gerður ótrúlega lítill og kassalaga, á meðan vondi kallinn, Charles Muntz var teiknaður oddhvass og grannur. Litli feiti skátinn Russell var svakalega lítill og svakalega feitur, sem gaf hans karakter mikla kómík.
Það skemmtilega við mynd eins og Up er hvað hún nær yfir breiðan áhorfs-hóp. Myndin virðist við fyrstu sýn vera barnamynd, en hún er samt sem áður sýnd fyrir fullum sal í tíubíó og fullorðið fólk og unglingar veltast um af hlátri yfir ævintýrum gamla mannsins og feita stráksins.
Ég var altént (aftur, hef ekki hugmynd um hvernig þetta er skrifað) mjög ánægður með myndina. Hún skildi eftir sig djúpstæðan boðskap sem ég kýs að túlka einhvernveginn svona: "Í staðinn fyrir að eltast við draumana ætti maður að lifa lífinu, því lífið sjálft er mesta ævintýrið"
...ókei ég á eftir að fínpússa þetta aðeins en svona líður mér allavegana eftir að hafa horft á myndina :)
Ef ég má koma með einn slæman punkt, þá skil ég ekki alveg afhverju myndin endaði á því að Carl varð einhverskonar föðurímynd Russels. Mér skildist að Russell ætti föður... en hvar var hann? Mér hefði fundist þessi endir ótrúlega fallegur ef Russell hefði t.d. verið munaðarlaus... ég meina kommon, hann átti alveg pabba og eitthvað! Hallóó...
Up, uppáhalds teiknimyndin mín hingað til. Hún var sjúklega fyndin, stundum sjúklega sorgleg, hún var falleg og vel gerð og innihélt skemmtilegan boðskap.
Myndin fjallar um hinn aldraða Carl Fredricksen sem hefur alla tíð dreymt um að ferðast með eiginkonu sinni, Ellie til Suður-Ameríku. Tíminn líður og ekkert gerist í þeim málum, Carl starfar sem blöðrusali og hún vinnur í dýragarði. Að lokum fellur Ellie frá. Árin líða og einbúinn Carl er neyddur til þess að flytja út úr húsinu sínu, húsinu sem hann hafði búið í alla sína ævi. Hann lætur ekki bugast og tekur upp á því að binda þúsundir blaðra við húsið sitt og flýgur á því til Suður-Ameríku. Með í för er þó lítill laumufarþegi, nefnilega "Junior"-skátinn Russell sem á sér þann draum heitastan að verða "Senior"-skáti en til þess þarf hann eina medalíu í viðbót, medalíu sem ævintýraferð til Suður-Ameríku gæti örugglega tryggt honum.
Ég, eins og flestir, fór inn í bíóið með miklar væntingar. Ég var að fara að sjá mynd sem hafði fengið ótrúlega góðar viðtökur, hún kom frá Pixar (sem virðast ekki kunna að búa til lélegar kvikmyndir) og hún var í ÞRÍVÍDD! Hversu epísk yrði þessi mynd? Ég þurfti ekki að bíða lengi þar til þeirri spurningu yrði svarað. Ég hreifst strax af fyrsta atriði myndarinnar, forsögunni af tveimur krökkum í ævintýraleit sem kynnast, verða vinir, gifta sig og setjast að í litlu húsi sem hafði verið draumahús litlu stúlkunnar. Hún hafði alltaf látið sig dreyma um að flytja húsið til Suður-Ameríku og Carl, maðurinn hennar sór að þau myndu gera það einhvern daginn. Tímarnir líða og konan fellur frá, öll sú sena var ótrúelga hjartnæm og sorgleg. Hún hafði svo sterkan boðskap, að draumarnir rætast ekki alltaf og að við verðum bara að sætta okkur við það sem við höfum. En væmnin entist ekki lengi. Um leið og Russell, litli feiti skátastrákurinn var kynntur til sögunnar byrjaði fjörið. Síðan bættist alltaf við ný og ný persóna sem var hver annarri skrautlegri. Fuglinn "Kevin" (sem reyndist síðan vera kvenkyns) er ótrúlega ofvirkur og skrýtinn fugl. Hundurinn "Dug" er sömuleiðis skrýtinn, hann kann að tala en er samt uppfullur af hunda-hvötum. Samspilið á milli þessarra fjögurra karaktera er vægast sagt skemmtilegt og sjúklega random. Og ég elska random.
Ég elskaði sérstaklega litlu random mómentin þegar hundarnir urðu skyndilega annars hugar og kölluðu "Squirrel!" og héldu svo áfram eins og ekkert hefði í skorist. Það var þannig móment sem orsakaði það að ég var fullkomlega ófær um samskipti góðan hluta af hléinu, vegna hláturs.
Myndin var ótrúlega fyndin og skemmtileg en líka ótrúlega falleg. Næst-síðasta og fyrsta atriði myndarinnar voru bæði ótrúlega hjartnæm. Í þeim skoðaði gamli maðurinn ævintýrabókina sem konan hans hafði átt þegar hún var lítil og minnist hennar. Hún snart alveg ótrúlega djúpt, á mjög fallegan hátt, á milli þess sem aulahúmorinn hélt salnum í hláturskasti.
Eins og við var að búast var myndin ótrúlega vel gerð, tæknilega. Pixar-menn eru engir aukvisar (ég veit ekkert hvernig þetta orð er skrifað) þegar kemur að teiknimyndum, enda hafa þeir 14 ára reynslu í faginu. Senur voru þaulskipulagðar (eins og alltaf í teiknimyndum) og grafíkin var bara svei mér þá svona raunveruleg! Karakterarnir voru ekki alveg mannlegir, útlitslega. Útlitsleg einkenni þeirra voru ýkt til þess að gefa þeim meiri karakter. Til að mynda var gamli maðurinn Carl gerður ótrúlega lítill og kassalaga, á meðan vondi kallinn, Charles Muntz var teiknaður oddhvass og grannur. Litli feiti skátinn Russell var svakalega lítill og svakalega feitur, sem gaf hans karakter mikla kómík.
Það skemmtilega við mynd eins og Up er hvað hún nær yfir breiðan áhorfs-hóp. Myndin virðist við fyrstu sýn vera barnamynd, en hún er samt sem áður sýnd fyrir fullum sal í tíubíó og fullorðið fólk og unglingar veltast um af hlátri yfir ævintýrum gamla mannsins og feita stráksins.
Ég var altént (aftur, hef ekki hugmynd um hvernig þetta er skrifað) mjög ánægður með myndina. Hún skildi eftir sig djúpstæðan boðskap sem ég kýs að túlka einhvernveginn svona: "Í staðinn fyrir að eltast við draumana ætti maður að lifa lífinu, því lífið sjálft er mesta ævintýrið"
...ókei ég á eftir að fínpússa þetta aðeins en svona líður mér allavegana eftir að hafa horft á myndina :)
Ef ég má koma með einn slæman punkt, þá skil ég ekki alveg afhverju myndin endaði á því að Carl varð einhverskonar föðurímynd Russels. Mér skildist að Russell ætti föður... en hvar var hann? Mér hefði fundist þessi endir ótrúlega fallegur ef Russell hefði t.d. verið munaðarlaus... ég meina kommon, hann átti alveg pabba og eitthvað! Hallóó...
Up, uppáhalds teiknimyndin mín hingað til. Hún var sjúklega fyndin, stundum sjúklega sorgleg, hún var falleg og vel gerð og innihélt skemmtilegan boðskap.
Friday, August 28, 2009
Inglourious Basterds
ATH! Varist SPOILERA!
Ég er ótrúlega nálægt því að breyta topp 10 listanum mínum akkúrat núna. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég var að koma heim af Inglourious Basterds og hún var bara algjör "fokking" snilld! Ég fór í bíóið með miklar væntingar, enda hafði ég einungis heyrt góða hluti um myndina, og hún stóðst þær fullkomlega.
Leikstjóra og handritshöfund myndarinnar, Quentin Tarantino, ættu allir að þekkja. Hann hefur getið sér gott orð með myndum eins og Pulp Fiction, Reservoir Dogs og Kill Bill og Inglourious Basterds mun hiklaust fleyta honum áfram í ólgusjó kvikmyndaiðnaðarins .Kvikmyndunarstíll Tarantinos einkennist af ofbeldisfullum eða grafískum senum, löngum skotum, "mexíkóskum einvígjum" og öfgakenndum ofur-nærmyndum. Hann skiptir myndunum sínum oft í kafla (e. chapters) og það er einmitt raunin í Inglourious Basterds.
Hvert og eitt skot í myndinni er sannkallað listaverk. Ég stóð mig ótrúlega oft að því að dást að vel völdum sjónarhornum og skemmtilega skipulögðum fókus-breytingum. Sjónarhornin í myndinni eru eins mismunandi og þau eru mörg og því frumlegri sem þau eru, því skemmtilegri gera þau senuna. Annað sem mér fannst mjög skemmtilegt var tilhneiging Tarantinos til þess að gefa sér tíma í hverja senu. Myndin innihélt margar heillangar senur með hægum díalógum, sem gengu fullkomlega upp og ástæðan fyrir því var sennilega færni leikaranna, í bland við kænsku leikstjórans til þess að koma alltaf með ný og ný sjónarhorn sem héldu manni ánægðum. Tarantino er ekki hræddur við að sýna miklar nærmyndir af þegjandi andlitum sem voru oftar en ekki stórskemmtileg skot.
Tónlistar- og hljóðvinnsla myndarinnar var líka til fyrirmyndar. Það er oft talað um að tónlist í kvikmynd sé góð ef maður verður ekki mikið var við hana. Eftir að hafa séð þessa mynd er ég því algjörlega ósammála. Ég tók ótrúlega mikið eftir tónlistinni í myndinni, og það var sko alls ekki á slæman hátt. Tónlistin bætti oft senurnar til muna og jók svo sannarlega á spennuna þegar það átti við. Í áhrifamestu atriðunum var tónlistin stillt í botn og það var ekkert nema geðveikt!
Leikararnir í myndinni voru ekki af verri endanum. Þar gat að líta stjörnur á borð við Brad Pitt, Mike Myers og Samuel L. Jackson (ókei, hann sást samt aldrei, hann var bara voice over...) en stórstjarna myndarinnar, maðurinn sem gjörsamlega átti myndina var enginn annar en austurríski leikarinn Christoph Waltz, sem hlaut einmitt verðlaun sem besti leikarinn á Cannes-kvikmyndahátíðinni nú í ár. Það kom í hans hlut að túlka hinn lævísa smjaður-herforingja Hans Landa. Karakterinn virðist vera ljúfur og hláturmildur, en það er stutt í illa nasistann sem leynist undir yfirborði smjaðrarans. Hans Landa þrífst einskis og myndi glaður fórna sínu eigin föðurlandi, ef hann fengi eitthvað út úr því sjálfur. túlkar WaltzHans Landa á ótrúelga skemmtilegan hátt, hann hefur fullkomna stjórn á líkama sínum og er á köflum svolítið kjánalegur. Eftirminnilegasta grínið í myndinni kom undir lokin þegar Hans Landa varð ofur-spenntur og gargaði "It's a Bingo!!" Þá dó salurinn úr hlátri yfir þessari ótrúlega asnalegu setningu, sem kom frá þessum virðulega og illgjarna nasista.
Leikararnir í myndinni stóðu sig allir með prýði. Þeir voru vel castaðir, nema kannski Mike Myers, sem lék stórundarlegt og lítið hlutverk sem hentaði honum ekkert allt of vel. Ég hefði viljað sjá Mike Myers fá Mike Myers-legra hlutverk... þar fyrir utan var allt óaðfinnanlegt. Brad Pitt lék Bandaríkjamanninn Aldo Raine mjög vel og var algjör töffari með suðurríkjahreiminn sinn. Mélanie Laurent túlkaði togstreitu gyðingakonu í nasistaheimi mjög sannfærandi og fékk mig svo sannarlega til þess að finna til með sér. Dauði hennar var óneitanlega eitt stærsta mómentið í myndinni.
Mér hefur alltaf fundist það einstaklega kjánalegt að leika sögufrægar persónur í kvikmyndum, persónur sem allir vita hvernig litu/líta út. Maður kaupir karakterana ekki jafn auðveldlega, vegna þess að maður veit nákvæmlega hvernig karakterinn á að líta út. Adolf Hitler í Inglourious Basterds var engin undantekning þar á. Mér fannst leikarinn alltaf frekar kjánalegur og allt of "silly" til þess að hægt væri að taka honum alvarlega. Til samanburðar má nefna túlkun Davids Bamber á Hitler í kvikmyndinni Valkyrie. Þar er Hitler túlkaður sem miklu drungalegri karakter og er í alla staði meira ógnvekjandi og geðveikur. Ég hefði viljað byggja upp meiri hatur á einræðisherranum áður en hann var svo plaffaður í bíóinu og andlitið á honum sundurtætt.
Inglourious Basterds er ótrúlega skemmtileg og fáránlega vel gerð afþreyingar-mynd sem skartar frábærum leikurum í öllum hlutverkum og heldur manni vakandi allan tímann. Myndin er kómísk á köflum, sjúklega spennandi og á það til að ganga fram af viðkvæmasta fólki. Hún er allt sem þarf í góða hasar-stráka-spennu-mynd, og ég fílaða!
Ég er ótrúlega nálægt því að breyta topp 10 listanum mínum akkúrat núna. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég var að koma heim af Inglourious Basterds og hún var bara algjör "fokking" snilld! Ég fór í bíóið með miklar væntingar, enda hafði ég einungis heyrt góða hluti um myndina, og hún stóðst þær fullkomlega.
Leikstjóra og handritshöfund myndarinnar, Quentin Tarantino, ættu allir að þekkja. Hann hefur getið sér gott orð með myndum eins og Pulp Fiction, Reservoir Dogs og Kill Bill og Inglourious Basterds mun hiklaust fleyta honum áfram í ólgusjó kvikmyndaiðnaðarins .Kvikmyndunarstíll Tarantinos einkennist af ofbeldisfullum eða grafískum senum, löngum skotum, "mexíkóskum einvígjum" og öfgakenndum ofur-nærmyndum. Hann skiptir myndunum sínum oft í kafla (e. chapters) og það er einmitt raunin í Inglourious Basterds.
Hvert og eitt skot í myndinni er sannkallað listaverk. Ég stóð mig ótrúlega oft að því að dást að vel völdum sjónarhornum og skemmtilega skipulögðum fókus-breytingum. Sjónarhornin í myndinni eru eins mismunandi og þau eru mörg og því frumlegri sem þau eru, því skemmtilegri gera þau senuna. Annað sem mér fannst mjög skemmtilegt var tilhneiging Tarantinos til þess að gefa sér tíma í hverja senu. Myndin innihélt margar heillangar senur með hægum díalógum, sem gengu fullkomlega upp og ástæðan fyrir því var sennilega færni leikaranna, í bland við kænsku leikstjórans til þess að koma alltaf með ný og ný sjónarhorn sem héldu manni ánægðum. Tarantino er ekki hræddur við að sýna miklar nærmyndir af þegjandi andlitum sem voru oftar en ekki stórskemmtileg skot.
Tónlistar- og hljóðvinnsla myndarinnar var líka til fyrirmyndar. Það er oft talað um að tónlist í kvikmynd sé góð ef maður verður ekki mikið var við hana. Eftir að hafa séð þessa mynd er ég því algjörlega ósammála. Ég tók ótrúlega mikið eftir tónlistinni í myndinni, og það var sko alls ekki á slæman hátt. Tónlistin bætti oft senurnar til muna og jók svo sannarlega á spennuna þegar það átti við. Í áhrifamestu atriðunum var tónlistin stillt í botn og það var ekkert nema geðveikt!
Leikararnir í myndinni voru ekki af verri endanum. Þar gat að líta stjörnur á borð við Brad Pitt, Mike Myers og Samuel L. Jackson (ókei, hann sást samt aldrei, hann var bara voice over...) en stórstjarna myndarinnar, maðurinn sem gjörsamlega átti myndina var enginn annar en austurríski leikarinn Christoph Waltz, sem hlaut einmitt verðlaun sem besti leikarinn á Cannes-kvikmyndahátíðinni nú í ár. Það kom í hans hlut að túlka hinn lævísa smjaður-herforingja Hans Landa. Karakterinn virðist vera ljúfur og hláturmildur, en það er stutt í illa nasistann sem leynist undir yfirborði smjaðrarans. Hans Landa þrífst einskis og myndi glaður fórna sínu eigin föðurlandi, ef hann fengi eitthvað út úr því sjálfur. túlkar WaltzHans Landa á ótrúelga skemmtilegan hátt, hann hefur fullkomna stjórn á líkama sínum og er á köflum svolítið kjánalegur. Eftirminnilegasta grínið í myndinni kom undir lokin þegar Hans Landa varð ofur-spenntur og gargaði "It's a Bingo!!" Þá dó salurinn úr hlátri yfir þessari ótrúlega asnalegu setningu, sem kom frá þessum virðulega og illgjarna nasista.
Leikararnir í myndinni stóðu sig allir með prýði. Þeir voru vel castaðir, nema kannski Mike Myers, sem lék stórundarlegt og lítið hlutverk sem hentaði honum ekkert allt of vel. Ég hefði viljað sjá Mike Myers fá Mike Myers-legra hlutverk... þar fyrir utan var allt óaðfinnanlegt. Brad Pitt lék Bandaríkjamanninn Aldo Raine mjög vel og var algjör töffari með suðurríkjahreiminn sinn. Mélanie Laurent túlkaði togstreitu gyðingakonu í nasistaheimi mjög sannfærandi og fékk mig svo sannarlega til þess að finna til með sér. Dauði hennar var óneitanlega eitt stærsta mómentið í myndinni.
Mér hefur alltaf fundist það einstaklega kjánalegt að leika sögufrægar persónur í kvikmyndum, persónur sem allir vita hvernig litu/líta út. Maður kaupir karakterana ekki jafn auðveldlega, vegna þess að maður veit nákvæmlega hvernig karakterinn á að líta út. Adolf Hitler í Inglourious Basterds var engin undantekning þar á. Mér fannst leikarinn alltaf frekar kjánalegur og allt of "silly" til þess að hægt væri að taka honum alvarlega. Til samanburðar má nefna túlkun Davids Bamber á Hitler í kvikmyndinni Valkyrie. Þar er Hitler túlkaður sem miklu drungalegri karakter og er í alla staði meira ógnvekjandi og geðveikur. Ég hefði viljað byggja upp meiri hatur á einræðisherranum áður en hann var svo plaffaður í bíóinu og andlitið á honum sundurtætt.
Inglourious Basterds er ótrúlega skemmtileg og fáránlega vel gerð afþreyingar-mynd sem skartar frábærum leikurum í öllum hlutverkum og heldur manni vakandi allan tímann. Myndin er kómísk á köflum, sjúklega spennandi og á það til að ganga fram af viðkvæmasta fólki. Hún er allt sem þarf í góða hasar-stráka-spennu-mynd, og ég fílaða!
Thursday, August 27, 2009
Topp 10
Ég var að henda inn myndum á topp 10 listann minn. Ég er örugglega að gleyma fullt af myndum, þessar voru bara þær sem komu fyrst upp í hugann. Listinn er samt nokkurnveginn í réttri röð...
1. Börn (2006)
Ég fór einn á þessa mynd í bíó og upplifði bestu bíóferð lífs míns. Myndin var sýnd í sal 5 í Háskólabíó, sem er grafinn ofan í einhverri kjallaraholu. Það voru einhverjar nokkrar hræður með mér í salnum, en mér leið fullkomlega eins og ég væri einn í heiminum. Myndin snart mig á einhvern ólýsanlegan hátt. Ég lifði mig barnslega mikið inn í hana og var ótrúelga nálægt því að bresta í grát þegar ég var kominn heim. Leikræn tilþrif og flottur söguþráður stóðu uppúr og öll tæknileg vinna var til fyrirmyndar. Börn er tvímælalaust mynd sem ég mun horfa á aftur og aftur í gegn um lífið og það þarf eitthvað mikið til að slá hana út af toppi listans míns.
2. Eternal Sunshine of the Spotless Mind (2004)
Jim Carrey var alltaf uppáhaldsleikarinn minn þegar ég var lítill. Ég elskaði hann í ofleiknu hlutverkunum sínum í The Mask, Liar Liar omfl. Ég þroskaðist hinsvegar upp úr honum, einhvernveginn og það var ekki fyrr en ég sá hann í Eternal Sunshine... að hann stimplaði sig virkilega inn sem einn af mínum uppáhalds. Ég fílaði myndina í tætlur! Ég er algjör sökker fyrir flóknum söguþráðum sem útskýrast á lokamínútum myndarinnar og Eternal Sunshine of the Spotless Mind er ein af þeim. Handritið og öll hugmyndin í kring um myndina finnst mér stórkostleg, og meistaraleikarar skemma ekki fyrir..
3. A Clockwork Orange (1971)
Klassík. Hvað get ég sagt? Ótrúlega heillandi saga, tragíkómísk og frekar alvarleg á köflum. Stanley Kubrick sýnir sko hvað í sér býr í þessari mynd! Myndin er stútfull af frægum tilvitnunum. Hún er í raun bara epískt meistaraverk, klassík sem allir hafa séð og allir elska.
4. Trainspotting (1996)
Fáránlega áhrifamikil og vel leikin mynd. Ef ég ætti að velja eiturlyfjaforvarnarmynd fyrir unglinga, yrði Trainspotting sennilega fyrir valinu. Hún gefur ótrúelga raunverulega innsýn í líf dópistans og lætur mann finna til með honum. Vel gerð, flott soundtrack og fyrst og fremst: Fáránlega vel leikin!
5. Paris, je t'aime (2006)
Paris, je t'aime er í raun samansafn af stuttum ástarsögum í stuttmyndaformi sem gerast allar í nánasta umhverfi Parísar. Hver stuttmynd er einstök á sinn hátt og það er einmitt það sem gerir myndina sérstaka. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast næst. Án efa ótrúlega skemmtileg feel-good-mynd, sem kennir manni kannski eitt og eitt orð í frönsku! :)
6. Lucky Number Slevin (2006)
Skemmtileg, vel gerð og vel gerð klisja frá Hollívúdd. Það sem greip mig við myndina var MEGA twistið sem kom í lokin! Ó guð, ég er sökker fyrir twistum... Myndin var svosem ágætis afþreying, en hún kemst á þennan lista vegna þess að hún inniheldur rúmlega mjög góða leikara og yndislega skemmtilegat plot!
7. Slumdog Millionaire (2008)
Myndin olli algjöru æði þegar hún kom í bíó á Íslandi fyrir nokkrum mánuðum. Það fóru bókstaflega ALLIR að sjá Viltu vinna milljarð? Og hún átti það sko fyllilega skilið. Frábærlega uppbyggð saga og skemmtileg skot af fátækrahverfi í Indlandi gera myndina einstaka. Ókei, kannski var bókin betri, en mér er bara alveg sama um það! Mér fannst myndin fín og mig langar bara ekkert að lesa bókina!
8. 12 Angry Men (1957)
Í algjörri óvissu leigðum við félagarnir þessa mynd saman eitt kvöldið. Hún var sögð góð og við ákváðum að slá til. "Detta í smá flipp" yfir svart-hvítri og eldgamalli mynd sem gerist öll í sama herberginu. Og váá hvað myndin kom mér á óvart! Þrátt fyrir ótrúlega takmarkaða atburðarás og litla fjölbreytni í aðstæðum, var myndin mesta skemmtun! Leikararnir náðu alveg að halda sögunni uppi til síðustu mínútu og það verður að teljast nokkuð gott.
9. Little Miss Sunshine (2006)
Feel-good, feel-good, feel-good. Little Miss Sunshine er feel-good mynd í hæsta gæðaflokki. Hún er svolítið krúttleg og mjög kómísk (þrátt fyrir heldur tragískan söguþráð og glataðar persónur.) Stórskemmtileg og vel leikin líða-vel-mynd sem kemur öllum í gott skap!
10. Sin City (2005)
Ég elska stílinn á þessari mynd! Einhverskonar dimmur teiknimyndasögustíll... Eiginlega alveg svarthvít, nema einstaka litur, sem gerir litina ótrúlega áhrifamikla! Sögurnar í myndinni eru líka frekar epískar. Þær fjalla eiginlega allar um manndráp og hórur, sem er alltaf hressandi í skemmtilegum afþreyingarmyndum eins og Sin City. Sin City er einhverskonar bil á milli Hollívúdd-afþreyingarmyndar og hreins og klárs listaverks. Og það er sko góð blanda.
1. Börn (2006)
Ég fór einn á þessa mynd í bíó og upplifði bestu bíóferð lífs míns. Myndin var sýnd í sal 5 í Háskólabíó, sem er grafinn ofan í einhverri kjallaraholu. Það voru einhverjar nokkrar hræður með mér í salnum, en mér leið fullkomlega eins og ég væri einn í heiminum. Myndin snart mig á einhvern ólýsanlegan hátt. Ég lifði mig barnslega mikið inn í hana og var ótrúelga nálægt því að bresta í grát þegar ég var kominn heim. Leikræn tilþrif og flottur söguþráður stóðu uppúr og öll tæknileg vinna var til fyrirmyndar. Börn er tvímælalaust mynd sem ég mun horfa á aftur og aftur í gegn um lífið og það þarf eitthvað mikið til að slá hana út af toppi listans míns.
2. Eternal Sunshine of the Spotless Mind (2004)
Jim Carrey var alltaf uppáhaldsleikarinn minn þegar ég var lítill. Ég elskaði hann í ofleiknu hlutverkunum sínum í The Mask, Liar Liar omfl. Ég þroskaðist hinsvegar upp úr honum, einhvernveginn og það var ekki fyrr en ég sá hann í Eternal Sunshine... að hann stimplaði sig virkilega inn sem einn af mínum uppáhalds. Ég fílaði myndina í tætlur! Ég er algjör sökker fyrir flóknum söguþráðum sem útskýrast á lokamínútum myndarinnar og Eternal Sunshine of the Spotless Mind er ein af þeim. Handritið og öll hugmyndin í kring um myndina finnst mér stórkostleg, og meistaraleikarar skemma ekki fyrir..
3. A Clockwork Orange (1971)
Klassík. Hvað get ég sagt? Ótrúlega heillandi saga, tragíkómísk og frekar alvarleg á köflum. Stanley Kubrick sýnir sko hvað í sér býr í þessari mynd! Myndin er stútfull af frægum tilvitnunum. Hún er í raun bara epískt meistaraverk, klassík sem allir hafa séð og allir elska.
4. Trainspotting (1996)
Fáránlega áhrifamikil og vel leikin mynd. Ef ég ætti að velja eiturlyfjaforvarnarmynd fyrir unglinga, yrði Trainspotting sennilega fyrir valinu. Hún gefur ótrúelga raunverulega innsýn í líf dópistans og lætur mann finna til með honum. Vel gerð, flott soundtrack og fyrst og fremst: Fáránlega vel leikin!
5. Paris, je t'aime (2006)
Paris, je t'aime er í raun samansafn af stuttum ástarsögum í stuttmyndaformi sem gerast allar í nánasta umhverfi Parísar. Hver stuttmynd er einstök á sinn hátt og það er einmitt það sem gerir myndina sérstaka. Maður veit aldrei við hverju maður á að búast næst. Án efa ótrúlega skemmtileg feel-good-mynd, sem kennir manni kannski eitt og eitt orð í frönsku! :)
6. Lucky Number Slevin (2006)
Skemmtileg, vel gerð og vel gerð klisja frá Hollívúdd. Það sem greip mig við myndina var MEGA twistið sem kom í lokin! Ó guð, ég er sökker fyrir twistum... Myndin var svosem ágætis afþreying, en hún kemst á þennan lista vegna þess að hún inniheldur rúmlega mjög góða leikara og yndislega skemmtilegat plot!
7. Slumdog Millionaire (2008)
Myndin olli algjöru æði þegar hún kom í bíó á Íslandi fyrir nokkrum mánuðum. Það fóru bókstaflega ALLIR að sjá Viltu vinna milljarð? Og hún átti það sko fyllilega skilið. Frábærlega uppbyggð saga og skemmtileg skot af fátækrahverfi í Indlandi gera myndina einstaka. Ókei, kannski var bókin betri, en mér er bara alveg sama um það! Mér fannst myndin fín og mig langar bara ekkert að lesa bókina!
8. 12 Angry Men (1957)
Í algjörri óvissu leigðum við félagarnir þessa mynd saman eitt kvöldið. Hún var sögð góð og við ákváðum að slá til. "Detta í smá flipp" yfir svart-hvítri og eldgamalli mynd sem gerist öll í sama herberginu. Og váá hvað myndin kom mér á óvart! Þrátt fyrir ótrúlega takmarkaða atburðarás og litla fjölbreytni í aðstæðum, var myndin mesta skemmtun! Leikararnir náðu alveg að halda sögunni uppi til síðustu mínútu og það verður að teljast nokkuð gott.
9. Little Miss Sunshine (2006)
Feel-good, feel-good, feel-good. Little Miss Sunshine er feel-good mynd í hæsta gæðaflokki. Hún er svolítið krúttleg og mjög kómísk (þrátt fyrir heldur tragískan söguþráð og glataðar persónur.) Stórskemmtileg og vel leikin líða-vel-mynd sem kemur öllum í gott skap!
10. Sin City (2005)
Ég elska stílinn á þessari mynd! Einhverskonar dimmur teiknimyndasögustíll... Eiginlega alveg svarthvít, nema einstaka litur, sem gerir litina ótrúlega áhrifamikla! Sögurnar í myndinni eru líka frekar epískar. Þær fjalla eiginlega allar um manndráp og hórur, sem er alltaf hressandi í skemmtilegum afþreyingarmyndum eins og Sin City. Sin City er einhverskonar bil á milli Hollívúdd-afþreyingarmyndar og hreins og klárs listaverks. Og það er sko góð blanda.
Wednesday, August 26, 2009
Nýtt blogg
Hæ Siggi Palli
Ekki gefa mér stig fyrir þessa færslu. Ég er bara að prófa. Topp 5 listinn fer að detta inn!
Peace
Ekki gefa mér stig fyrir þessa færslu. Ég er bara að prófa. Topp 5 listinn fer að detta inn!
Peace
Subscribe to:
Posts (Atom)